Feykir


Feykir - 31.08.2016, Page 1

Feykir - 31.08.2016, Page 1
„ BLS. 6–7 BLS. 8 Róbert Daníel Jónsson svarar Rabb-a-babbi „Stundum skín sól á hundsrass“ BLS. 9 Steinar Gunnarsson er með mörg járn í eldinum og hann er í opnuviðtali Feykis Rauði þráðurinn í gegnum lífið Inga Rut Ómarsdóttir frá Hvammstanga er penninn „Ertu týndur vinur?“ 32 TBL 31 ágúst 2016 36. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! 35 ára Leikskólanum Barnaborg á Hofsósi lokað tímabundið Myglusveppur og raki undir þaki leikskólans Það var tómlegt um að litast við leikskólann Barnaborg í dag. MYND: AUÐUR BJÖRK BIRGISDÓTTIR Undir lok síðustu viku kom í ljós að myglusveppur og raki hafa myndast undir þaki leikskólans Barnaborgar á Hofsósi. Óværan er í þeim mæli að ekki er talið forsvaranlegt að starfrækja leikskólann þar á meðan málið er skoðað nánar og vandinn leystur með öruggum hætti, að því er segir í fréttatilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fréttatilkynningunni kemur enn fremur fram að fræðslunefnd og Byggðarráð sveitarfélagsins hafi fundað um málið á sunnudag og ákveðið að loka byggingunni. Málið var kynnt á fundi starfmanna með formönnum nefndanna ásamt sveitarstjóra og fræðslustjóra á sunnudag og á fundi með foreldrum leikskólabarnanna á sunnudagskvöld. Þeim foreldrum sem geta og vilja nýta sér til bráðabirgða leikskólapláss á Hólum var boðið það, en jafnframt var þegar hafin leit að hentugu bráða- birgðahúsnæði fyrir leikskólann á Hof- sósi. „Ákveðnar lausnir eru í sjónmáli sem ekki er hægt að greina frá að svo stöddu. Reiknað er með að niðurstaða fáist á allra næstu dögum og í kjölfarið verður farið í nauðsynlegar aðgerðir svo leikskólinn geti opnað aftur hið fyrsta,“ segir í fréttatilkynningunni. Leysist vonandi sem fyrst „Það er þó ljóst að undirbúningur og flutningur mun taka einhvern tíma þannig að foreldrar þurfa að sýna biðlund og gera viðeigandi ráðstafanir vegna sinna barna. Ómögulegt er að segja hve langan tíma það tekur, en ljóst að það verður ekki í þessari viku og varla þeirri næstu heldur,“ segir loks í frétta- tilkynningunni. Vala Kristín Ófeigsdóttir, móðir tveggja af þeim tíu börnum sem eru í leikskólanum Barnaborg, sagði í samtali við Feyki að lokun leikskólans kæmi sér auðvitað illa þar sem flestir foreldranna væru útivinnandi. Þeim byðist þó að fara með börnin í leikskóla á Hólum meðan lokað er á Hofsósi, en það hentar ekki öllum. „Börnin eru á aldrinum 1-4 ára og foreldrar ekki hrifnir af þeirri hug- mynd að ferja þau í rútu.“ „Við höfum ekki orðið vör við ítrekuð veikindi eða neitt slíkt. Hér halda allir ró sinni og frumkvæðið að þessari rann- sókn á hugsanlegum myglusveppi kom frá sveitarfélaginu. Vonandi leysist þetta bara sem fyrst,“ sagði Vala Kristín. /KSE Leikskólinn Barnaborg

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.