Feykir - 13.07.2016, Blaðsíða 6
6 27/2016
hefur farið í þessar vett-
vangsrannsóknir og er teymið
margs vísara.
„Það er ekki nákvæmlega
vitað hvenær byggð hófst að
Þingeyrum en það er talið að hér
hafi verið þingstaður á land-
námsöld. Síðan var stofnað
klaustur 1133 en þetta klaustur
var rekið lengst af öllum
klaustrum á Íslandi, til ársins
1551. Klausturhaldarar tóku við
staðnum, eins og á öðrum
klausturjörðum. Mikil byggð
hefur verið hér alla tíð síðan,“
segir Steinunn þegar hún stiklar
á sögu Þingeyra. Talið er að sex
kirkjur hafi verið reistar á
jörðinni, að Þingeyrakirkju
meðtalinni, sú fyrsta upp úr
1000. Sú kirkja hefur ekki verið
staðsett ennþá en mögulegt
þykir að hún sé í dómhringnum,
norðan við túnið. Um hinar segir
Steinunn: „Það hefur alltaf verið
gengið út frá því að þær hafi
verið reistar á sama stað en það
Steinunn hefur áður stundað
fornleifarannsóknir á klaustrinu
á Skriðu í Fljótsdal þar sem
umfangsmikill fornleifaupp-
gröftur fór fram á árunum 2002
til 2011. Um þær rannsóknir gaf
hún út bókina Sagan af klaustrinu
á Skriðu árið 2012 og er nú að
skrifa bók um íslensk klaustur í
kaþólskum sið. Það má segja að
rannsóknin að Skriðuklaustri
hafi fallið í skaut Steinunnar
þegar Skúli Björn Gunnarsson
forstöðumaður Gunnarsstofn-
unar bað hana að leita klausturs-
ins. Síðan þá hefur Steinunn
verið heilluð af klaustur-
tímanum, tímabilinu sem
Íslendingar aðhylltust kaþólskan
sið. „Þegar ég er að vinna þar þá
fer ég að hugsa að við vitum
ekkert um klaustrin. Þegar ég fer
að skoða það nánar fer ég að
rekast á upplýsingar um önnur
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
klaustur á Íslandi og þá kviknaði
þessi áhugi að skrá minjar um
öll klaustrin,“ útskýrir Steinunn.
Lengi var talið að klaustrin væru
ellefu talsins en í raun voru þau
14, að sögn Steinunnar. „Ég hef
farið á alla klausturstaðina og
skráð þessar minjar, m.a. með
þrjár gerðir af jarðsjám og reynt
að leita rústanna. Þær hafa verið
týndar eins og allar aðrar
upplýsingar um klaustrin.“ Þetta
er þriðja og síðasta sumarið sem
Þingeyraverkefnið, sem verið er að hleypa af stokkunum,
var kynnt fyrir íbúum í Austur-Húnavatnssýslu á
Þingeyrum í síðustu viku. Um er að ræða umfangsmikið
verkefni sem er í raun þríþætt. Það miðar að uppgreftri
minja tengdum klaustrinu, greiningu gróðurfars á
miðöldum í næsta nágrenni þess og loks athugunum á
handritamenningu miðalda. Feykir ræddi við Steinunni
Kristjánsdóttur prófessor í fornleifafræði við Háskóla
Íslands en hún hefur verið að skrá minjar klaustra sem
rekin voru á Íslandi á kaþólskum tíma, 1000-1550.
Rannsóknin að Þingeyrum hefur leitt í ljós einkar
áhugaverðar niðurstöður.
Trumbsvölum, sem eru innan
Þingeyrajarðarinnar eins og hún
er í dag. „Við vorum að velta
fyrir okkur hvort klaustrið hafi
getað verið þar en það eru
munnmæli um að
Þingeyrabærinn hafi verið
fluttur þangað sem hann er nú
þegar klaustrinu var lokað. Það
var mjög spennandi að skoða þá
jörð en ég held þetta sé ein af
þessum jörðum sem fór í eyði í
svartadauða, um 1400. Það er
einn spennandi þáttur í þessu,
það er svartidauði, sem hefur
ekki áður verið skoðaður útfrá
fornleifunum,“ segir Steinunn.
Svartidauði var einn skæðasti
heimsfaraldur sögunnar og náði
hámarki í Evrópu um miðja 14.
öld. Hann herjaði þó síðar á
Íslendinga, á árunum 1402-
1404. „Þrátt fyrir það þá fóru
klaustrin að blómstra eftir
svartadauða, sem hafa auðgast
þegar fólk hét á Maríu mey og
arfleiddu klaustrin eigum
sínum. Hér á Þingeyrum dóu
allir reglubræðurnir nema
einn,“ útskýrir Steinunn.
Verið er að skoða með hvaða
hætti svartidauði hefur breytt
samfélaginu og ekki síst
umhverfinu. „Mig langar að
skoða þessi þáttaskil. Á þessum
tíma breytast búskaparhættir,
mikil fólksfækkun varð og fólk
hætti að vera eins mikið í
kúabúskap og fór yfir í
fjárbúskap hérlendis. Nýjar og
áhugaverðar kenningar eru uppi
um hvernig þessar breytingar,
þ.m.t. minnkandi losun metans
frá nautgripum, hafi haft áhrif á
veðurfar en Litla ísöld hófst
einmitt um miðja 15. öld,“ segir
Steinunn en metan er ein af
svokölluðum gróðurhúsaloftteg-
undum. Scott Riddel doktors-
nemi í umhverfisfræði er hluti af
rannsóknarteymi Steinunnar í
klausturrannsókninni. „Hann er
að rannsaka breytingar á
umhverfi með tilkomu klaustr-
anna. Hvernig ný þekking sem
varð til á klaustrunum, varðandi
ræktun, plöntur og fleira, hafði
áhrif á gróðurfar og umhverfi
þeirra. Einnig hvaða
breytingarnar urðu í kjölfar
svartadauða á umhverfið,“ segir
Steinunn. Ætlunin er að nýta
nýja DNA greiningatækni, aðra
kynslóð DNA greininga, til að
gera rannsóknir á þeim beinum
sem koma upp við fornleifa-
uppgröftinn sem gerir vísinda-
mönnum kleift að greina
sjúkdóma í beinum, þ.m.t.
svartadauða.
...Frh. bls. 9
Klausturkirkjan að Þingeyrum kom í leitirnar við fornleifarannsóknir
„Þingeyraklaustur var lengst
starfandi íslenskra klaustra“
Þingeyrar. MYND: Guðmundur St. Sigurðsson
Vala Gunnarsdóttir, Scott Ryddel, dr. Steinunn Kristjánsdóttir og Helga Jónsdóttir
Mynd: BÞ
eru sífellt fleiri staðir að koma í
ljós þar sem verið er að færa
kirkjur og kirkjugarða. Það er
það sem gerist hér og kom okkur
á óvart. Í viðnámsmælingum
sem Natascha Mehler frá
Háskólanum í Vínarborg fram-
kvæmdi, í samstarfi við
Fornleifastofnun, kom í ljós
mjög áberandi kirkjurúst með
kór. Hún taldi þetta vera kirkju
klausturhaldarans, Lauritz Gott-
rup [1648-1721], en hann byggði
kirkju úr timbri sem síðar fauk.“
Steinunn segir hins vegar að
lýsingin á kirkju Gottrups passi
ekki við bygginguna sem fannst
með viðnámsmælingunum.
Kirkja Gottrups var ekki með
kór og var auk þess um átta
metrum styttri en sú sem nú
fannst. „Þessi kirkja er 23 metra
löng og er byggð eingöngu úr
torfi. Við gátum aldursgreint
hana með gjóskulagagreiningu
og er hún frá klausturtímanum,“
útskýrir Steinunn og rímar
aldurgrein-ingin við niðurstöður
úr kol-efnisaldursgreiningu sem
gerð hefur verið á sýni úr
mannabeinum úr kirkjugarð-
inum.
Þegar Steinunn fór að rýna í
ritheimildir - skjöl og teikningar
- kom í ljós að klausturkirkjan
hafði staðið við hliðina á
klaustrinu. Síðar hafði kirkju-
garðurinn verið minnkaður en
stórt garðlag sem nú er í túni
telur hún vera kirkjugarðinn frá
klausturtímanum og að klaustrið
sé innan hans. Miklar misfellur í
túninu gefa ennfremur til kynna
að þar kunni að leynast
umfangsmiklar minjar. Í
framhaldi af þessum könnunum
segir Steinunn að vilji sé til þess
að ráðast í frekari rannsóknir á
klausturkirkjunni, í von um að
staðsetja klaustrið sjálft. „Okkur
tókst ekki alveg að staðsetja
klaustrið núna en af því okkur
hefur tekist að staðsetja heillega
kirkjuna á tveggja metra dýpi er
hugmyndin að leggja áherslu á
að grafa hana upp og sjá í hvaða
átt húsin umhverfis hana liggja.“
Klaustrin blómstruðu
eftir svartadauða
Áður en hópurinn hóf rann-
sóknir heima á Þingeyrum
könnuðu þau minjar á eyðibýlinu