Feykir


Feykir - 18.07.2013, Blaðsíða 8

Feykir - 18.07.2013, Blaðsíða 8
8 Feykir 28/2013 Fjölsóttir viðburðir Það var kátt á hjalla á Syðstu- Grund og víðar í Blöndu- hlíðinni þegar hátíðin Listaflóð á vígaslóð var haldin um síðustu helgi. Frændurnir Sveinn Arnar Sæmundsson og Árni Geir Sigurðsson hófu hátíðina með hádegistónleikum í Miklabæjar- kirkju á föstudaginn. Um kvöldið var svo fjölmenn kvöldvaka í Kakalaskála þar sem draugasögur voru meginþemað í dagskránni en einnig voru fjöl- mörg tónlistaratriði og sérvitr- ingurinn Sölmundur mætti á svæðið. Á laugardaginn gafst svo kostur á að ganga frá Syðstu- Grund að Haugsnesi undir leiðsögn Sigurðar Hansen og voru margir sem nýttu sér það. Loks var fjölskylduskemmtun „Sunnan við garðinn hennar mömmu,“ en þar ríkti mikil stemming. Sölutjöld voru á staðnum, farið í leiki og hlustað á tónlistaratriði. Það er Grundar- hópurinn sem stendur að hátíðinni og nýtur m.a. styrks frá Menningarráði Norðurlands vestra. Myndasafn frá viðburðunum er að finna á Feykir.is. /KSE Listaflóð á vígaslóð ELMAR Baldursson HEIMIR HRAFN Garðarsson ÍSAK Sigurjónsson ÓLI Aadnegard EYSTEINN PÉTUR Lárusson HLYNUR RAFN Rafnsson HJÖRTUR ÞÓR Magnússon JAMES BÓAS Faulkner ÓMAR Eyjólfsson GUNNAR HELGI Guðjónsson INGIBERGUR KORT Sigurðsson INGIBJÖRN P. Gunnarsson FRIÐRIK MÁR Sigurðsson HÖRÐUR Gylfason JÓHANNES KÁRI Bragason REIMAR Marteinsson SIGURVIN DÚI Bjarkason BERGUR LÍNDAL Guðmundsson BJÖRGVIN KARL Gunnarsson BENJAMÍN FREYR Oddsson KRISTJÁN INGI Björnsson ARNÓR SMÁRI Birgisson DANÍEL INGI Sigþórsson HÁMUNDUR ÖRN Helgason INGVI RAFN Ingvarsson MAGNÚS Eðvaldsson ALBERT Jónsson ALBERT Jóhannsson SKÚLI HÚNN Hilmarsson -Aðdragandi að þátttöku liðsins var að reyna að búa til verkefni fyrir stráka sem hafa verið að koma upp úr yngri flokkum Kormáks. Þar sem fyrirséð var að ekki væri nægur mannskapur á Hvammstanga til að halda úti liði var hóað í nágrannana á Blönduósi til að styrkja og stækka hópinn, segir Reimar Marteinsson á Hvammstanga en Kormákur og Hvöt tefla fram sameiginlegu liði í 4. deild Íslandsmóts- ins í knattspyrnu þessa leiktíðina. Í hópinn bættust svo tveir fjallmyndarlegir piltar frá Sauðárkróki. Kormákur/Hvöt æfir að megninu til á Hvammstanga, en nokkrar æfingar hafa farið fram á Blönduósvelli. Heimavöllur liðsins er á Hvammstanga en leikinn verður einn leikur á Blönduósvelli, mun hann fara fram á Húnavöku, á morgun föstudaginn 19. júlí. -Árangur sumarsins hefur aðeins látið á sér standa, en markmiðið er að vinna rest. Markmiðið er að liðið haldi áfram í deild um komandi ár og verði þannig tækifæri fyrir unga leikmenn sem eru að komu upp úr yngri flokkum félaganna, til að halda áfram knattspyrnuiðkun, segir Marteinn sem hvetur alla til að mæta á völlinn á morgun en leikurinn hefst kl. 20:00. /PF Leikmannakynning Kormákur/Hvöt Fyrsti fiskur sumarsins Þessi ungi piltur heitir Olaf Forberg (dóttursonur Jóns Árnasonar á Sauðárkróki). Hann var á veiðum í fjörunni niður við Ernuna þegar hann krækti í þennan sérkennilega fisk. Fiskurinn mun vera vogmær og er fyrsti fiskurinn sem Olaf veiðir í sumar. /KSE Olaf veiddi vogmær Þessi litla stúlka tók þátt í gönguferð á slóðir Haugsnesbardaga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.