Feykir - 21.04.2011, Qupperneq 5
16/2011 Feykir 5
Íþróttafréttir Feykis ( MITT LIÐ )
Nafn: Kristinn T. Björgvinsson.
Heimili: Laugatún 5.
Starf: Húsasmíðameistari.
Hvert er uppáhaldsliðið þitt í
enska boltanum og af hverju?
Liverpool, maður þakkar það góðu
uppeldi.
Hvernig spáðir þú gengi
liðsins á tímabilinu? Bikar- og
Evrópumeistarar og svo tökum við
deildina eins og vanalega...
Ertu sáttur við stöðu liðsins í
dag? Mikið hefði verið gott að fá
þessa spurningu 2005, en nei, get
ekki sagt að þetta sé ásættanleg
staða í dag...
Hefur þú einhvern tímann lent í
deilum vegna aðdáunar þinnar
á umræddu liði? Já, já, það hefur
ekki allstaðar gengið vel uppeldið í
boltanum!!!!
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn
fyrr og síðar? Það mundi vera
kóngurinn sjálfur Robbie Fowler
(værum ekki í þessu basli í dag
með hann á toppnum).
Hefur þú farið á leik með liðinu
þínu? Já fór með góðum vinum á
Liverpool vs Sunderland korteri fyrir
hrun 2008.
Áttu einhvern hlut sem tengist
liðinu? Já, á einhverja búninga,
trefla, könnur og allskonar
smáhluti.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi
við liðið? Hefur ekki reynt á það
ennþá svo ég viti til...
Hefur þú einhvern tímann skipt
um uppáhalds félag? Halló það
má ekkert...
Uppáhalds málsháttur? Frestaðu
því ekki til morguns sem þú getur
frestað lengur...
Hvað gerðir þú við peningana sem
frúin í Hamborg gaf þér? Keypti
mér gjaldeyri sem margfaldaðist
í hruninu, eða nei það var bara
“hagstæða“ erlenda lánið mitt sem
fór þá leið.
Einhver góð saga úr boltanum?
Það var þegar ég spilaði með
Stólunum og við vorum að spila á
móti Víði í Garði. Við vorum búnir
að liggja á þeim og fá nokkur
horn, ég fór fram í þessum
hornspyrnum og var búinn
að ná flestum sköllunum
og allir „hárfínt“ yfir,
þá kallaði Siggi
Donna á mig og las
mér pistilinn eins
honum einum er
lagið „andskotinn
er þetta drengur
geturðu ekki skallað
boltann niður?“
Jú ég hélt það nú, og ekki leið
á löngu þangað til við fengum
annað horn og ég skunda fram
minnugur fyrirmæla þjálfarans
„að skalla niður“ og árangurinn
lét ekki á sér standa þar sem ég
stekk upp á markteig hæst allra og
skalla boltann af öllu afli “niður“.
Fjandans tuðran fór beint niður í
jörðina og hátt yfir markið!!! Þegar
ég leit til baka á Sigga hélt hann
um höfuðið og var á svipinn eins
og hann hefði einn átt að borga
ICESAVE... ákvað að ræða þessi
afrek mín ekkert frekar við hann.
Einhver góður hrekkur sem þú
hefur framkvæmt eða orðið fyrir?
Var farið frekar illa með mig um
daginn. Lét panta fyrir mig vörur úr
Ameríkuhreppi sem gekk ekki mjög
vel, alltaf tafir og svo kom ekki nema
helmingurinn af dótinu í byrjun. Ég
var orðinn frekar pirraður þegar
félagi minn sem pantaði þetta fyrir
mig hringir í mig og segir mér að
ég eigi að borga skatt, vörugjöld og
toll af öllu draslinu upp á einhverja
svimandi upphæð. Þar með var
mælirinn fullur hjá mér, skellti á
félagann og hringdi umsvifalaust
í tollinn og ætlaði heldur að segja
þeim til syndanna... sem betur
fer var búið að loka í tollinum og
ég náði ekki sambandi. Félaginn
hringdi svo stuttu seinna og nánast
dó úr hlátri í símann þar sem hann
hafði verið að ljúga þessu!!!
Kiddi Túrbó. Hvaðan kemur Túrbó-
nafnið? Það hafa ansi margir spurt
að þessu en upphaflega kemur
þetta úr fótboltanum, mönnum
þótti ég oft á tíðum full “actívur“ við
mótherjann...
Spurning frá Elfu Sigurjóns. - Ef
þú mættir velja einn leikmann úr
Arsenal til að ganga til liðs við
Liverpool, hver myndi það vera?
Svar: Hlýtur að vera ykkar besti
maður, Lehmann... eða sennilega
Fabregas.
Hvern myndir þú vilja sjá svara
þessum spurningum? Friðrik
Ólafsson.
Hvaða spurningu viltu lauma að
viðkomandi? Ertu ekki sammála
því að þið hafið fengið
Torres á brunaútsölu í
janúarglugganum?
Ekki að ég sé að
kvarta... maður er
alltaf feginn að fá
eitthvað fyrir svona
útbrunnar stjörnur.
Sauðárkrókur
Tindastóll og N1 gera
með sér samkomulag
N1 og aðalstjórn Tindastóls
hafa gert með sér samkomu-
lag um að N1 verður einn af
aðalstyrktaraðilum Tinda-
stóls.
N1 mun greiða mánaðar-
lega til Tindastóls auk þess
sem félagið fær 1 krónu af
hverjum keyptum lítra hjá
viðskiptavinum með kort frá
N1 og í hóp 414 sem er hópur
Tindastóls. Að auki fær fólk 5
krónu afslátt sem skiptist í 3
krónu afslátt á dæluverði og 2
krónur í formi punkta auk
ýmiskonar afsláttarkjara á
bíla- og rekstarvörum.
Gunnar Þór Gestsson
formaður Tindastóls sagði í
spjalli við Feyki: „Við munum
ganga í öll hús á Sauðárkróki
og bjóða viðskiptakortið. Þeir
sem fyrir eru geta sent póst á
n1@n1.is og skráð sig í hóp
414.“
Körfubolti
Dugnaðar-
forkur Þórs
Héraðsþing USVH
Mikill hugur í fólki
Það kom fram á þinginu
að stærsta verkefni héraðs-
sambandsins er framkvæmd
á Landsmóti UMFÍ 50+ sem
haldið verður á Hvammstanga
dagana 24.-26. júní í sumar.
Eins og áður verður stefnt að
því að góður hópur ungmenna
sæki unglingalandsmótið á
Egilsstöðum um verslunar-
mannahelgina.
Á þinginu var samþykkt
ný reglugerð fyrir styrktarsjóð
USVH og Húnaþings vestra
vegna afreksfólks og afreks-
efna. Eins voru samþykktar
nýjar reglur um úthlutun
styrkja til barna- og
unglingastarfs.
Að sögn Guðmunds
Hauks Sigurðssonar, for-
manns USVH, verður
upphæð styrkja með svipuðu
sniði en þeir voru hækkaðir
nokkuð í fyrra. Guðmundur
Haukur sagði fjárhaginn í
góðu horfi.
„Héraðssambandið veður
80 ára á þessu ári og
aðalafmælisveislan verður
þetta Landsmót UMFÍ 50+.
Það er annars hugur í fólki og
það verður nóg að gera næstu
tvo mánuðina í tengslum við
Landsmót UMFÍ 50+,“ sagði
Guðmundur Haukur.
Á héraðsþinginu í gær var
kosið um tvo stjórnarmenn,
varaformanninn Pétur Þröst
Baldursson og Reimar Mar-
teinsson, meðstjórnanda, og
voru þeir báðir endur-
kjörnir.
Myndir og texti: umfi.is
Króksarinn og fyrrum
leikmaður Tindastóls í
yngri flokkum félagsins,
Rakel Rós Ágústsdóttir,
þótti Dugnaðarforkur
ársins hjá Körfuknatt-
leiksdeild Þórs.
Rakel hefur spilað með
meistaraflokk Þórs í vetur. Þá
þótti Rakel Rós einnig hafa
sýnt mestar framfarir.
Feykir óskar Rakel inni-
lega til hamingju með verð-
skuldaðan árangur.
Geturðu ekki skallað
boltann niður???
Héraðsþing USVH var haldið í félagsheimilinu Víðihlíð í
síðustu viku. Þingstörf gengu vel fyrir sig og mikill hugur í
fólki fyrir starfinu. Sæmundur Runólfsson, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, og Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi
UMFÍ, sátu þingið. Sæmundur veitti Pétri Þresti
Baldurssyni, varaformanni USVH, starfsmerki UMFÍ.
Sæmundur Runólfsson (t.h.), framkvæmdastjóri UMFÍ, veitir Pétri Þresti starfsmerki UMFÍ.