Landshagir - 01.11.2010, Page 445
LANDSHAGIR 2010 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2010 445
Alþjóðlegar hagtölur eru sóttar til
hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat),
Sameinuðu þjóðanna og Efnahags og
framfarastofnunarinnar (OECD). Birtar
eru tölur um mannfjölda, efnahagsmál,
útgjöld hins opinbera og vinnumarkað.
Tölunum er ætlað að varpa ljósi á stöðu
Íslands í alþjóðlegu samhengi.
Mannfjöldi í heiminum 6,7 milljarðar
Mannfjöldi í heiminum er um 6,7 millj
arðar. Fjölmennasta heimsálfan er Asía
en þar búa rúmlega fjórir milljarðar, um
60% jarðarbúa. Næstfjölmennasta heims
álfan er Afríka með um 14% af íbúum
jarðar og þriðja í röðinni er Evrópa með í
kringum 11%. Kína er fjölmennasta land
heims með um 1,3 milljarða íbúa, Indland í
öðru sæti með rúmlega 1,1 milljarð íbúa og
Bandaríkin í þriðja sæti með rúmlega 300
milljónir.
Verðbólga mest á Íslandi af OECD-ríkjunum
Verðbólga á Íslandi var 12,4% frá apríl
2008 til apríl 2009, en það er mesta
verðbólga í ríkjum OECD. Hlutfall starf
andi á aldrinum 15–64 ára í OECD
löndunum er hæst á Íslandi, 84,2%, en
lægst í Tyrklandi, 44,9%. Atvinnuleysi
var mest á Spáni (11,4%) innan OECD en
minnst í Noregi (2,5%). Atvinnuleysi á
Íslandi var þriðja minnsta meðal ríkja
OECD (3,0%).
Útgjöld hins opinbera til mennta stofnana
hæst á Íslandi af OECD-ríkjunum
Útgjöld hins opinbera til menntastofnana
er 7,2% af landsframleiðslu hér á landi, en
það er hæsta hlutfall innan OECDríkjanna
þar sem meðaltalið er 4,9%. Útgjöld hins
opinbera til heilbrigðismála eru einnig há
á Íslandi eða 7,7% af landsframleiðslu, en
meðaltal ríkja OECD er 6,4%. Íslendingar
verja 16,9% af landsframleiðslu til félags
mála en það er nokkuð lægra hlutfall en
víðast hvar í OECDríkjunum þar sem
meðaltalið er 20,6%.
23Alþjóðlegar hagtölurInternational statistics