Feykir


Feykir - 20.07.2016, Page 8

Feykir - 20.07.2016, Page 8
8 28/2016 Svana Berglind Karlsdóttir / rödd Féll algjörlega fyrir Xanadu ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Svana Berglind Karlsdóttir svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Svana er af árgangi 72 sem hún líkir við rauðvín í eikartunnu – eldist semsagt nokkuð vel. Aðal hljóðfærið hennar er röddin en hún tók þó einnig 7. stig á píanó hjá Evu Snæbjarnar á sínum tíma. „Hljóðfærin eru því miður vanrækt síðustu árin eftir að ég fór í gullsmíðina og getan eftir því,“ segir Svana en aðspurð um helstu afrek á tónlistarsviðinu segir hún: „Afrek er stórt orð. En ætli ég sé ekki ánægðust með að hafa sungið ásamt Sopranos tríóinu mínu á nokkrum styrktartónleikum og þannig látið gott af mér leiða.“ Hvar ólstu upp/hverra manna? Dóttir Kristínar Guðjónsdóttur frá Selá á Skaga og Karls Hólm af Víknaættinni á Skaga. Systir Fanneyjar sjúkraþjálfara, Ingu ljósmóður og Guðjóns á Arnari-HU. Fædd og uppalin á Króknum, fyrstu árin á Sæmundargötunni en svo í Víðihlíðinni þar til ég fór að reyna að sigra heiminn. Hvaða lag varstu að hlusta á? Er stödd á sundlaugarbakka á Mallorca og í græjunum gellur Happy (Pharrell Williams) sennilega í tíunda skiptið í dag. Uppáhalds tón- listartímabil? Ég veit ég ætti að segja eitthvað gáfulegt og fágað eins og síðrómantíska tíma- bilið en ég verð bara að segja D.I.S.C.O. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dag- ana? Frönsk kaffi- húsatónlist. Það er eitthvað einstaklega sumarlegt við hana. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Þar var nú bara Gufan á alla daga svo að það var hækkað þegar síðasta lag fyrir fréttir, Haukur Morteins, harmónikkutónlist og svoleiðis klassík, var í útsendingunni. Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta platan sem ég eignaðist var Burt með reykinn sem gefin var út í tilefni af reyklausa deginum 1979 og innihélt 2 lög. Þessa gersemi fékk ég á tombólu og var harla ánægð með. Hvaða græjur varstu þá með? Ég hef nú sennilega hlustað á þetta á græjunum hans Guðjóns bróður sem hljóta að hafa verið Pioneer eða Marantz. Hver var fyrsta platan sem þú óskaðir þér í jólagjöf? Ó guð! Fyrsta platan sem ég féll algerlega fyrir var Xanadu sem var úr samnefndri kvikmynd. Þetta var skringileg samsuða af tónlist Electric Light Orchersta og Olivia Newton John sem hitti mig beint í hjartastað. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Sirka allt frystihúsa- tímabilið hans Bubba! Uppáhalds Júróvisjónlagið? Skeggjaða konan alla leið, Rise like a Phoenix. Alveg magnað lag sem hefði átt að vera í Bond mynd. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Think með Aretha Franklin. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Þrjár síðustu pianósónötur Schuberts. Þá yrði ég ljúf sem lamb allan daginn. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég færi til NY á Metropolitan óperuna þar sem Kristinn Sigmundsson syngi hlutverk Filippo konungs í Don Carlos og ég tæki mömmu með. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst kominn með bílprófið? Það ku hafa verið þeir nafnar Michael Jackson og George Michael en svo fengu drengirnir í Queen líka oft orðið. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Það er nú gömul saga og ný að sá tónlistarmaður sem ég hef alltaf litið mest upp til er Kristinn Sigmundsson. Þar mætast hæfileikar, vinnusemi, virðing fyrir viðfangsefninu, og svo náttúrulega þessi ótrúlegi sjarmi hans Kristins. Þessi aðdáun hefur nú varað í 37 ár og vex bara í hvert sinn sem ég hef tækifæri til að sjá og heyra hann. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Ég er svo mikil alæta á tónlist að það væri bara rugl að velja eina plötu. Svo er það líka misjafnt á hverjum degi hvort mig langar að hlusta á klassík, diskó, lyftutónlist, vinsældarlistann eða jazz svo að það er bara no comment á þessa spurningu. toppurinn Vinsælustu lögin á playlistanum hjá Svönu: Fix You COLDPLAY Ain´t No Sunshine BILL WITHERS Piano Man BILLY JOEL The Look of Love DIANA KRALL Feeling Good MICHAEL BUBLÉ Páll Óskar og Jón Jónsson meðal gesta Gærunnar Tónlistarhátíðin Gæran verður á sínum stað í ágúst Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin á Sauðárkróki 11.-13. ágúst. Undirbún- ingur er nú kominn í fullan gang en nokkur óvissa ríkti um afdrif hátíðarinnar vegna greiðsluþrots Loðskinns, en hátíðin hefur verið haldin í húsakynnum fyrirtækisins. Nú er hins vegar ljóst að hátíðin verður haldin þar, líkt og verið hefur frá upphafi. „Við höfum aðeins verið þetta á „hold“ vegna þessarar óvissu en nú höfum við fengið grænt ljós, sögðu þau Adam Smári Her- mannsson og Ásdís Þórhalls- dóttir, framkvæmdastjórar hátíðarinnar, þegar Feykir hitti þau að máli í síðustu viku. Segja þau það mikið gleðiefni, þar sem erfitt er að finna annað húsnæði á staðnum sem myndi henta þessum viðburði. Reið- höllin hefði helst komið til greina en hún verður upptekin umrædda helgi vegna Sveita- sælunnar 2016. Ásdís segir að nú sé undir- búningur komin í fullan gang og miðasala sé að hefjast á tix.is. „Við vildum ekki setja upp stóru seglin fyrr en við værum viss um hvernig þetta færi, en nú er allt komið á fullt,“ segir Adam Smári. Hann segist vonast eftir enn meiri aðsókn en í fyrra, sem var þó betri en árin þar á undan. „Það er bara grundvöllur fyrir því að gera tónlistarhátíð að hún stækki og því er númer eitt, tvö og þrjú að fólk mæti,“ segir Adam Smári og Ásdís bætir við að þau ætli að halda sama lága miðaverðinu, en líklega sé hvergi hægt að komast á jafn ódýra þriggja daga tónlistarhátíð. Páll Óskar á meðal gesta Gærunnar Eins og greint var frá á vefsíðu Feykis í síðustu viku mun Páll Óskar, sem kom fram á Gærunni í fyrra endurtaka leik- inn í ár. Á föstudagskvöldinu hitar hann upp fyrir Pallaball á Mælifell seinna um kvöldið og mun einnig halda barna- skemmtun á föstudeginum, enda mæltist hún vel fyrir í fyrra. Auk Páls Óskars eru Svenni Þór, Hlynur Ben ásamt hljóm- sveitinni Upplifun, Rythmatic – en sú hljómsveit er frá Ísafirði og varð í öðru sæti í Músík- tilraunum í ár, Aron Óskars, hljómsveitin Mosi Music, Contalgen Funeral, Nykur, Lilly og the Valley og Inferno meðal þeirra sem fram koma á Gærunni þetta árið. Komast mun færri að en vildu því alls koma 22 hljómsveitir fram en rúmlega 60 sóttu um. Adam Smári segir að einnig standi til að stækka sólóista- kvöldið, sem er á fimmtu- dagskvöldinu. „Jón Jónsson ætlar að loka því kvöldi. Hann hefur lengi langað að koma en var bara laus á fimmtudags- kvöldinu svo það varð niður- staðan.“ Aðrir sem fram koma á sólóistakvöldinu eru að vanda ungir og efnilegir tónlistarmenn en eitt af meginmarkmiðum Gærunnar er að gefa þeim tækifæri til að koma sér á framfæri. Að lokum vilja þau Adam Smári og Ásdís hvetja sjálf- boðaliða til hafa samband. Nú er lagerinn af gærum stærri en áður hefur verið og því meiri vinna að tæma húsið og ganga svo frá því aftur. Þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar geta snúið sér til Heiðu Skaptadóttur í síma 868 0002. Þá vilja þau hvetja hópa sem ætla að mæta til að hafa samband í gegnum netfangið gaeran@gaeran.is og fá afsláttartilboð. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Adam Hermannsson og Ásdís Þórhallsdóttir. MYND: KSE

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.