Feykir - 21.04.2011, Síða 4
4 Feykir 16/2011
Feykir.is
Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171
smáAUGLÝSINGAR
Óskum eftir jörð til leigu
Ung fjölskylda óskar eftir jörð til leigu á Norðurlandi vestra
til að reka á tamingastöð.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband með tölvupósti
á netfangið jardarleiga@hotmail.com
Niðurstaðan
vonbrigði
-Ásmundur Einar hefur
notið víðtæks trausts og
verið einn ötulasti tals-
maður sjónarmiða VG á
Alþingi. Því er þessi
niðurstaða mikil vonbrigði.
Þrátt fyrir að maður sé
ósammála þessari
ákvörðun Ásmundar, ekki
síst í ljósi þeirra stóru mála
sem nú eru undir, er ekki
annað en hægt að virða
hana í ljósi þess sem hefur
gengið á og þeirrar óbil-
gjörnu framgöngu sem
Samfylkingin hefur komist
upp með í stjórnarsamstarf-
inu, segir Bjarni Jónsson
oddviti Vinstri grænna í
Skagafirði aðspurður um
afstöðu hans til úrsagnar
Ásmundar úr þingflokki VG.
Um viðbrögð sín vegna
útkomu kosninganna um
vantraust á ríkisstjórnina segir
Bjarni að hann sjái ekki að
staða ríkisstjórnarinnar eða
landsbyggðarinnar myndi
batna við að bæta við tveimur
einsmáls framsóknarkrötum
sem nú falbjóða sig fyrir lítið.
-Nær er að leita sátta og þjappa
aftur saman því fólki sem kosið
hefur verið til trúnaðarstarfa
fyrir VG og veita Samfylk-
ingunni meira aðhald í stjórn-
arsamstarfinu. Styrkur vinstri
ríkisstjórnarinnar felst ekki í
mannfjölda stjórnarliðsins
heldur sátt meðal þess um
grunngildi vinstrimanna og
sameiginlegar hugsjónir þeirra
sem að baki ríkisstjórninni
standa.
Er stjórnin starfhæf að þínu
mati með þennan tæpa meiri-
hluta þingmanna? -Það mun
koma í ljós á næstu vikum og
Norðurland vestra Kátir krakkar á Sauðárkróki
Mikil gleði
í kaffiboði í Árvistinni
Fimmtudaginn í síðustu viku
buðu börnin sem eftir skóla
dvelja í Árvist, foreldrum
sínum og systkinum að koma
og þiggja kaffi og smákökur.
Mikil eftirvænting er alltaf
hjá smáfólkinu þegar svona
kaffiboð eru á dagskrá enda er
vel mætt hjá þeim sem boðið
er.
Blaðamaður mætti og tók
tvær ungar stúlkur tali sem
dunduðu sér við að teikna á
meðan þær biðu eftir foreldr-
um sínum og lagði fyrir þær
nokkrar spurningar. Þetta voru
þær Rannveig og Hildur sem
eru 9 ára og þær voru mjög
samtaka í svörum svo ekki þarf
að aðgreina svörin mikið.
Er gaman í Árvistinni?
-Rosalega gaman.
Hvað eruð þið að gera?
–Við erum að teikna.
Hvað gerið þið oftast í Árvist
á daginn?
–Teikna.
Hvað eruð þið að teikna?
–Sprengju, sem springur
úr svona lítilli flösku.
(Blaðamanni sýndist flaskan
vera um hálft prósent af
þeirri teikningu sem sýndi
sprengjuáhrifin).
Eruð þið búnar að fá heim-
sókn í dag?
Nei, en Hildur er búin að fá
pabba sinn. –Mamma kemur
svo á eftir með littlu systir, segir
Hildur. –Pabbi minn kemur
klukkan hálf fjögur, segir
Rannveig og eftirvæntingin
leynir sér ekki í glaðlegu
andlitinu. –Kemur þetta
örugglega ekki í Feyki, spyr
Rannveig og blaðamaður segir
„jú, kannski“ og þá heyrist:
HÚRRA!
Margir gestir komu í heimsókn þennan dag..
Elísabet Gunnarsdóttir heimsótti Ólöfu dóttur sína og fékk kaffi og kökur.
Það var greinilegt að páskarnir voru að koma því minnst milljón páskaungar sem krakkarnir
höfðu búið til héngu í loftinu.
Hildur og Rannveig voru í góðu skapi þegar blaðamaður ræddi við þær.
Leiðrétting
Í síðasta Feyki slæddist meinleg villa í kynningu á matgæð-
ingunum Steingrími Ingvarssyni og Halldóru Gestsdóttur, en
þau voru sögð frá Litlu-Ásgeirsá.
Rétt er að þau búa á Litlu-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu.
Eru þau beðin afsökunar á þessum mistökum.
mánuðum hvort að okkur
Vinstri grænum tekst að skilja
ágreiningsmál að baki og fylkja
okkur saman að nýju um þau
grunngildi sem flokkurinn var
stofnaður á. Þar reynir á marga
að leita lausna þegar þörf er á
og veita þá forystu sem allir
geta fylgt sér um. Að sama
skapi þurfa aðrir þeir sem
kosnir hafa verið til trúnaðar-
starfa fyrir VG að leggja sig
betur fram um að leita mála-
miðlana í ágreiningsmálum og
þjappa aftur saman fólkinu á
bak við sig sem treystir engum
betur en VG til að leiða
endurreisnarstarfið eftir þau
ragnarök sem hrunflokkarnir
þrír; Framsókn, Sjálfstæðis-
flokkur og Samfylking leiddu
yfir okkur,segir Bjarni.
-Þó leiðir hafi skilið í bili hjá
þingmönnum VG vegna
ágreiningsmála bendi ég á að
þremenningarnir sem hafa
yfirgefið þingflokk VG eru enn
í Vinstri hreyfingunni grænt
framboð. Ég legg áherslu á að
enn er lag að leiða aftur saman
þá vösku sveit VG þingmanna
sem þjóðin kaus í síðustu
alþingiskosningum til að leiða
stjórn landsins.