Feykir


Feykir - 29.08.2013, Síða 4

Feykir - 29.08.2013, Síða 4
4 Feykir 32/2013 Mikil er eftirvæntingin á hverjum fimmtudegi eftir Sjónhorninu. Ef ekki er Sjónhorn vitum við ekki hvað við eigum af okkur að gera. Viðburðir sem eru á döfinni fara fram hjá okkur þegar Sjónhornið fer í frí. Á dögunum kom hingað hópur sem kallar sig Alþýðu- óperuna og var hér með sýningu á bráðskemmtilegri gaman- óperu, Ráðskonuríki. Aðstand- endur óperunnar ætluðu að stóla á póstþjónustuna og sendu frá sér dreifibréf og auglýsingu. Dreifibréfið komst því miður ekki til skila í öll hús, reyndar bara í sirka annað hvert hús og tilkynning um að pakkinn með auglýsingunum barst ekki á rétt- um tíma og fékkst ekki afgreidd- ur nema fyrir mikla eftirgrennsl- an á Póstinum. Við vitum það öll sem sækj- um tónleika hér í Skagafirði að þeir eru svo sem ekkert of vel sóttir (nema Heimir) og ekki er á bætandi að ef fólk ætlar sér að vera með viðburði, að ekki sé hægt að koma upplýsingum til skila nema með Sjónhorninu, sem aldrei bregst að bera út í hvert hús, en því miður fór í sumarfrí (og lái þeim það eng- inn). Póstþjónustan er eitthvað sem við viljum stóla á. Guðrún Jóhannsdóttir Víðihlíð 19, Sauðárkróki Hugleiðing um mikilvægi póstþjónustunnar FRÁ LESENDUM GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR SKRIFAR Aflahornið 18. -24. ágúst 2013 Rækja úr Barentshafi Í vikunni sem leið var landað 48 tonnum á Skagaströnd, tæpum níu tonnum á Hófsósi, 326 tonnum á Sauðárkróki og tæpum fimm tonnum á Hvammstanga. Green ice var með rækju úr Barentshafi fyrir Dögun, en Klakkur og Nökkvi voru með síðustu löndun á makríl. Klakkur fór út síðastliðinn mánudag til veiða og er væntanlegur til löndunar 2. september. /KSE Ásmundur SK-123 Landb lína 4.046 Hafdís SI-131 Handfæri 1.779 Þorgrímur SK-27 Landb.lína 3.011 Alls á Hofsósi 8.836 kg Green Ice NO-36 Rækjuvarpa 246.198 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 1.014 Klakkur SK-5 Flotvarpa 58.651 Nökkvi ÞH-27 Flotvarpa 20.475 Alls á Sauðárkróki: 326.338 kg SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Bjartur í Vík HU-122 Handfæri 685 Dúddi Gísla GK-48 Handfæri 10.719 Guðbjartur SH-45 Handfæri 7.726 Hafrún HU-12 Dragnót 11.263 Húni HU-62 Handfæri 2.538 Muggur KE-57 Handfæri 8.206 Sædís Bára GK-88 Handfæri 2.136 Sæfari HU-200 Handfæri 1.635 Víkingur KE-10 Handfæri 3.025 Alls á Skagaströnd: 47.933 Harpa HU-4 Dragnót 4.684 Alls á Hvammstanga: 4.684 Nýr og bættur Árskóli Starfsemi skólans undir eitt þak Fyrir um ári síðan hófust framkvæmdir við stækkun húsnæðis Árskóla við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki og sér nú loksins fyrir endann á þeim. Með stækkuninni kemst allt skólahald undir eitt þak með tilheyrandi hagræðingu fyrir starfsfólk skólans en einnig ætti rekstrarkostnaður fyrir sveitarfélagið að lækka þegar til lengri tíma er litið enda áætlað að gamli barnaskólinn verði ekki í reikningum sveitarfélagsins þegar fram líða stundir. Nú er skólastarfið hafið en skólinn var settur sl. þriðjudag eftir að athöfninni hafði verið frestað um nokkra daga meðan endasprettur iðnaðarmanna stóð yfir í húsnæðinu. Blaða- maður kíkti á nýtt og breytt húsnæði með Óskari G. Björnssyni skólastjóra sl. mánudag en þá var matsalurinn nýi vígður er starfsfólki skólans, iðnaðar- og tæknimönnum sem komið hafa að verkefninu sem og fólki frá Sveitarfélaginu Skagafirði var boðið í kaffi. Með þessum áfanga færist öll starfsemi skólans undir eitt þak og u.þ.b. 120 nemendur og 20 starfsmenn munu flytja sig í nýtt starfsumhverfi þar sem meginhluti húsnæðisins hefur verið endurnýjaður sem og skólalóðin. -Leiðarljósið er að bygg- ingin henti fyrir sveigjanlegt skólastarf og skóla framtíð- arinnar. Öll aðstaða nemenda og starfsfólks verður miklu betri, segir Óskar sem er afar sáttur við breytingar og hvernig til hefur tekist. Hann vonast þó til þess að haldið verði áfram með lokaáfangann og skólinn verði þá fullbúinn með verk- greinastofum, tónlistarskóla, hátíðarsal og skólavistun. En það verður líklega að bíða um sinn. Óskar segir erfitt að benda á hvort eitt sé mikilvægara en annað í framkvæmdinni eða hver mesta breytingin að hans mati muni verða. Allt sé þetta mikilvægt starfinu. -Umferðarmálin við skól- ann hafa verið endurskipu- lögð, skólalóðin verður girt og mikið endurbætt. Yngsta stigið fær rúmgóðar kennslustofur með nýjum húsgögnum. Að- staða unglingastigsins verður allt önnur, bæði kennslurými og aðstaða í frímínútum. Við fáum nýtt eldhús og rúmgóðan matsal. Vinnuaðstaða starfs- manna hefur verið stórbætt. Síðast en ekki síst fáum við loksins fullbúið skólasafn sem mun breyta miklu í skóla- starfinu, segir Óskar. Nýju skólastofurnar eru staðsettar á þaki búningsklefa íþróttahússins og hefur vinnuheiti hinnar nýju álmu verið í-álma. Óskar segir að það hafi þótt óþjált í munni, t.d. að fara að kenna í í-álmu en þá kom ágætis lausn úr góðri átt, segir Óskar. -Sigurður Jónsson kom með þá tillögu að þar sem álman væri byggð á þaki eða þekju, því væri tilvalið að nýja álma væri nefnd Þekja. Og þeir sem ynnu þar væru úti á Þekju í jákvæðum skilningi þess orðs. Árvistin sem rekinn er í tengslum við Árskóla hefur búið við þröngan kost undanfarin ár í húsi sem staðsett er á skólalóð við Freyjugötu. Árvistin er ætluð börnum í 1. - 3. bekk en þar geta foreldrar komið börnum sínum í vistun utan skólatíma og hefur verið mikið notuð. Stefnt er að því að flytja starfsemi Árvistar í gömlu félagsmiðstöðina í skólahúsinu við Skagfirðingabraut í haust. Tímasetning er óákveðin en þangað til verður starfsemin á sama stað og áður. Óskar er þakklátur öllum þeim sem hafa gert þessa framkvæmd að veruleika og vill koma sérstökum þökkum til iðnaðarmannanna sem hafa unnið að byggingunni í góðri sátt við skólasamfélagið og fær bygginganefnd skólans þakkir fyrir metnað og dug frá Óskari. -Þá vona ég að þessi fram- kvæmd sé tákn um farsæla framtíð og metnaðarfulla sýn samfélags okkar í Skagafirði. /PF Óhætt er að segja að vel hafi tekist til við breytingar á Árskóla. Nýja álman hefur fengið nafnið Þekja og eru þeir sem þar starfa sagði „úti á þekju“ í jákvæðum skilningi. Úti á Þekju. Frá vinstri: Konráð Gíslason kennari, Óskar G. Björnsson skólastjóri, Ragnar Þ. Einars- son húsvörður, Bergmann Guðmundsson kennari, Ásta B. Pálmadóttir og Stefán Vagn Stefánson formaður byggðarráðs.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.