Landshagir - 01.11.2010, Page 82
Laun, tekjur og vinnumarkaður
LANDSHAGIR 2010 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2010
3
82
Regluleg laun á almennum
vinnumarkaði 334.000 krónur
Regluleg laun á almennum vinnumark
aði voru 334.000 krónur að meðaltali
árið 2009. Algengast var að regluleg laun
væru á bilinu 175.000 til 225.000 krónur
og var rúmlega fimmtungur launamanna
með laun á því bili. Regluleg laun full
vinnandi launþega voru 366.000 krónur
á mánuði að meðaltali. Regluleg heildar
laun voru 391.000 krónur að meðaltali og
heildarlaun voru 423.000 krónur. Greiddar
stundir voru að meðaltali 43,1 á viku.
Dreifing launa á almennum vinnumarkaði
hefur minnkað á milli ára en fjórðunga
stuðull heildarlauna var 2,8 árið 2009 og
hafði lækkað úr 3,3 frá fyrra ári. Á árinu
mátti einnig greina breytta samsetn
ingu vinnumarkaðar í gagnasafninu, til
dæmis dróst vægi byggingariðnaðar og
mannvirkja gerðar saman frá fyrra ári og
fór úr 14% í 8%.
Hlutfall starfandi aldrei mælst minna
Á árinu 2009 voru 180.900 á vinnumark
aði. Af þeim voru 167.800 starfandi
en 13.100 án vinnu og í atvinnuleit.
Atvinnuþátttaka mældist 80,9%, hlut
fall starfandi var 75,1% og atvinnuleysi
7,2%. Hlutfall starfandi hefur ekki mælst
minna en árið 2009 og atvinnuleysi ekki
verið meira frá því að reglulegar mælingar
Hagstofunnar hófust árið 1991. Á árunum
1991 til 2009 var atvinnuþátttaka og hlut
fall starfandi mest meðal þeirra sem hafa
lokið háskólaprófi en minnst meðal fólks
með grunnmenntun eingöngu.
Heildarvinnutími karla hefur dregist
saman úr 51,3 klukkustundum árið 1991 í
43,8 klukkustundir árið 2009 en vinnutími
kvenna hefur haldist tiltölulega stöðug
ur í kringum 35 klukkustundir. Hlutfall
kvenna í fullu starfi jókst frá árinu 1991
úr 51,6% í 63,1% árið 2009 en hlutfall karla
hefur verið í kringum 90%.
Heimilum sem fá greidda fjárhagsaðstoð fjölgar
Árið 2009 fengu 5.994 heimili fjárhags
aðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum
sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 965
(16,1%) frá árinu áður og um 1.714 (40%)
frá 2007. Fjölmennasti hópurinn árið
2009 sem fékk fjárhagsaðstoð var sem
fyrr einstæðir barnlausir karlar (42,2%
heimila) og einstæðar konur með börn
(29,3% heimila).
Á heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið
2009 bjuggu 10.427 einstaklingar eða 3,3%
þjóðarinnar, þar af voru 3.892 börn (17
ára og yngri) eða 4,8% barna á þeim aldri.
Árið 2007 bjuggu 7.997 einstaklingar eða
2,6% þjóðarinnar á slíkum heimilum, þar
af voru 3.284 börn eða 4,1% barna.