Feykir


Feykir - 10.12.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 10.12.2015, Blaðsíða 6
6 47/2015 María gekk inn á kaffihúsið, sjálfsörugg, röggsöm og glaðlynd stúlka í blóma lífsins. Engum dytti í hug að hún ætti við sjúkdóm að stríða, enda segir María það að vissu leyti með vilja gert. „Ég vil ekki láta mikið bera á því að ég sé með verki. Fólk skilur ekki sjúkdóminn þar sem hann sést ekki á mér og ég vil ekki vera þessi veika týpa, þannig að ég set bara upp grímu.“ Þegar fólk sér örin á hendi Maríu eru þau oftast talin vera brunasár en raunin er sú að þau eru eftir skurðaaðgerðir sem hún hefur gengist undir vegna afar sjaldgæfs sjúkdóms. „Þetta eru góðkynja æxli í bandvef og öðrum mjúkvef, æðahnútar og flækjur í öllum æðum, frá þumli og upp að olnboga. Æxlin koma þegar það kemst of mikið blóðflæði inn í bláæðarnar, vefurinn er ekki heill hjá mér þannig að hann ræður ekki við það,“ útskýrir hún. Aðgerðir sem hún hefur gengist undir hafa minnkað sársaukann í hendinni, og hefur hann jafnvel alveg horfið þegar vel hefur tekst til, en svo stigmagnast verkurinn á ný. Búið er að fjarlægja slagæðina, fjarlægja og flytja taug í framhandleggnum. Verkurinn kemur þó alltaf aftur og þegar hann er kominn á ákveðið stig þarf María að fara aftur í aðgerð. María fæddist með blöðru framan á fingrinum og töldu læknarnir að hún hefði sogið fingurinn í móðurkviði. Fljótlega áttuðu foreldrar hennar, þau Herdís Lilja Káradóttir og Steingrímur Óskarsson, sig á því að ekki um var um venjulega blöðru að ræða. „Þegar ég er sex vikna þá er farið með mig í rannsókn á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Fjögurra mánaða gömul fer í ég í fyrstu aðgerðina þar sem ég var skorin til þess að opna puttann og sjá hvað væri að gerast. Læknarnir vissu ekkert hvað þetta var,“ útskýrir hún. María bætir við að þá hafi Ari H. Ólafsson bækl- unar- og handaskurðlæknir, sem hefur haft hennar mál með höndum frá upphafi, sent gögn á nokkra staði í heiminum en þau voru svo endursend og greining lá ekki fyrir. Frá fjögurra mánaða til ellefu ára aldurs gekk María undir þrjár eða fjórar skurð- aðgerðir þar sem reynt var að skrapa mestu æxlin og æðahnútana burt en þegar hún var ellefu ára gömul segist María hafa verið ansi slæm. „Ég man þegar ég var lítil og ég fékk það vonda verki að ég lá öskrandi og grenjandi. Mamma og pabbi vissu ekkert hvað þau gátu gert til að hjálpa mér,“ rifjar hún upp. Þá segir hún Ara lækni hafa verið orðinn ráðalausan og leitaði hann út fyrir land- steinana á ný, að þessu sinni fékk hann svör frá Svíþjóð. María fór í aðgerð hjá íslenskum bæklunar- skurðlækni, Eyþóri Stefánssyni, sem starfaði við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg. Þetta var stærsta skurðaðgerðin sem María hefur gengist undir, hún átti að taka þrjá til fjóra tíma en hún fór upp í tólf klukkustundir. „Þá kom í ljós að þetta var mikið meira en þeir héldu upphaflega. Þeir skófu þetta af eins mikið og þeir gátu og puttinn var mótaður en hann var alltaf feitur og stór áður.“ Tveggja ára sársaukafull bið Að tveimur til þremur árum liðnum þurfti María að gangast undir læknismeðferð á ný og fór aftur til Svíþjóðar. Þá var Eyþór hættur sökum aldurs en á móti henni tók Gunnar nokkur Wik- holm, sænskur læknir. Hann framkvæmdi annarskonar með- Hljómsveitin Von frá Sauðárkróki. María Ósk glímir við sársaukafullan og sjaldgæfan sjúkdóm VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir María Ósk Steingrímsdóttir er 22 ára stúlka frá Sauðárkróki. Hún er búsett í Reykjavík þar sem hún stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Þegar blaðamaður Feykis hitti hana á kaffihúsi í borginni á dögunum bar hún það ekki með sér að hafa lifað við viðstöðulausa verki meira og minna allt sitt líf, sársauka sem hún hefur lært að lifa með. Undanfarin tvö ár hafa þó verið henni þungbær með stigvaxandi verkjum og langri bið eftir að komast í aðgerð. María segir óvissuna um hvað framtíðin beri með sér einna erfiðasta. Óskar þess heitast að komast aftur í læknismeðferð til Svíþjóðar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.