Feykir - 21.02.2013, Blaðsíða 6
6 Feykir 07/2013
„Stór hluti íbúa Oahu eru frá
Japan en það má segja að þessi
litla eyja sé samansafn íbúa af
ólíkum uppruna, meirihlutinn
frá suðaustur Asíu en svo
einnig af kyrrahafseyjunum.
Sem Íslendingur hafði ég aldrei
spáð í mismunandi kynþáttum
fólks, hvernig fordómar hafa
áhrif á daglegt líf og fyrirfram
ákveðnar skoðanir eru mót-
aðar út frá því hvernig þú ert
á litinn eða hvaðan þú ert. Ég
var í raun algerlaga blind hvað
þetta varðaði og oft reitti það
mig til reiði að upplifa það
að fólk var fyrirfram búið að
ákveða hvernig ég var eða var
ekki, af því að ég var hvít,“
segir hún en bætir við að það
hafi engu að síður verið góð
og þroskandi upplifun að vera
í minnihlutahópi og þurfa að
sanna sig á þeim forsendum.
Eftir þriggja ára búsetu á
Oahu fluttu Guðmunda og
Nathan til Virginíu þar sem
Nathan fór í framhaldsnám.
Þaðan fluttu þau til Colorado
og bjuggu þar í þrjú ár áður en
þau settust að í San Antonio
í Texas, þar sem þau búa nú.
„Colorado er fallegt fylki og
fjöllin eitthvað sem orð fá ekki
lýst. Við höfum alltaf reynt
að ferðast um það svæði sem
við búum á hverju sinni og í
Colorado er svo sannarlega
margt að sjá. Skíðasvæðin
eru auðvitað á heimsklassa en
svo er líka margt sem minnir
á Ísland eins og heitar laugar
á ólíklegustu stöðum,“ segir
Guðmunda.
Hún viðurkennir að hún hafi
ekki verið sérstaklega spennt
þegar Nathan sagði henni að
þau væru á leið til Texas en
segir að sem betur fer voru
hugmyndir hennar um syðsta
hluta þessa stóra fylkis rangar.
„Við búum um 200 kílómetra
frá landamærunum við Mexíkó
og þar af leiðandi eru áhrifin
hér frá suður Ameríku mikil.
Matarmenningin er skemmtileg
og í bland við hina einu sönnu
Texas kúrekamenningu þá er
San Antonio borg sem iðar af lífi
Guðmunda býr í borginni San Antonio í Texas, í Bandaríkjunum, ásamt eiginmanni sínum
Nathan Richard Stackhouse og börnum þeirra fjórum; Ísold Önnu 8 ára, Finni Birni 6 ára,
Hinriki Fróða 4 ára og Bríeti Völu 2 ára. Eiginmaður Guðmundu er í bandaríska hernum og
hafa þau hjónin búið á nokkrum stöðum frá því þau settust að í Bandaríkjunum árið 2002.
Blaðamaður Feykis spurði Guðmundu um lífið sem þau hafa skapað sér vestanhafs, hvernig
það er að búa í bandarísku samfélagi og draum þeirra um að setjast að á Íslandi einn daginn.
Mikill Íslendingur í mér
Guðmunda fæddist á Patreks-
firði í júní 1975 en það er
heimabær móður hennar
Sigríðar Guðmundsdóttur.
Faðir hennar heitir Björn
Jónsson og er Skagfirðingur.
Fjölskyldan flutti til Sauðár-
króks þegar Guðmunda var á
15. aldursári.
Guðmunda segist hafa
kynnst Nathani, sem er frá
bænum Xenia í Ohio, í gegnum
sameiginlegan vin í Reykjavík
haustið 2000. „Ég var þá í
námi við Háskóla Íslands
þar sem ég lærði Þjóðfræði.
Nathan hafði lengi haft áhuga
á Íslandi og kom það til af því
að stærðfræðikennari sem
kenndi honum í grunnskóla
hafði þjónað í hernum og
verið á Vellinum ásamt
fjölskyldu sinni í kringum
1980. Hann sagði krökkunum
reglulega sögur frá þessari
ævintýra eyju og varaði
strákana við því að á Íslandi
væri falleg stúlka á bak við
hvern stein, og það væri svo
sannarlega mikið af steinum
á Íslandi,“ segir Guðmunda
og hlær. Guðmunda og
Nathan giftu sig í júlí 2002 og
einungis viku eftir brúðkaupið
fluttu þau á aðra litla eldeyju,
eins og Guðmunda orðar
það, en í þetta sinn var það
Oahu, sem er hluti af Hawaii
eyjaklasanum í Kyrrahafi.
„Lífið á Hawaii er ljúft en
mannmergðin er einnig mikil.
Fyrst í stað leið okkur eins
og ferðamönnum, endalaust
eitthvað spennandi að gera,
en svo verður jafnvel Hawaii
hversdagslegt og hluti af
daglega lífinu er að kippa með
mat á einhverjum af mörgum
mörkuðunum og setjast niður
á strönd og fylgjast með
brimbrettaköppum spreyta
sig á öldunum, snorkla svo
í einhverri víkinni á meðal
skjaldbaka og marglitaðra
fiska,“ segir Guðmunda.
Hún tekur það fram að
þó svo að Hawaii sé hluti af
Bandaríkjunum þá hafi hún
ekki upplifað það þannig að
hún byggi í Bandaríkjunum.
Spjallað við Guðmundu Björnsdóttur Stackhouse frá Sauðárkróki
sem búsett er í Bandaríkjunum
VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir
Börnin í garðinum að skera út grasker. Bragðað á pönnsum í garðinum í Texas. Nathan með heimalagaðan hamborgarhrygg.