Feykir


Feykir - 13.07.2016, Blaðsíða 8

Feykir - 13.07.2016, Blaðsíða 8
8 27/2016 Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af feminískri hugsjón við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, þar sem stelpur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum, fræðast um ýmsar hliðar tónlistar- og jafnréttisstarfs og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu. Samtökin fagna fimm ára afmæli og hafa nú verið stofnuð undirsamtök, Stelpur Rokka á Norðurlandi. Feykir ræddi við Önnu Sæunni Ólafsdóttur verkefnisstýru um samtökin og rokkbúðir sem haldnar verða á Akureyri í lok mánaðarins. Hugmyndin að Stelpur rokka! kviknaði sem lokaverkefni hjá Mannfræðinemendum en stofnandi búðanna heitir Áslaug Einarsdóttir. Í dag eru rokk- búðirnar starfandi undir alþjóð- legu rokkbúðabandalagi, Girls Rock Camp Alliance. Anna Sæunn segir reynsluna af rokkbúðunum hafa verið mjög gefandi og uppbyggjandi, bæði fyrir kennara, stýrur og þátttakendur. „Þátttakendur eru oft á tíðum að læra í fyrsta skiptið á hljóðfæri og í sömu viku eru þeir farnir að spila í hljómsveit og svo á tónleikum með frumsamið lag í lok vikunnar. Í dag hafa yfir 300 stelpur og transkrakkar farið í gegnum búðirnar og ég held það sé óhætt að segja að yfirgnæfandi meirihluti fái meira sjálfstraust til að byrja að spila og koma fram - og já bara vera þau sjálf,“ segir hún. „Við erum að fara að halda okkar fyrstu sumarbúðir fyrir 12 til 16 ára stúlkur og transkrakka núna í júlí, vikuna 18.-22. frá kl. 10-17 með loka- tónleikum kl. 17:00 á föstudegin- um,“ segir Anna Sæunn og hvetur einstaklinga af Norður- landi vestra til að koma í búðirnar. „Það hafa tvisvar áður verið búðir á Akureyri, sumrin 2013 og 2014, en stefna samtakanna er að sem flestar stúlkur og transkrakkar hafi aðgang að starfinu. Dæmi um það eru rokkbúðirnar sem við héldum í Grænlandi og Færeyjum í fyrsta skiptið nú í sumar, í tilefni af 5 ára afmæli Stelpur rokka!, og gekk ótrúlega vel. Í ár var hins vegar ákveðið að taka skrefið lengra og stofna sérstök samtök fyrir Norðurland og hafa meira sjálfbæra starfsemi. Einnig að nýta allar þær flottu tónlistar- konur sem eru á svæðinu, en hingað til hefur þekkingin á rokkbúðahaldinu mestmegnis verið fyrir sunnan. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir hefur verið okkar manneskja í Skagafirði og hjálpað okkur að ná til stúlkna og transkrakka þar,“ útskýrir Anna Sæunn. Rokkbúðirnar verða haldnar í Ungmennahúsinu Rósenborg á Akureyri, en það er pláss fyrir allt að 20 krakka, tónleikarnir verða líka haldnir í salnum þar á 4. hæð á föstudeginum 22. júlí kl 17:00. „Aðstaðan í Rósenborg er til fyrirmyndar en í sumar höfum við einmitt haldið rokkbúðir fyrir konur og kynsegin einstaklinga þar sem gekk stórkostlega þegar þrjú ný bönd stigu á stokk með frumsamin lög. Við erum einnig í samstarfi við Listasumar á Akureyri sem mun mögulega gefa þátttakendum frekari möguleika á að koma fram eftir búðirnar.“ Anna Sæunn segir hljóðfæri og allt sem til þarf fyrir vinnusmiðjur og tónleikana vera skaffað af samtökunum. „Ég hef verið svo heppin að vera með frábærar konur og fólk með mér sem hafa lánað hljóðfæri villt og galið, ásamt því sem Rósenborg hefur útvegað okkur mikið og Tónlistarskólinn á Akureyri hefur einnig hjálpað okkur. Það er stefna Stelpur rokka! og Stelpur rokka Norðurland að engum sé vísað frá vegna fjárskorts þegar kemur að starfinu, því eru viðmiðunar- þátttökugjöld en það eru alltaf niðurgreidd pláss í boði þar sem samtökin starfa ekki í hagnaðarskyni heldur eru rekin á styrkjum og frjálsum framlögum. Rokksumarbúða- starf sumarsins á Norðurlandi er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Vestra og Eystra ásamt Akureyrarstofu,“ segir Anna Sæunn að lokum. Stelpur rokka á Norðurlandi Rokksumarbúðir á Akureyri 18. - 22. júlí fyrir stúlkur og transkrakka UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir Frá Rokkbúðunum Stelpur rokka. „Viðtökurnar hafa verið frábærar“ Sauðárkróksbakarí opnar útibú í Varmahlíð Í júní opnaði Sauðárkróksbakarí útibú í húsnæði Arionbanka í Varmahlíð. Að sögn Róberts Óttarssonar, eiganda Sauðárkróksbakarís, hafa viðtökur verið frábærar, ekki síst hjá íbúum í Varmahlíð og nærsveitum. Hann segir aðdragandann hafa verið stuttan en helsti þröskuldurinn í veginum fyrir því að opna ennþá fyrr hafi verið að finna fólk til starfa. Þessi hugmynd hafði blundað með okkur nokkuð lengi en þarna gafst tækifæri segir Róbert, aðspurður um hvernig sú hugmynd hefði kviknað að opna útibú í Varmahlíð. Hann rifjar reyndar upp að á sínum tíma hafi verið útibú á Blönduósi og það ha gengið ágætlega, en þó verið ákveðið að loka því aftur. „Enda er eðlilegra að Sauðárkróksbakarí sé með útibú í Varmahlíð en á Blönduósi,“ segir hann og brosir. Eftir að Róbert hafði hug- leitt þessa hugmynd í dálítinn tíma hafði hann samband við forsvarsmenn Arionbanka. Hann var svo hættur að reikna með því að fá húsnæðið þegar hann fékk að vita það í lok apríl að hann gæti fengið leigt fram á haust og ákvað að slá til. „Ég dreif mig suður og keypti kæla og annað sem ég taldi vanta en átti líka ýmislegt úr búðinni hér á Króknum, enda stutt síðan hún var endurnýjuð.“ Róbert segir að það hafi í raun verið eina stóra hindrunin að finna starfsfólk til að standa vaktina í Varmahlíð. „Ég var búin að hringja í fólk sem að átti sér einskis ills von og biðja það að koma og vinna. En loksins fundum við flöt á þessu og nú er búið að púsla því saman,“ segir Róbert, en útibúið í Varmahlíð var opnað síðustu vikuna í júní. „Þetta er lúxusvandamál, það hafa allir nóg að gera og meira en það,“ bætir hann við. Leigusamningurinn við Arionbanka er til 30. sept- ember og segir Róbert boltann vera hjá þeim með framhaldið, hann sé tilbúinn að láta á þetta reyna áfram ef húsnæðið standi til boða. Viðtökur hafa verið afar góðar, ekki síst hjá íbúum í Varmahlíð og nær- sveitum. Útlendingarnir viti kannski ekki hvort þetta sé nýtt eða hafi alltaf verið en íslenskir ferðamenn þekki sumir Sauðárkróksbakarí. „Það kemur mér á óvart hvað þetta hefur gengið vel. Þetta hefur gengið vonum framar, enda frábært að vera við þjóðveg 1. Kaupfélagið er svo þarna við hliðina og ég held að þetta vinni vel saman,“ segir Róbert. Bakaríið í Varmahlíð er opið alla virka daga frá kl. 8 til 18, kl. 9-16 á laugardögum og 10-16 á sunnudögum. UMFJÖLLUN Kristín Sigurrós Einarsdóttir Kristrún Ósk Sigurðardóttir í útibúi Sauðárkróksbakarís sem opnað var í Varmahlíð í lok júní. MYND: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.