Feykir


Feykir - 21.04.2011, Blaðsíða 6

Feykir - 21.04.2011, Blaðsíða 6
6 Feykir 16/2011 Sigfús Benediktsson eða Fúsi Ben eins og hann er kallaður hefur þrátt fyrir ungan aldur gert góða hluti í tónlist. Sólóplata, sigur í Músíktilraunum og ótal uppákomur. Þrátt fyrir þetta telur Fúsi sig ekki hafa afrekað nógu mikið miðað við 22 ára gamlan karlmann. Hann stefnir hátt og hefur opnað stúdíó á Sauðárkróki enda telur hann sig hafa meiri möguleika á þannig rekstri úti á landi heldur en í borginni. Feykir spjallaði við Fúsa um lífið, tilveruna og tónlistina sem á hug hans allan. Fúsi, er þessi rólega týpa, fer ekki hratt né hefur hátt en nær samt að vera eftirminnilegur í huga þeirra sem hann hitta. Við eigum stefnumót í stúdíói hans í gamla Tengilshúsinu á Sauðárkróki. Fúsi er nýlega vaknaður og við förum rólega af stað. Ég spyr hann hver Fúsi ben sé? „Hver er hann, tja, það er ekki gott að segja, lítill smástrákur úr smábæ úti á landi, ég veit það ekki,“ svarar Fúsi og hlær. „Viltu fá þetta eitthvað ítarlegra?“ spyr hann og ég játa hlæjandi. „Ég er sonur Benedikts Agnarssonar frá Heiði í Gönguskörðum og Maríu Angantýsdóttur en móðir mín lést árið 2006. Ég er, bíddu ég þarf að reikna......ég verð 22 ára gamall í nóvember. Allof gamall. Mér finnst ég hrikalega gamall miðað við hvað ég á eftir að gera. Mér finnst ég ekkert hafa gert. Það er kannski bara rugl í mér en mér finnst að menn verði að vera búnir að afreka eitthvað stórkostlegt í tónlist þegar þeir verða tvítugir,“segir Fúsi. Þú hefur nú afrekað að koma með sólóplötu og sigra í Músíktilraunum það er nú eitthvað? „Jú, vissulega en ekki nóg,“svarar Fúsi og auðheyrt að þarna fer maður með metnað. Ég spyr hann því hvar hans metnaður fyrir tónlistinni liggi? „Sko, ég er akkúrat á kross- götum með það núna. Mig langar að rosalega að verða upptökustjóri og mennta mig sem slíkur en það sem samt eitthvað sem ég vil samt hafa sem hliðarbúgrein mest langar mig að semja mína eigin tónlist, eiga minn eigin sólóferil. „ Hvernig tónlist semur þú? „Ég hef verið mest í þessu svona svolítið dramatíska finn mig í þessu Sigurrósar-rokki sem er melódískt en hálf dapurlegt stundum. Síðan hef ég líka verið að semja á kassagítarinn og þá helst eitthvað svona fallegt. Ég er einhvern veginn meira fyrir svona melódíska tónlist ekki eitthvað pungsveitt rokk heldur þessa fallegu laglínu. Tónlist sem getur talað án þess að það sé söngur með henni. Tónlist sem hver og einn getur skilið á sinn hátt. Kannski vegna þess að ég syng ekki sjálfur. Alla vega ekki enn sem komið er.“ Þegar Fúsi samdi sólóplötu sína var hann að jafna sig eftir ótímabært andlát móður sinnar og segist hann hafa notað tónlistina að hluta til þess að vinna sig frá þeirri reynslu. „Þarna var ég einhleypur og slakur, kannski svolítið sorgmæddur, þá get ég samið svona tónlist. Ekki ef ég er of hamingjusamur eins og ég er í dag. Þá fæ ég svolitla stíflu tónlistarlega séð sem er ekkert alltof sniðugt,“ segir Fúsi sem er í sambúð Söru Rut Fannarsdóttur frá Skagaströnd. María heitin ,móðir Fúsa, hafði lengi glímt við erfið veikindi og fékk að lokum sjaldgæfan lungnasjúkdóm sem Fúsi segist ekki kunna að nefna. „Lungun voru orðin ónýt og hún var alveg í öndunarvél undir það síðasta. Ég var ekki nema 17 ára þegar þetta var og held að tónlistin hafi fleytt mér yfir þessa reynslu,“ segir Fúsi sem samhliða því að vera í tónlist menntaði sig sem húsasmiður. „Ég fór alla leið í sveinspróf og var að vinna sem smiður á Borginni í þrjú eða fjögur ár. En mig langaði alltaf að fara á kaf í að vinna í tónlist og ákvað því að hætta í smíðunum og hella mér alveg út í tónlistina.“ Þú hefur ekkert hugleitt að flytja þá suður og reyna fyrir þér þar? „Nei, ég held, og ég veit að það eru margir ósammála mér, að það séu meiri tækifæri fyrir mig hér tónlistarlega séð heldur en fyrir sunnan. Fyrir sunnan eru örugglega 300 svona lítil stúdíó eins og mitt og af hverju ætti þá einhver að koma til þín? Síðan finnst mér Reykjavík bara ekkert sniðug. Bara stress og vesen. Það er reyndar miklu meira tónlistarlíf þar og ef ég ætlaði bara að vera tónlitarmaður og lifa á því þá hefði ég örugglega farið til Reykjavíkur. En það var eitthvað sem hélt mér hér, held að mér finnist bara betra að vera hérna heima hér er ekkert stress og ekkert kjaftæði“ Ertu þessi rólega týpa? „Já, ég er frekar rólegur í tíðinni, held að það borgi sig,“ svarar Fúsi. Sara, kærastan hans Fúsa er líka í tónlistinni en hún spilar á harmonikku auk þess að syngja. „Við tökum annað slagið saman eitthvað gigg, þar sem hún syngur og ég spila á gítar. Þá erum við að syngja eitthvað gamalt og fallegt. Við stefnum á að taka rúnt í sumar og spila fyrir fólk,“ segir Fúsi og ég spyr hann hvað hann eigi við með einhverju gömlu og fallegu. „Það eru lög eins og Við gengum tvö og lögin hennar Bergþóru Árnadóttur. Þessi stíll, þessi fallegu klassísku lög eru að verða útdauð. Mig langar til að endurvekja þau. Ég er mikið fyrir þetta gamla dót og finnst tónlistin eins og hún er í dag orðin svo þreytt. Menn setjast bara við tölvu og búa til fjóra hljóma og syngja yfir þá, í gamla daga var svo mikill hljómagangur og mikið að gerast í tónlistinni. Menn fóru alla leið í tónlistinni í denn með sinfóníu, kontrabassa og allan pakkann,“ segir Fúsi og greinilegt að hann hefði verið til í að upplifa þessa tíma. En á hvað skildi svona gömul sál hlusta Eldist um 20 ár á hverju ári Sigfús Benediktsson í Feykisviðtali

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.