Landshagir - 01.11.2011, Page 81
LANDSHAGIR 2011 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2011 81
Vinnumarkaður
Hagstofa Íslands hefur rannsakað vinnu
markaðinn hér á landi frá árinu 1991.
Vinnumarkaðsrannsóknin gefur áreiðan
legar upplýsingar um stöðu fólks á vinnu
markaði, svo sem atvinnuþátttöku, fjölda
starfandi, atvinnuleysi og vinnutíma.
Laun
Útreikningar á launaþróun og launum
á almennum vinnumarkaði byggjast á
upplýsingum úr launarannsókn Hagstofu
Íslands. Launarannsóknin er byggð á
úrtaki fyrirtækja, sveitarfélaga og stofn
ana með tíu eða fleiri starfsmenn og er
gagna aflað mánaðarlega rafrænt fyrir
öll störf. Safnað er ýtarlegum upplýsing
um um laun, launakostnað, greiddar
stundir og ýmsa bakgrunnsþætti starfs
manna og launagreiðenda. Laun á
almennum vinnumarkaði ná yfir fimm
atvinnugreinar; iðnað, byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerð, verslun og ýmsa
viðgerðarþjónustu, samgöngur og flutn
inga og fjármálaþjónustu, lífeyrissjóði og
vátryggingar.
Vísitölur launa
Launavísitala er reiknuð samkvæmt
lögum nr. 89/1989 og mælir mánaðar
legar breyting ar á reglulegum launum á
íslenskum vinnumarkaði. Launavísitalan
er tímanleg vísbending um almenna
launaþróun og oft notuð til viðmiðunar í
ýmsum samningum. Ársfjórðungslega er
vísitala launa gefin út þar sem sundur
liðað ar upplýsingar eru birtar um launa
þróun einstakra hópa á íslenskum
vinnumarkaði. Birtar eru niðurstöður eftir
atvinnugrein og starfsstétt á almennum
vinnumarkaði en heildarvísitala fyrir
opinbera starfsmenn.
Fjöldi atvinnulausra stendur nánast
í stað á milli ára
Árið 2010 voru 180.900 á vinnumarkaði. Af
þeim voru 167.300 starfandi en 13.700 án
vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka
mældist 81%, hlutfall starfandi 74,9% og
atvinnuleysi 7,6%. Fjöldi atvinnulausra
stóð nánast í stað frá árinu 2009, en frá
árinu 2008 hefur atvinnulausum fjölgað
um 8.200. Sama má segja um starfandi,
fjöldi þeirra hefur lítið breyst frá árinu
2009 miðað við fækkun um 11.300 frá
árinu 2008. Síðan reglulegar mælingar
Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur
hlutfall starfandi aldrei mælst minna né
atvinnuleysi meira en árið 2010. Árið
2010 var atvinnuleysi að meðaltali 9,5% í
Reykjavík, 7,5% í nágrenni Reykjavíkur og
5,5% utan höfuðborgarsvæðisins.
3Laun, tekjur og vinnumarkaðurWages, income and labour market