Landshagir - 01.11.2011, Page 244
Þjóðhagsreikningar
LANDSHAGIR 2011 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2011
13
244
Landsframleiðsla dróst saman að um 4%
Landsframleiðsla dróst saman að raungildi
um 4% árið 2010. Þetta er verulega minni
samdráttur en árið 2009 þegar hann
nam 6,7%. Að árinu 2009 undanskildu er
samdráttur landsframleiðslu árið 2010
sá mesti sem mælst hefur frá árinu 1968,
en þá nam hann 5,5%. Landsframleiðsla á
liðnu ári varð svipuð að raungildi og lands
framleiðsla ársins 2005.
Samdráttur þjóðarútgjalda árið 2010 varð
nokkru minni en samdráttur landsfram
leiðslu, eða 2,7%. Samdráttur varð í öllum
þáttum þjóðarútgjalda, einkaneysla dróst
saman um 0,4%, samneysla um 3,4% og
fjárfesting um 8%. Aftur á móti jókst
útflutningur um 0,4% og innflutningur um
4%. Þrátt fyrir þessa þróun er verulegur
afgangur af vöru og þjónustuviðskiptum á
árinu 2010, eða 154 milljarðar króna.
Jákvæð þróun vöru- og þjónustuviðskipta
dregur úr viðskiptahalla
Þrátt fyrir lítillega aukinn halla á launa og
fjáreignatekjum frá útlöndum olli jákvæð
þróun vöru og þjónustuviðskipta því að
heldur dró úr viðskiptahalla. Á árinu 2010
nam hann 163 milljörðum króna, 10,6%
af landsframleiðslu, en árið áður nam
hallinn 166 milljörðum króna, 11,1% af
landsframleiðslu.
Viðskiptakjör bötnuðu til muna árið 2010
og minni halli á viðskiptajöfnuði en árið
áður olli því að þjóðartekjur drógust minna
saman en landsframleiðslan eða um 2,2%
samanborið við 4% samdrátt landsfram
leiðslu. Árið 2009 drógust þjóðartekjur
saman um 9,2%.
Einkaneysla nánast óbreytt á milli ára
Einkaneysla sem hlutfall af landsfram
leiðslu var 51,2% á liðnu ári. Í sögulegu
samhengi hefur þetta hlutfall verið mjög
lágt síðustu þrjú ár. Samneyslan sem
hlutfall af landsframleiðslu var 25,9%.
Síðastliðin níu ár hefur þetta hlutfall oftast
verið hærra en nokkru sinni fyrr.
Hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu
í sögulegu lágmarki
Hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu
var 13% á liðnu ári og er það hlutfall nú
í sögulegu lágmarki. Sambærilegt hlut
fall fyrir OECDríkin öll hefur verið um
eða undir 20% undanfarinn aldarfjórðung.
Að raungildi var fjárfestingin á síðasta ári
svipuð og árið 1996.