Landshagir - 01.11.2011, Side 278
Opinber fjármál
LANDSHAGIR 2011 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2011
15
278
Útgjöld til heilbrigðismála 9,3%
af landsframleiðslu
Útgjöld til heilbrigðismála voru 142,6
milljarðar króna árið 2010, eða 9,3% af
landsframleiðslu. Þar af var hlutur hins
opinbera 114,6 milljarðar króna en hlutur
heimila um 28 milljarðar, 19,6%. Á mann
námu heilbrigðisútgjöld hins opinbera
360 þúsund krónum og lækkuðu um 24
þúsund krónur frá 2009. Til fræðslumála
var ráðstafað 128,2 milljörðum króna
árið 2010, eða 8,3% af landsframleiðslu.
Þar af var fjármögnun hins opinbera
116,7 milljarðar króna og hlutur heimila
11,5 milljarðar króna, 9%. Á mann námu
fræðsluútgjöld hins opinbera 367 þúsund
krónum og lækkuðu um rúmlega 13 þúsund
krónur frá 2009. Til almannatrygginga
og velferðarmála ráðstafaði hið opinbera
172 milljörðum króna 2010, eða 11,2%
af landsframleiðslu, en það samsvarar
541 þúsund krónum á mann. Af heildar
útgjöldum hins opinbera 2010 runnu 15,3%
til heilbrigðismála, 16,2% til fræðslumála
og 21,7% til velferðarmála, eða 53,2% af
útgjöldum þess, en það samsvarar 27,4% af
landsframleiðslu.
Hrein peningaleg eign neikvæð um
741 milljarð í árslok 2010
Hrein peningaleg eign hins opinbera,
þ.e. peningaleg eign umfram skuldir, var
neikvæð um 741 milljarð króna í árslok
2010, eða sem svarar 48,2% af landsfram
leiðslu. Hún versnaði um 144 milljarða
króna milli ára, eða 8,3% af landsfram
leiðslu. Peningalegar eignir hins opinbera
námu 1.181 milljarði króna í árslok 2010
(76,8% af landsframleiðslu) og heildar
skuldir 1.921 milljarði króna (125% af
landsframleiðslu).
Peningaleg eign umfram skuldir hins opinbera var neikvæð um 740 milljarða króna 2010
General government net financial asset was negative by 740 billion ISK in 2010
Vissir þú
Did you know