Feykir


Feykir - 04.04.2013, Page 2

Feykir - 04.04.2013, Page 2
2 Feykir 13/2013 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Skjálftahrina úti fyrir Norðurlandi Lýst yfir óvissustigi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Var þetta gert í samráði við vísindamenn, lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík samkvæmt fréttatilkynningu sem ríkislögreglustjóri sendi frá sér fyrir skömmu. Í fréttatilkynningu segir að óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. /BÞ Framhald af forsíðu undangengina ára, verður ekki haldið áfram óbreyttum rekstri. Til að tryggja rekstur stofnunarinnar þarf aukið fjármagn. Að sögn Hafsteins hefur velferðarráðherra tilkynnt það að hann vilji skoða leiðir til að tryggja rekstur stofnunarinnar í því formi sem hún er rekin núna. -Við fögnum því og treystum á að ráðherra finni lausn sem gerir okkur kleift að halda áfram starfi okkar í núverandi mynd. Ég tel að við séum komin verulega yfir þau mörk sem gerlegt er að hagræða með skynsamlegum hætti og þær aðgerðir sem við grípum til leiði allar til aukins kostnaðar fyrir heilbrigðiskerfið, samfélag okkar og íbúa Skagafjarðar, segir Hafsteinn. /PF LEIÐARI Þjóðarskömm Landlæknir telur það þjóðarskömm hvernig komið er fyrir heilbrigðisþjónustunni í landinu og þá sérstaklega á Landspítalanum sem er yfirfullur. „Leguplássum á lyflækningadeildum hefur fækkað um 16% frá 2008 og bráðainnlögnum fjölgað um 24% frá 2009. Afleiðingin er meðal annars sú að fólk liggur reglulega á göngum. Það er einfaldlega þjóðarskömm,“ segir hann í ritstjórnargrein í Læknablaðinu. Þetta eru skýr skilaboð til stjórnmálamanna sem nú hlusta á fólkið í landinu í aðdraganda kosninga að nýtt sjúkrahús væri kærkomið undir starfsemina. Athyglisverð þótti mér hugmynd Þorvalds Gylfasonar í sjónvarpsþætti á RÚV fyrr í vikunni þar sem þetta var rætt, en hann vildi fresta byggingu nýs sjúkrahúss. Sagðist hann frekar vilja færa heilbrigðisþjónustuna út til fólksins en ekki að hrúga sjúklingum á einn lítinn blett í miðbæ Reykjavíkur. Þarna gæti Þorvaldur hafa hitt naglann á höfuðið. Sjúkrahús eru staðsett víða á landinu og gætu sinnt einhverjum verkefnum sem yfirfylla Landspítalann. Þetta er allt spurning um skipulag og fjármagn. Á forsíðunni í dag er einmitt álíka tónn í forstjóra HS eins og landlækni, heilbrigðisþjónustan er í fjársvelti. Það sjá það allir að ekki gengur að reka stofnunina með tuga milljóna tapi ár eftir ár og ef ekki kemur til aukið fjármagn frá ríkinu þarf að skera niður í rekstri. Hvað fer þá? Skurðstofan er lokuð, fæðingarþjónustan er farin og má þá núna búast við að endurhæfingin fari? Viljum við það? Nei, það viljum við ekki enda hefur verið reiknað út að sparnaðurinn fyrir ríkið þegar á heildina er litið verður enginn, einungis um tilfærsla á peningum að ræða. Þetta verður að laga. Páll Friðriksson, ritstjóri Sönglög í Sæluviku Eyþór Ingi sérstakur gestur Nú fer að styttast í Sæluviku, lista- og menningarhátíð Skagfirðinga, og spennan magnast bæði hjá þátttakendum viðburðanna og hjá þeim sem þá sækja. Sönglög í Sæluviku er einn af þeim viðburðum sem er orðinn fastur liður í Sæluvikunni og ætlar enginn annar en júróvisjónfarinn Eyþór Ingi að stíga á svið í Menningarhúsinu Miðgarði áður en hann fer á stóra sviðið í Malmö þann 18. maí. Tónleikarnir verða haldnir í aðdraganda Sæluviku, föstu- daginn 26. apríl og auk Eyþórs Inga mun að venju fjöldi skagfirskra tónlistarmanna koma fram á tónleikunum. Má þar nefna Óskar Pétursson tenór, barnakór Varmahlíðar- skóla og fullt af ungu og hæfileikaríku fólki, eins og Einar Þorvaldsson, einn skipuleggj- andi tónleikanna, orðaði það. Forsala miða verður auglýst þegar nær dregur. /BÞ Takið dagana frá! Jákvæður viðsnúningur í rekstri sveitarfélagsins Hátíðir í Húnaþingi: Húnavaka og Eldur í Húnaþingi Skagafjörður Dagsetningar fyrir unglistahátíðina Eldur í Húnaþingi og fjölskylduhátíð Austur- Húnvetninga Húnavaka hafa verið niðurnegldar og voru tilkynntar nú á dögunum. Húnavaka verður haldin 19. – 22. júlí og er undirbún-ingur og framkvæmd hátíðar-innar í höndum Markvert ehf., líkt og í fyrra. Á heimasíðu Markvert kemur fram að dagskráin verður fjölbreytt og að þær nýjungar sem boðið var upp á í fyrra eins og grillið í gamla bænum og fyrirtækja- dagurinn, verða á sínum stað og bætt verulega í. Sem fyrr verður leitað til íbúa á svæðinu eftir hugmyndum og framlagi til dagskrár og má þá hafa samband við Markvert á net- fangið hunavaka@markvert.is. Eldur í Húnaþingi hefst á miðvikudeginum 24. júlí nk. og ljúka með dansleik laugar- dagskvöldið 27. júlí. Fljótlega verður safnað styrkjum fyrir hátíðina og má búast við að þá verði haft samband við fyrirtæki og félög.„Það eru því rétt rúmir fjórir mánuðir í gleðina og vissara að taka dagana frá,“ segir í frétt á Norðanátt.is. /BÞ Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær en hann samanstendur af upplýsingum um A hluta sveitarsjóðs og samantekin A og B hluta. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 428 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 176 millj. króna. Rekstrartekjur Sveitarfélags- ins Skagafjarðar námu á árinu 3.548 millj. króna af samstæð- unni í heild, A og B hluta. Þar af voru rekstrartekjur A hluta 3.098 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.120 millj. króna, þ.a. A hluti 2.922 millj. króna. Afskriftir eru samtals 136 millj. króna, þar af 69 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagns- gjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 180 millj. króna fjár- magnsgjöld umfram fjármuna- tekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2012 er 16,7 millj. króna en rekstrarniður- staða A hluta er neikvæð um 79 millj.króna. -Þetta eru jákvæð tíðindi og mikið gleðiefni fyrir sveitar- félagið að vera búin að ná að snúa við rekstri sveitarsjóðs og skila honum í plús, segir Stefán Vagn Stefánsson for- maður byggðarráðs. Hann bendir á að það hafi ekki gerst síðan 2007 og í raun annað skiptið frá stofnun sveitar- félagsins frá 2002 þegar ný reikningsskil tóku gildi. -Þannig að það er alveg ljóst að þessar hagræðingarað- gerðir sem sveitarstjórn stóð að á árinu 2012 og snéru að heildarendurskoðun á rekstri og uppstokkun á allri starfsemi sveitarfélagsins hafa skilað Eyþór Ingi. Mynd fengin af FB síðu Eyþórs. Ljóðasamkeppni meðal nemenda FNV Í minningu Geirlaugs Ljóðasamkeppni stendur nú yfir á meðal nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í tilefni af Geirlaugsminni sem haldið verður í minningu Geirlaugs Magnússonar skálds og kennara við FNV 1982-2004. Ljóðaformið er frjálst og skilafrestur er til mánudagsins 8. apríl. Á heimasíðu FNV kemur fram að hver nemandi getur sent inn eitt ljóð en við mat á gæðum ljóðanna hefur dómnefndin sérstaklega í huga frumleika í ljóðagerð og vald á íslenskri tungu. Verðlaun verða fyrir þrjú bestu ljóðin og verða þau afhent á Geirlaugsminni sem haldið verður fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00 á sal FNV. Dómnefndina skipa Benedikt S. Lafleur, bókaútgefandi og Guðbjörg Bjarnadóttir deild- arstjóri í íslensku við FNV. / BÞ þessum árangri og það ber að þakka starfsmönnum sveitar- félagsins sem stóðu með sveitarstjórn í þessum aðgerð- um. Þessi árangur hefði aldrei náðst án þeirra og með samstilltu átaki. /PF

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.