Landshagir - 01.11.2010, Page 317
LANDSHAGIR 2010 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2010 317
Hagtölur um heilbrigðismál og félags
vernd eru unnar úr gögnum frá ýmsum
stofnunum, heilbrigðisráðuneytinu,
félags og tryggingamálaráðuneytinu,
svo og frá sveitarfélögum. Hagstofan
tekur saman upplýsingar um útgjöld
til heilbrigðis mála samkvæmt uppgjöri
þjóðhags reikninga, en auk þess eru útgjöld
til félagsverndar reiknuð samkvæmt
NOSOSKO/ESSPROSflokkunarkerfinu.
Útgjöld til félagsverndar
Útgjöld til félagsverndar 2008 námu 325,6
milljörðum króna eða 22,1% af lands
framleiðslu. Til samanburðar námu þessi
útgjöld 21,6% af landsframleiðslu 2007
og 21,1% 2006. Um 40% af útgjöldum til
félagsverndar árið 2008 voru vegna slysa
og veikinda (heilbrigðismála). Til verk
efna vegna öldrunar fóru rúmlega 22%
útgjaldanna. Þá vega útgjöld vegna örorku
og fötlun ar og sömuleiðis fjölskyldna og
barna þungt, en ríflega 13% útgjaldanna
runnu til hvors verkefnasviðs.
Vistrýmum fyrir aldraða fækkar
Í desember 2009 voru 3.369 vistrými fyrir
aldraða hér á landi. Af þeim voru 2.315
hjúkrunarrými á dvalar og hjúkrunar
heimilum, 68,7% vistrýma. Dvalarrýmum
fækkaði um 45 og hjúkrunarrúmum
á sjúkrastofnunum fækkaði um 42
milli áranna 2008 og 2009. Liðlega
helming ur allra vistrýma aldraðra er á
höfuðborgarsvæðinu.
Rúmlega 3.000 manns bjuggu á stofnun
um með vistrými fyrir aldraða í desember
árið 2009, þar af voru tæp 64% konur.
Rúmlega 9% 67 ára og eldri bjuggu á
stofnun um fyrir aldraða í desember 2009
og tæplega 23% 80 ára og eldri.
Fleiri heimili fá fjárhagsaðstoð
Árið 2009 fengu 5.994 heimili fjárhags
aðstoð frá sveitarfélögum og hafði heimil
um sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um
965 (16,1%) frá árinu áður. Fjölmennustu
hópar þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð
árið 2009 voru sem fyrr einstæðir
barnlausir karlar (42,2% heimila) og
einstæðar konur með börn (29,3%
heimila).
Hjarta- og æðalyf algengustu lyfin en
söluverðmæti tauga- og geðlyfja mest
Á hverja 1.000 íbúa var mest selt af
hjarta og æðalyfjum árið 2009, en næst
mest af tauga og geðlyfjum. Sama ár
var söluverðmæti tauga og geðlyfja
mest, 7.139 milljónir króna, og því næst
krabbameinslyfja, 4.227 milljónir króna.
17Heilbrigðismál og félagsverndHealth and social protection