Feykir


Feykir - 29.08.2013, Síða 3

Feykir - 29.08.2013, Síða 3
32/2013 Feykir 3 FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Sérfræðikomur í september FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir, 2. og 3. sept. Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir, 9. og 10. sept. Bjarki Karlsson, bæklunarlæknir, 23. - 26.sept. Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir, 30. sept. og 1. okt. Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is Eldgosa- og jarð- skorpukökur Það var margt að sjá og skoða í Nes listamiðstöð á Skagaströnd um síðustu helgi. Sýning sem nefnist “Rauði klefinn.” var opin alla helgina og lesið upp úr bók Paul Soulellis 530 about Skagaströnd sem er 530 blaðsíður og inniheldur sögur af fólki á staðnum. Á sunnudaginn var boðið í jarðfræðitengt og gómsætt eftirmiðdags-te. Gestum gafst kostur á að koma við í Höfðaskóla og baka sínar eigin hraunkökur. Í sameiningu bjuggu gestir til gómsætar jarðskorpu-, eldgosa-, og jarðmyndunar- kökur og nutu þeirra síðar um daginn yfir bolla af rjúkandi tei eða heitu kakói. Að sögn Melody Woodnutt, forstöðukonu Nes listamið- stöðvar, var mikið um að vera á sunnudaginn og margar frumlegar kökur litu dagsins ljós./KSE Nes listamiðstöð á Skagaströnd SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 2% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3,50% vextir. Hafið þið séð betri vexti? Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS INNLÁNSDEILD Nýttist um tuttugu ungmennum í sumar V.I.T. (Vinna, Íþróttir, Tómstundir) er átaksverkefni sem hefur verið í gangi um fjögurra ára skeið hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og lýtur að því að öll ungmenni á aldrinum 16-18 ára fái sumarstörf hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum, sem og nokkrum deildum sveitarfélagsins, í gegnum V.I.T. og gefur þeim þess vegna tækifæri á atvinnu í sumrin sem og reynslu á vinnumarkaði. Verkefnið er einstakt á landsvísu, að sögn Þorvaldar Gröndal, forstöðumanns Húss frítímans. „Það er alla vega ekki til annars staðar mér vitandi. Þessu var komið á hér, þar sem þennan aldurshóp vantaði smá aðhald, og hefur verið að virka mjög vel þessi árin en svipaður fjöldi sækir um á hverju ári.“ Í sumar hófu tuttugu og tvö ungmenni störf á vegum V.I.T.-verkefnisins og voru sautján sem unnu allt sumarið. „Sum þeirra fengu vinnu annars staðar þegar aðeins var liðið á sumarið, því að mörg þessara sumarstarfa eru tengd sumarleyfum og tilfallandi verkefnum og því eru menn oft ekki búnir að sjá hversu mikil þörfin er í mars eða apríl, þegar ungmennin byrja að sækja um. Þannig að losni störf annars staðar er þeim yfirleitt frjálst að stökkva á þá vinnu,“ sagði Þorvaldur í samtali við Feyki. /KSE V.I.T. verkefnið Þátttakendur í jarfræðitengdu eftirmiðdags-tei. Mynd: Nes listamiðstöð / Zoe Scoglio Sabinsky og kirkjubyggingin Endursýnt vegna fjölda áskorana Vegna fjölda áskorana var leikritið Sabinsky og kirkju- byggingin endursýnt í Hóladómkirkju sl. þriðjudagskvöld. Leikritið, sem er eftir Björgu Baldursdóttur grunn- skólakennara á Hólum, var samið og sett upp í tilefni af 250 ára afmæli Hóladómkirkju og fjallar á dramatískan hátt um byggingatíma kirkjunnar. Þekkt er sagan af þýska múraranum Sabinsky sem kom til landsins til að sjá um byggingu kirkjunnar, þar sem engin verkþekking á sviði múrsteinsbygginga var til staðar í landinu. Sabinsky eignaðist barn með vinnukonu á staðnum, sem aðeins lifði fáeina daga. Enn í dag má sjá leiði barnsins múrað í vegg þegar gengið er inn í kirkjuna. Tveir sögumenn, Agnar Gunnarsson og Magnús Ástvaldsson, leiða áhorfendur áfram í sögunni og fjórir leikarar glæða söguna lífi en það er María Gréta Ólafsdóttir sem leikstýrir. Var þessi sýning sú síðasta, en verkið var sýnt þrisvar á Hólahátíð. /PF & KSE Hólar í Hjaltadal.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.