Feykir


Feykir - 21.04.2011, Blaðsíða 10

Feykir - 21.04.2011, Blaðsíða 10
10 Feykir 16/2011 Brimdís Runólfsdóttir sér um förðun. Um myndatöku sér Björn Ingi Björnsson. Aðstöðu til myndatöku fékk Hulda hjá Brunavörnum Skagafjarðar og KS Eyri. Umsjón: Hulda Jónsdóttir Arionbanki gaf Huldu USB-lykla til að stelpurnar geti fengið myndir af sér. Tískuhúsið leggur til fatnað. LifsKúnst sér um hárgreiðslu.FeykisStúlkan Katrín Gunnarsdóttir FeykisStúlkan „Ég er á félagsfræði- sálfræðibraut, ég er dóttir Gunnars H. Guðmundssonar og Hrefnu Bjarnadóttur, kærastinn minn heitir Ingvar Björn Ingimundarson, ég á eina systur sem heitir Ásdís Gunnarsdóttir og einn hálfbróður sem heitir Haukur Gunnarsson. Áhugamál mín eru íþróttir, fjölskyldan og svo hef ég rosalega gaman að því að elda og baka :).“ Hulda Jónsdóttir mun á næstu vikum og mánuðum bjóða lesendum Feykis Feykisstúlkuna en Hulda hefur fengið fyrirtæki og einstaklinga til liðs við sig. Tilgangurinn, taka flottar myndir af flottum stelpum. FEYKIR SPYR FRÉTTA: Halldór Halldórsson, Biopol á Skagaströnd Stoltur af börnunum mínum „Það sem ber hæst til tíðinda hjá mér persónulega er hvað ég er stoltur af börnunum mínum. Þau standa sig öll frábærlega í námi í grunn- og tónlistar- skóla. Dóttirin, Guðrún Anna var t.d. meðal þeirra sem komust áfram í stærðfræðikeppni FNV sem mér finnst frábært. Góður grunnur í raungreinum er að mínu mati ákaflega mikilvægur fyrir áframhaldandi nám. Af vettvangi BioPol er allt gott að frétta. Mörg skemmtileg verkefni í gangi og í raun annasamasti tími ársins. Mannaráðningar, þátttaka í alþjóðlegu rannsóknaverk- efni, ferðalög, sjóferðir og skemmtileg samskipti við grásleppu- sjómenn um allt land er það sem gefur starfinu lit um þessar mundir. Sem sagt allt gott að frétta.“ FEYKIR SPYR FRÉTTA: Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Tjaldurinn, lóan og Jón Sig „Af Blönduósi er allt hið besta að frétta. Mannlífið á Blönduósi hefur sinn vana- gang. Vorboðarnir eru farnir að mæta í flokkum. Gæsirnar, Tjaldurinn, Lóan, selirnir í ósum Blöndu og Jón Sigurðsson með myndavélina. Verið er að gera sundlaugina klára fyrir páskana enda margir ferðamenn búnir að bóka sig á Blönduósi um páskana. Mikil eftirvænting er eftir hvernig ferða- mannasumarið á Blönduósi muni líta út. Ferðamannabókanir gefa góð fyrirheit með það. Ljóst er að margur Íslendingurinn ætla að leggja land undir fót í sumar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.