Feykir


Feykir - 21.02.2013, Blaðsíða 1

Feykir - 21.02.2013, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 10 Sigríður Tryggvadóttir frá Hvammstanga heldur um áskorendapennann Þorrablótin BLS. 9 Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse í opnuviðtali Feykis Mikill Íslendingur í mér Vinaliðar í Skagafirði Fyrsti íslenski vinaliðahópurinn útskrifaður Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 07 TBL 21. febrúar 2013 33. árgangur : Stofnað 1981 Sóldís með tónleika í Miðgarði Konur – til hamingju með konudaginn! Konudagurinn, fyrsti dagur Góu, er á næsta leiti eða nánar tiltekið nk. sunnudag. Þennan dag hafa eiginmenn reynt að gleðja konur sínar, oftast með góðum árangri, með velgjörðum og góðum gjöfum. Góunni er ætíð fagnað enda kemur hún með aukna birtu eftir svart skammdegið og minnir á að stutt er í vorið. Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði ætlar að blása til tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði og syngja til heiðurs konum á konudaginn. Þema tónleikanna er að sjálfsögðu konur og lögin og eða textar eru flestir eftir konur sem og útsetningar laganna. Í kórnum eru um fjörtíu konur, flestar í Skagafirði en einhverjar koma úr Húnavatnssýslunni. Söngstjóri er Sólveig S. Einarsdóttir, Rögnvaldur Valbergsson leikur undir og einsöng syngur Ólöf Ólafsdóttir. /PF S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Sex framúrskarandi fyrirtæki Norðurland vestra Creditinfo hefur undanfarin ár birt lista sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins m.v. ýmsar lykiltölur og breytur. Eftir ítarlega greiningu fá 358 fyrirtæki þann styrk í mælingunum að verðskulda viðurkenninguna „Framúrskarandi fyrirtæki“. Sex þeirra eru á Norðurlandi vestra. Á heimasíðu Creditinfo segir: -Að mati Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtist í stöðugleika í rekstri fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára. Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds- og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi sem standast ýmsar efnahagssveiflur. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Canon EOS 650D Hágæða EOS myndavél og fyrsti valkostur fyrir þá sem vilja taka þátt í EOS ævintýri Canon. 18 megapixla myndflaga sem er frábær fyrir bæði ljósmyndir og vídeó. V E R Ð F R Á K R . 149.900 Þau fyrirtæki á Norðurlandi vestra sem fengu viðurkenninguna eru: Fisk Seafood, Kaupfélag Skagfirðinga, Steinull, Tengill og Vörumiðlun á Sauðárkróki og Kaupfélag Vestur Húnvetninga á Hvammstanga. Meðal upplýsinga sem lagðar eru til grundvallar á mati Creditinfo er að fyrirtæki sýni jákvæðan rekstrar- hagnað þrjú ár í röð og eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2009 – 2011 og þá þarf eigið fé að vera 20% eða meira, rekstrarárin 2009 til 2011 svo eitthvað sé nefnt. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.