Landshagir - 01.11.2010, Page 267
LANDSHAGIR 2010 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2010 267
Hagstofa Íslands tekur saman upp
lýsingar um utanríkisverslun Íslands, þ.e.
útflutning og innflutning á vöru og þjón
ustu, og reiknar vöruskipti við útlönd
og þjónustujöfnuð sem eru mikilvægir
mælikvarðar á efnahagsþróun í landinu.
Upplýsingar um vöruviðskipti eru fengnar
úr tollskýrslum en upplýsingar um
þjónustu viðskipti koma frá fyrirtækjum
og úr gögnum um greiðslukortaviðskipti.
Afgangur á vöruskiptum við útlönd
í fyrsta skipti síðan 2002
Árið 2009 voru fluttar út vörur fyrir 500,9
milljarða króna (FOB) en inn fyrir 410,6
milljarða króna. Ríflega 90,3 milljarða
króna afgangur var því á vöruskiptum við
útlönd, í fyrsta skipti síðan 2002, en árið
2008 var halli sem nam 6,7 milljörðum
króna.
Hlutdeild iðnaðarvara hærra í útflutningi
en sjávarafurða annað árið í röð
Verðmæti vöruútflutnings jókst um
7,3% frá fyrra ári á verðlagi hvors árs en
vöruinnflutningur dróst saman um 13,3%.
Sjávarafurðir voru 41,7% alls útflutnings,
í annað sinn í röð með minni hlutdeild
en iðnaðarvörur, 48,6%. Þar munar mest
um mikla aukningu í stóriðju á síðustu
árum, en ál var 34,1% af heildarútflutningi
árið 2009. Stærstu vöruflokkar innflutn
ings voru hrá og rekstrarvörur með 31,4%
hlutdeild, fjárfestingarvörur með 21,1%
og neysluvörur aðrar en mat og drykkjar
vörur með 15,5% hlutdeild.
Mest flutt inn frá Noregi
Evrópska efnahagssvæðið var stærsta
markaðssvæði Íslendinga árið 2009 hvað
varðar vöruviðskipti en þangað fóru
83,5% af öllum vöruútflutningi árið 2009.
Hlutdeild ríkja í Evrópska efnahagssvæð
inu (EES) hefur aukist frá árinu 2005 en
þá var hún 77,3%. Hins vegar komu 64,8%
af vöruinnflutningi frá EES árin 2007–
2009 en 69,3% árið 2005. Á sama tímabili
drógust vöruskipti við Bandaríkin og
Japan saman. Íslendingar fluttu mest út af
vörum til Hollands en vöruinnflutningur
var mestur frá Noregi.
14UtanríkisverslunExternal trade