Feykir


Feykir - 10.12.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 10.12.2015, Blaðsíða 4
4 47/2015 Sjávarútvegsráðherra ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur boðað gríðarlega skerðingu á byggðakvóta hjá smábáta- sjómönnum í Skagafirði. Kúttað hefur verið algerlega á byggðakvótann á Sauðár- króki og hann skertur á Hofsósi. Byggðakvótinn hefur verið mikilvægur liður í því fyrir sjómenn að byggja upp heilsársstarf, þ.e. byggðakvótinn hefur nýst ásamt grásleppu- og strandveiðum. Áætla má að skerðingin sé um 30 milljóna króna tekjumissi fyrir sjávarútveginn í Skagafirði. Í rauninni gerir þetta að verkum að rekstur smábáta er í upp- námi og sjómenn þurfa þá væntanlega að leita annarrar atvinnu. Enginn þingmaður Norð- vesturkjördæmisins hefur látið sig málið varða og er skorað hér með á þá, að þeir taki málið upp við sjávarútvegsráðherra. Reyndar er það svo að eini þingmaður ríkisstjórnarflokk- anna sem hefur tjáð sig eitthvað um atvinnumál á Norðurlandi vestra er Ásmundur Einar Daðason. Í síðasta tölublaði Feykis var mikil upphleypt fyrirsögn um tugir milljóna og fjölda starfa sem Ásmundur Einar sagði að væru á leið í Norðurland vestra. Allt var talið þó óljóst, þar sem einhver trúnaður ríkir enn um fjárveitingarnar og fyrirsögnin því heldur mikil miðað við rýrt innihald. Því miður þá lítur út fyrir að sú upphæð sem áætlað er að renni tímabundið til Skaga- fjarðar verði lægri, en það fjárhagslega högg sem veitt verður ef byggðakvótinn verður endanlega sleginn af. Útgerð smábáta hefur verið í sókn í Skagafirði og það er vægast sagt undarlegt að stjórnvöld séu að bregða fæti fyrir jákvæða þróun og skyn- samlega nýtingu á nálægum fiskimiðum. Sigurjón Þórðarson K – listanum, Skagafirði Steinar Skarphéðinsson Drangey Smábátafélag Skagafjarðar AÐSENT SIGURJÓN ÞÓRÐARSON OG STEINAR SKARPHÉÐINSSON SKRIFA Hagsmunir SkagfirðingaFjárlög 2016 – Sókn í byggðamálum Meirihluti fjáralagnefndar Al- þingis hefur afgreitt frá sér ýmsar breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ársins 2016 en önnur umræða fjárlaga fer fram nú í vikunni. Það er ánægjulegt að þær breytingatillögur sem lagðar eru fram skuli m a r g a r hverjar snúa að byggða- málum. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar að efla landsbyggð- ina og þessar tillögur eru hluti af því. Þessar tillögur snúa m.a. að ljósleiðaravæðingu, háskólum á landsbyggðinni, heilbrigðis- stofnunum og dvalarheimilum á landsbyggðinni, flugvöllum á landsbyggðinni, löndunarhöfn- um og samgöngum í dreifbýli. Jafnframt eru margar tillögur sem snúa sérstaklega að Norður- landi vestra og eru m.a. tengdar átaki um eflingu byggðar í lands- hlutanum. Það er hægt að snúa vörn í sókn! Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skipaði á síðasta ári sérstaka nefnd til að fara yfir sóknarmöguleika á Norðurlandi vestra og koma með tillögur sem miða að því að snúa við neikvæðri byggðaþróun í landshlutanum. Lagt var upp með það að þessi nefnd gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur landsvæði sem glíma við sam- bærileg vandamál. Stefán Vagn Stefánsson, odd- viti Framsóknarflokksins í Skagafirði, var formaður nefnd- arinnar en hún var skipuð full- trúum bæði úr V- og A-Húna- vatnssýslu. Undirritaður hefur fengið tækifæri til að starfa með Stefáni Vagni, bæði þegar ég var starfandi aðstoðarmaður for- sætisráðherra og gegnum störf mín sem nefndarmaður í Fjár- laganefnd Alþingis. Að öðrum ólöstuðum þá á hann sérstakt hrós skilið fyrir sína vinnu og það hefur verið gaman að starfa með honum að þessum málum. Hann hefur sýnt mikla forystu- hæfileika, leitt starfið af krafti og sú vinna sem hann hefur lagt fram er ómetanleg fyrir svæðið í heild. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjármagn verði sett í mörg verkefni á Norðurlandi vestra og snerta tillögurnar m.a. Hólaskóla - Háskólann á Hólum, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Selasetrið á Hvamms- tanga, Kvennaskólann á Blöndu- ósi, Iðnaðaruppbyggingu í landi Hafursstaða, Efling Minjastofn- unar, stofnun atvinnu- og Nýsköpunarsjóðs, efling þróun- arseturs á Blönduósi o.fl. Þessu til viðbótar eru nokkur stærri verkefni á landsvísu sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til að settir verði fjármunir í. AÐSENT ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON SKRIFAR Kraftur í ljósleiðaravæðinguna. Ríkisstjórnin setti af stað mjög metnaðarfulla áætlun sem miðar að því að ljósleiðaravæða allar sveitir landsins. Fjárlaganefnd tók á síðasta ári forystu í þessu máli með því að veita 300 milljónum til hringtengingar á ljósleiðara og til undirbúnings. Á þessu ári er lagt til að veitt verði 500 milljónum í viðbót í þetta mikilvæga verkefni. Dvalarheimili og heilbrigðis- stofnanir. Á síðasta ári ákvað fjárlaganefnd að setja upp pott sem dvalarheimili á landsbyggð- inni gætu sótt aukafjárveitingar til. Þessi pottur er stækkaður á þessu ári úr 50 milljónum í 75 milljónir. Jafnframt var ákveðið að auka við fjárveitingar heil- brigðisstofnana á landsbyggð- inni og setja upp pott að upphæð 100 milljónir. Auknar byggðaáherslur til framtíðar Þessi skref sem stigin eru í byggðamálum eru jákvæð en þau þurfa að vera fyrirboði breyttrar grunnstefnu. Það er von mín að nýtt frumvarp um gerð fjárlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, boði breytingar í þessum málum. Á því frumvarpi voru samþykktar veigamiklar breytingartillögur frá undir- rituðum sem fela það m.a. í sér að fjárlagafrumvörp framtíðar- innar fari í byggðamat hjá Byggðastofnun áður en þau eru lögð fram á Alþingi. Þetta er mikilvæg breyting sem gerir það að verkum að byggðamál verða að vera til hliðsjónar þegar ríkis- stjórn setur saman fjárlaga- frumvörp komandi ára. Til að Ísland standi undir velferð íbúanna verður landið að vera sem mest í byggð. Til að afla tekna af ferðamennsku og náttúruauðlindum, svo dæmi séu tekin, verður byggðin að vera traust sem víðast um landið. Þau skref sem nú eru stigin verða vonandi til að þess að snúa vörn í sókn í þessum málum. Ásmundur Einar Daðason Formaður þingflokks Framsóknarflokksins og nefndarmaður í Fjárlaganefnd Alþingis. Mikilvægar aðgerðir í byggðar- málum á Norðurlandi vestra Þann 9. maí skipaði ríkisstjórn Íslands að sérstök landshlutanefnd yrði stofnuð fyrir Norðurlandi vestra með það að markmiði að efla byggðarþróun, fjölga atvinnutæki- færum og efla fjár- festingu á svæðinu. Jafnframt skuli nefndin horfa til þeirra tækifæra sem liggja í því hvernig efla megi opinbera þjónustu á svæðinu en hún hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Nefndin var undir forsætisráðuneytinu og hafði samráð við starfshóp Stjórnarráðsins um byggðamál sem að starfsmaður Byggðastofnunar vann með nefndinni. Nefndin hélt tíu bókaða fundi og fundaði m.a. með öllum sveitarstjórnum á svæðinu með það að markmiði að fá hugmyndir að verkefnum sem efla myndu landshlutan. Var um að ræða ný verkefni, flutt verkefni og eflingu á verkefnum sem fyrir eru á svæðinu. Niðurstaða nefndarinnar voru 25 verkefni sem lagt var til að ríkisstjórnin samþykkti sem lið í byggðaraðgerð fyrir Norðurland vestra. Nú liggur fyrir í fjárlögum og fjárlaganefnd fjármögnun á mörgum af þeim verkefnum sem Norðvesturnefnin lagði til og ber því að fagna. Þó ríkisstjórn- in eigi eftir að samþykkja formlega tillögurnar er ljóst að búið er að tryggja fjármagn í stóran hluta þeirra. Það er ljóst að um verulega innspýtingu inn í AÐSENT STEFÁN VAGN STEFÁNSSON SKRIFAR atvinnulífið á Norðurlandi vestra er að ræða og sennilega einhverja þá mestu í áraraðir. Málflutningur okkar í nefndinni hefur verið á þá vegu að nauðsynlegt sé að vinna til baka þau opinberu störf sem horfið hafa úr landshlutanum frá 2008. Að mínu mati er þetta stórt skref í þá átt. Mörg orð hafa verið látin falla um vinnu nefndarinnar og hafa menn haft misjafnar skoðanir á störfum hennar. Er það ekki ætlun mín hér að fara að nafngreina einstaka menn og þræta við þá á síðum Feykis heldur tel ég að það sé vænlegra til árangurs fyrir Norðurland vestra að menn, sérstaklega þeir sem hafa verið kosnir til að gæta hagsmuna svæðisins, standi saman um verkefni til eflingar svæðisins í stað þess að tala það niður. Fjölgun starfa á Norðurlandi vestra getur ekki verið annað en jákvæð fyrir landshlutann. Nú er þessum mikilvæga áfanga að ljúka og ríkisstjórnin mun væntanlega opinbera tillögurnar á næstu dögum. Það er mikilvægt fyrir okkur sem búum á Norðurlandi vestra að halda áfram í þeirri baráttu að efla samfélögin okkar og vinna að fjölgun atvinnutækifæra. Ég vill nota þetta tækifæri og þakka þeim fjölmörgu sem þátt tóku í störfum nefndarinnar en sérstaklega vill ég þakka því ágæta fólki sem skipað var í nefndina en það voru auk undirritaðs Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, Valgarð Hilmarsson forseti bæjarstjórnar á Blönduósi, Unnur Valborg Hilmarsdóttir oddviti í Húna- þingi vestra, Héðinn Unnsteinsson sérfræðingur hjá Forsætisráðuneytinu, Guðmundur Guðmundsson sérfræð- ingur hjá Byggða-stofnun og Ásmundur Einar Daðason alþingismaður. Stefán Vagn Stefánsson formaður landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.