Feykir


Feykir - 21.04.2011, Qupperneq 8

Feykir - 21.04.2011, Qupperneq 8
8 Feykir 16/2011 Í fínu formi 10 vikna hlaupapró- gramm fyrir byrjendur Senn líður að sumri og þá fer fólk oftar en ekki að huga að því að koma sér í betra líkamlegt form. Mörgum hrýs hugur við að byrja og fræg frestunarárátta tekur völdin enda algengur misskilningur að ekki sé hægt að byrja að fara út að hlaupa nema að slátra svo sem eins og fimm km. Feykir hafði samband við Árna Stefánsson á Sauðárkróki og fékk nokkur góð ráð til handa þeim sem alltaf eru á leiðinni. Nokkrar ráðleggingar fyrir byrjendur: Skór: Mikilvægasti útbúnaður hvers hlaupara eru skórnir. Góðir skór eru forvörn gegn meiðslum. Gott er að leita ráða hjá fagmönnum sem gefa ráð varðandi hvaða skór henta þínum hlaupastíl og eða fótagerð. Gott er að bera vaselín eða aðra feiti á fæturna áður en farið er í nýja skó eða ef á að hlaupa langt. Álag: Farið varlega af stað og aukið álagið smám saman. Gott er að ganga áður en farið er að hlaupa. Miðið álagið við aldur og líkamlegt ástand eins og það er í dag en ekki eins og það var í þá gömlu góðu daga. Hvíld: Oft er nauðsynlegt að hvíla. Annað hvort að hvíla alveg eða breyta álaginu t.d. að synda í staðin fyrir göngu eða skokk. Hafa ber í huga að í hvíldinni verður endurheimt á orku sem skilar okkur síðan hressari til frekari átaka. Stöðugleiki: Til að ná árangri er nauðsynlegt að hafa stöðuleika í æfingum. Tvisvar til þrisvar í viku er gott til að byrja með. Munið bara að reglulega æfingar skila meiri árangri. Þolinmæði: Verið þolinmóð. Framfarir eru ekki alltaf stöðugar. Árangur erfiðisins kemur hins vegar fram um síðir. Hlaupaleiðir: Veljið hlaupa- leiðir með tilliti til öryggis og fjölbreytileika. Ekki er æskilegt að skokka alltaf á hörðu undirlagi. Reynið þess vegna að nota stíga þar sem það er hægt. Á Sauðárkróki er það í kringum Sauðárgil og í Sauðárhlíðinni. Fjaran er líka æskileg. Þá er gott að finna félaga en það skapar manni aðhald. Meiðsli: Hlustið á líkamann. Ef þið finnið fyrir óeðlilegum og viðvarandi eymslum leitið þá til þeirra sem geta gefið ykkur góð ráð. Einfaldar ráðleggingar eða meðferðir geta gjörbreytt ástandinu. Teygjur: Æskilegt er að gera teygjuæfingar reglulega. Oftast eru þær gerðar að lokinni æfingu. Einnig er gott að teygja aðeins að lokinni léttri upphitun. Teygjur auka liðleika og hreyfigetu líkamans. Takmark: Besta leiðin til þess að ná árangri er að setja sér markmið. Hafðu það raunhæft, ekki of létt og ekki of erfitt. En mundu að kapp er best með forsjá. Klæðnaður: Best er að klæða sig eftir aðstæðum og veðri. Vera í léttum og þægilegum fötum sem hindra ekki hreyfingar. Munið að ef ykkur er heitt þegar þið leggið af ( ÁSKORENDAPENNINN ) Hraði nútímans er ógnvænlegur. Maður hefur á tilfinningunni að maður sitji um borð í rússíbana sem gerir ekkert annað en herða á sér og ekki hægt að komast frá borði. Allir eru alltaf að flýta sér, og allt þarf að gerast helst í gær. Það sem maður ætlar sér á einum degi rúmast engan veginn fyrir á þeim 24 tímum sem eru í sólahringnum, og áður en maður veit af eru dagarnir- vikurnar – mánuðirnir og jafnvel árin liðin. Þegar börnin biðja mann um að spila, leika eða gera eitthvað með sér, hversu oft hefur maður þá ekki sagt: Kannski á eftir, bráðum, seinna, þegar ég er búin að... og loksins ef maður er einhvern tímann "búin að“ þá er það kannski orðið of seint, börnin orðin fullorðin eða staðan í lífinu orðin einhver allt önnur. Við megum ekki vanmeta það sem máli skiptir, og þegar upp er staðið held ég að það verði minningar um skemmtilegar samverustundir sem ylja manni seinna meir, frekar en að hafa náð að eignast stærri flatskjá eða nýrra sófasett. Það þarf ekki alltaf merkilegan atburð til að brjóta upp hið daglega mynstur. Skagafjörður hefur margt að bjóða, fullt af skemmtilegum stöðum sem hægt er að skoða. Það er ekki alltaf nauðsynlegt að keyra langar leiðir og oft leitar maður langt yfir skammt þegar ætlunin er að gera eitthvað skemmtilegt. Ef farið er í frí gerir maður oftar en ekki þau mistök að ætla sér allt of mikið þannig að í fríinu verður alveg sami þeytingurinn og venjulega. Ég held að við ættum að reyna að vinda aðeins ofan af stressinu, hafa gaman saman, og umfram allt að njóta lífsins meðan hægt er. Því eins og við vitum þá á enginn morgundaginn. - - - - - Ég ætla að skora á Helgu Þórðardóttur á Mælisfellsá að taka við pennanum frá mér. Valgerður Inga Kjartansdóttir skrifar úr Lýdó Það uppsker hver eins og hann sáir stað þá er hætta á að ykkur verði alltof heitt áður en yfir líkur. Gott er að velja sér hlaupafatnað í áberandi lit svo við sjáumst í umferðinni. Notið endurskinsmerki/vesti ef hlaupið er í rökkri eða myrkri og fyrir alla muni gangið/ skokkið á móti umferðinni þ.e. á vinstri vegarhelmingi. Árni vill að lokum koma því á framfæri að þeir sem búa á Sauðárkróki geta mætt við sundlaugina á laugardögum klukkan 10 og hlaupið með skokkhópnum. Þar er boðið upp á vegalengdir við allra hæfi og ekkert kostar að hlaupa með á laugardögum. Að lokum er hér lauflétt prógramm sem á 10 vikum ætti að skila ykkur góðum árangri. VIKA 1 Hlaupa 2 mín og ganga 4 mín, endurtaka 5 sinnum. VIKA 2 Hlaupa 3 mín ganga 3 mín, endurtaka 5 sinnum. VIKA 3 Hlaupa 5 mín ganga 2,5 mín, endurtaka 4 sinnum. VIKA 4 Hlaupa 7 mín ganga 3 mín, endurtaka 3 sinnum. VIKA 5 Hlaupa 8 mín ganga 2 mín, endurtaka 3 sinnum. VIKA 6 Hlaupa 9 mín síðan ganga 2 mín, endurtaka 2 sinnum og síðan að hlaupa 8 mín. VIKA 7 Hlaupa 9 mín og ganga 1 mín, endurtaka 3 sinnum. VIKA 8 Hlaupa 13 mín og ganga 2 mín, endurtaka 2 sinnum. VIKA 9 Hlaupa 14 mín og ganga 1 mín, endurtaka 2 sinnum. VIKA 10 Til hamingju nú átt þú að geta hlaupið í 30 mínútur. Gangi ykkur vel! Lauflétt 10 vikna prógram m Það er gaman að hlaupa!

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.