Feykir


Feykir - 29.06.2016, Side 7

Feykir - 29.06.2016, Side 7
25/2016 7 ríkjunum sjálfum.“ Hann bendir á fleiri ríki sem eru að horfa til ákvörðunartöku Bretlands. „Þetta segir okkur að Evrópu- sambandið verður að horfa inn á við og velta fyrir sér hvað er að gerast. Ég held að eina lausnin fyrir Evrópusambandið sé að viðurkenna að það sé of mikil miðstýring og það þurfi að skila einhverju ákvörðunartökuvaldi. Þannig held ég að sambandið muni lifa af, annars held ég að það sé mikil hætta á að það molni smámsaman niður. Það eru mörg ríki sem eiga mikið undir því að þetta samband lifi, jafnvel þó að ég telji að Ísland eigi þar alls ekki heima.“ Bretland er okkar stærsta við- skiptaland með sjávarafurðir, því segir Gunnar Bragi að nú sé mikilvægt að láta Breta vita að Íslendingar vilja vinna með þeim og sjái engar stórar breytingar í samskiptum við þá. „Það eru tveir kostir fyrir Ísland, þ.e. að nálgast Bretland tvíhliða eða í gegnum EFTA ríkin, við eigum að halda hvoru tveggja opnu. Varðandi Evrópusambandið, við eigum að sjálfsögðu að segja við þá að við viljum áfram eiga þetta ágæta samstarf við þá í gegnum EES samninginn en jafnframt eigum við að vera heiðarlegir við þá og benda þeim á að þörf er á breytingum hjá þeim til að forða því að þetta verður upphafið að einhverju meira.“ Þegar Gunnar Bragi er inntur eftir eftirminnilegu augnabliki í starfi hans sem utanríkisráð- herra rifjar hann upp þegar hann var staddur á Maidan-torgi í Kænugarði í Úkraínu. „Ég af- þakkaði alla öryggisverðina sem fylgja manni yfirleitt og labbaði með fjórum eða fimm Íslend- ingum inn á Maidan-torg, þar sem öll mótmælin höfðu farið fram. Við blönduðum geði við fólkið, drukkum te og ýmislegt framandi. Á sama tíma kom einn kollegi minn inn á torgið með hóp lífvarða og fjölmiðla- manna með myndavélar. Það var svo miklu meira varið í það að vera þar, bara sem Gunnar Bragi innan um fólkið, heldur en að vera í þeim öllu umstanginu sem oft fylgir. Það var mjög eftir- minnilegt vegna þess að fólkið var svo vinsamlegt og svo bjart- sýnt á framtíðina. Það hefur því miður ekki allt gengið eftir ennþá.“ Eftirminnilegustu persónuna segir Gunnar Bragi, eftir smá umhugsun, vera Barack Obama Bandaríkjaforseta, en hann hitti þá John Kerry utanríkisráðherra á fundi norðurskautsríkjanna í Alaska á síðasta ári. „Það var sérstakt að átta sig á því eftir á að þarna voru líklega tveir valda- mestu menn heims en þeir voru óskaplega indælir og persónu- legir báðir tveir.“ Síðar hitti hann Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem tjáði Gunnari Braga að hann ætti ákveðin tengsl við Ísland. „Amma hans vann á sínum tíma fyrir rússnesku síldarnefndina sem var að semja við Ísland. Sergei var þó ekkert sérstaklega ánægð- ur með Íslendinga á þeirri stundu útaf viðskiptabanninu, en engu að síður mjög áhuga- verður maður,“ bætir hann við. Gunnar Bragi segir að það tíma- bil hafi einmitt reynt á, þegar það kom í hans hlut að leiða þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja Ísland á lista yfir þátttak- endur í viðskiptabanni gegn Rússlandi vegna Úkraínudeil- unnar. „Það var þungt en þetta var spurning um prinsipp,“ tekur Gunnar Bragi fram. Alltaf tilhlökkunarefni að hitta fólk Gunnar Bragi lét af störfum hjá Utanríkisráðuneytinu í apríl sl. eftir dramatíska atburðarás sem endaði á afsögn forsætisráð- herra, Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar. „Mér finnst gríðar- lega illa vegið að fyrrverandi forsætisráðherra en mér finnst hann hinsvegar bregðast hárrétt við þeirri stöðu komin var upp, til að bjarga ríkisstjórninni. Ég hef verið ósáttur við þá ákvörðun sem tekin var í framhaldinu, að bjóða uppá það að kjósa í haust. Mér fannst það fljótfærni og ekki sýna mikinn styrk. Það var hins vegar krafa samstarfsflokksins að það væri gert.“ Gunnar Bragi segist ekki sjá að það þjóni til- gangi að kjósa sex mánuðum fyrir auglýstan kjördag, það setji fjárlagavinnu í uppnám og geri erfiðara um vik að ljúka verk- efnavinnu kjörtímabilsins. Gunnar Bragi segist ánægður með vistaskiptin. „Ég sé auðvitað eftir ákveðnum verkefnum og frábæru starfsfólki hjá Utan- ríkisráðuneytinu. Ég kem aftur á móti inn í mjög spennandi ráðuneyti þar sem lifibrauð okkar Íslendinga er undir, þ.e. sjávarútvegur og landbúnaður, og svo þeim stóra málaflokki sem er byggðamál. Þar tekur við mér gott starfsfólk og ég er að kynnast málefnunum betur. Ég kem að stórum fullgerðum verk- efnum, t.d. búvörusamning- unum. Mitt hlutskipti er að fylgja þeim eftir í gegnum þingið.“ Þegar blaðið kemur út hefur Gunnar Bragi kynnt tillögur Hafrannsóknarstofnunar varð- andi afla næsta árs. „Það er alltaf jafn óvinsælt. Flestir vilja veiða meira, en þarna þarf að sýna ákveðna skynsemi og jafnvægi. Ég tel að ráðuneytið og Haf- rannsóknarstofnun þurfi að auka skilning sjómanna og almennings á því hvernig stofnunin vinnur og kemst að sinni niðurstöðu,“ bætir hann við. Gunnar Bragi segir alltaf tilhlökkunarefni að hitta fólk, sama hvort hann eigi von á því að vera hundskammaður eða að fólk sé sammála honum. „Þú getur ekki ætlast til þess að það séu allir ánægðir með þig eða sammála þér. Páll Pétursson fyrrv. ráðherra sagði einu sinni við mig þegar hann sá að það lá eitthvað þungt á mér: „Gunnar minn, þetta er bara þannig að þegar þú ferð að sofa á kvöldin, þá þarftu bara að vera viss um að þú hafir gert fleira rétt heldur en rangt. Þú ert alltaf að gera eitthvað rangt.“ Ég hef reynt að hafa þetta hugfast, þegar maður leggur hausinn á koddann, að vera þokkalega ánægður með daginn.“ Kynjajafnrétti sjálfsögð mannréttindi Gunnar Bragi lagði mikla áherslu á jafnréttismál þegar hann var hjá Utanríkisráðuneytinu, jafnt utan landssteinanna sem innan ráðuneytisins. „Við beittum okkur fast í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi og sérstaklega að fá karla til að reyna skilja mikilvægi þeirra. Það er gríðar- lega skemmtilegt verkefni og hefur vakið mikla athygli á Íslandi erlendis.“ Hann segir vinnu þegar hafna við að skoða þann þátt innan Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Ég sendi út bréf í síðustu viku þar sem ég mæli fyrir um endurskip- un í nefndir hjá ráðuneytinu þar sem ekki er kynjajafnrétti. Við getum ekki liðið það í dag að vera með 13 manna nefnd og þar sitji ein kona,“ útskýrir hann. Í fram-haldinu spyr blaðamaður hvort hann myndi telja sig mikinn jafnréttissinna? „Ég er það og hef alltaf verið það. Ég hef ekki verið fylgjandi öfgaskrefum í því, ég hef viljað taka þetta skynsamlega með hægðinni og rökum, það þarf að öðlast skilning á málinu. Ég hef ekkert alltaf haft rétt fyrir mér í þessu. Ég hafði á sínum tíma efasemdir um kvóta í stjórnun fyrirtækja en í dag held ég að það hafi verið hárrétt skref að stíga og ég viðurkenni það alveg. Svo er launamunur kynjanna eitt sem ég bara skil ekki,“ segir hann og hlær í forundran. Ætlunin er að skoða þann þátt í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. „Við ætlum að kanna hvort það sé launamunur á milli kynjanna í ráðuneytinu, skoða hvers vegna hann er og vinna að því að eyða honum út.“ Í kjölfarið segist Gunnar Bragi hafi haft gott fólk með sér sem hafi hjálpað honum að öðlast meiri skilning á mikilvægi kynjajafnréttis. „Ég hef verið einstaklega heppinn með aðstoðarfólk sem ég hef getað treyst og fólkið sem hefur unnið með mér í ráðuneytunum hefur verið móttækilegt. Það verður áhugavert að sjá hvort sjóararnir og bændurnir séu tilbúnir í þetta líka – ég vona það,“ segir hann bjartsýnn. Þegar Gunnar Bragi er spurður út í hvernig framtíð landsins horfir við honum segist hann sjá ótal tækifæri á Íslandi. „Ég vildi að við gætum unnið meira saman að þessum tæki- færum, kannski er of langt á milli skoðana um aðferðafræði til þess að það geti orðið. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að beita eigi hvötum í þágu búsetujafnréttis og hef því óskað eftir því að Byggðastofnun skoði notkun skattkerfisins til þess. Þá tel ég að eigum við að vinna þetta neðan- frá. Það eru t.d. mikil tækifæri í landbúnaði og sjávarútvegi. Ég á mér þann draum að nafn Íslands muni stækka útá við og að íslensk framleiðsla verði leiðandi. Það er hlutverk stjórnmálamanna að skapa vettvang fyrir og styðja við þessa Íslandskynningu. Þá munum við ekki þurfa kvíða neinu, því að á næstu áratugum mun verða eftirspurn eftir öllu því sem við höfum að bjóða.“ Eftir að hafa farið vítt og breitt um heiminn síðustu ár segir Gunnar Bragi: „Það er gott að vera meira heima og finna betur fyrir íslensku jörðinni heldur en maður gerði, að vera nær fjöl- skyldunni og sjá börnin meira. En ég held að ef maður ætlar að vera áfram stjórnmálamaður í stóru kjördæmi þá fylgir því minni heimavera, þó þú sért á landinu, það þarf að sinna því líka,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi var á Maidan-torgi í Kiev og lagði blóm þar til minningar um þá sem létu lífið í febrúar 2015. MYNDIR: UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Gunnar Bragi lætur sig jafnréttismál miklu varða. Gunnar Bragi sýnir tilþrif í íslenska búningnum á nýjum fótboltavelli í Aida flótta- mannabúðunum í Palestínu sem byggður var fyrir börnin sem þar dvelja. Gunnar Bragi ásamt Róbert syni sínum á kjörstað sl. laugardag. MYND: BÞ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.