Landshagir - 01.11.2011, Page 46
Mannfjöldi
LANDSHAGIR 2011 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2011
2
46
Dánartíðni var 6,4 látnir á hverja 1.000 íbúa
Árið 2010 létust 2.020 einstaklingar sem
búsettir voru á Íslandi, 1.065 karlar og 955
konur. Dánartíðni var 6,4 látnir á hverja
1.000 íbúa. Ungbarnadauði á Íslandi var
2,2 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum
árið 2010 en var 2,0 börn á árabilinu
2006–2010.
Árið 2010 gátu nýfæddir drengir vænst
þess að ná að meðaltali 79,5 ára aldri, en
stúlkur 83,5 ára aldri. Á fimm ára tímabili,
2006–2010, var meðalævi karla 79,4 ár en
kvenna 83,1 ár.
Íbúar landsins 433 þúsund árið 2060
Í mannfjöldaspá Hagstofunnar (miðspá)
er gert ráð fyrir að mannfjöldinn verði
433 þúsund í lok spátímabilsins 2060.
Samkvæmt lágspánni verður mannfjöld
inn 384 þúsund, en 491 þúsund samkvæmt
háspánni.
Aldursskipting landsmanna breytist mjög
á tímabilinu. Fjöldi þeirra sem eru 65 ára
og eldri eykst mjög í hlutfalli við fólk á
vinnualdri (20–64 ára), en yngra fólki
fækkar.
Hlutfall Percent
46,4–48,0
48,1–50,0
50,1–52,0
52,1–54,0
54,1–56,0
56,1–58,0
58,1–60,0
60,1–62,0
62,1–64,0
Mynd 2.1 Hlutfall karla eftir sveitarfélögum 1. janúar 2011
Figure 2.1 Percent of males by municipalities 1 January 2011