Landshagir - 01.11.2011, Síða 259
LANDSHAGIR 2011 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2011 259
Hagstofa Íslands tekur saman upplýsing
ar um utanríkisverslun Íslands, þ.e.
útflutning og innflutning á vöru og þjón
ustu, og reiknar vöruskipti við útlönd
og þjónustujöfnuð sem eru mikilvægir
mælikvarðar á efnahagsþróun í landinu.
Upplýsingar um vöruviðskipti eru fengnar
að mestu úr tollskýrslum en upplýsing
ar um þjónustuviðskipti koma aðal
lega frá fyrirtækjum og úr gögnum um
greiðslukortaviðskipti.
Jákvæður vöruskiptajöfnuður
Árið 2010 voru fluttar út vörur fyrir 561,0
milljarð króna (FOB) en inn fyrir 440,8
milljarða króna (FOB), 477,2 milljarða króna
(CIF). Afgangur var því á vöruskiptum við
útlönd að verðmæti 120,2 milljarðar króna
(FOBverðmæti). Til samanburðar var
90,3 milljarða króna afgangur árið 2009.
Verðmæti vöruútflutnings jókst um 12,0%
frá fyrra ári á gengi hvors árs og vöruinn
flutningur jókst um 7,0%.
Meira flutt út af iðnaðarvörum en
sjávarafurðum
Sjávarafurðir voru 39,3% alls vöruútflutn
ings, þriðja árið í röð með minni hlutdeild
en iðnaðarvörur. Verðmæti þeirra jókst
um 5,7% frá fyrra ári á gengi hvors árs.
Iðnaðarvörur voru 55,4% alls vöruútflutn
ings og jókst verðmæti þeirra um 27,7%
á gengi hvors árs. Stærstu vöruflokkar
vöruinnflutnings voru hrá og rekstrar
vörur (33,6% hlutdeild), fjárfestingarvörur
(22,3% hlutdeild) og neysluvörur aðrar en
mat og drykkjarvara (14,7% hlutdeild). Í
krónum talið jókst innflutningur á hrá og
rekstrarvörum og fjárfestingarvörum mest.
Mest viðskipti voru við Evrópska
efnahagssvæðið
Mest viðskipti voru við Evrópska
efnahagssvæðið (EES), 81,8% af vöru
útflutningi og 61% af vöruinnflutningi.
Til Evrópusambandsins (ESB) fóru 77,6%
vöruútflutnings og 52,0% vöruinnflutn
ings kom þaðan. Stærstu viðskiptalönd
voru Holland í vöruútflutningi, 34,0% af
heild, og Noregur í vöruinnflutningi, 9,1%
af heild.
Þjónustujöfnuður var hagstæður
Árið 2010 var seld þjónusta til útlanda
fyrir 300,1 milljarð króna en keypt frá
útlöndum fyrir tæpa 266,1 milljarð króna.
14UtanríkisverslunExternal trade