Landshagir - 01.11.2011, Page 309
LANDSHAGIR 2011 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2011 309
Hagtölur um heilbrigðismál og félags
vernd eru unnar úr gögnum frá ýmsum
stofnun um, heilbrigðisráðuneytinu, félags
og tryggingamálaráðuneytinu, svo og
sveitarfélögum. Hagstofan tekur saman
upplýsingar um útgjöld til heilbrigðismála
samkvæmt uppgjöri þjóðhagsreikninga,
en auk þess eru útgjöld til félagsvernd
ar reiknuð samkvæmt NOSOSKO/
ESSPROSflokkunarkerfinu.
Útgjöld vegna atvinnuleysis aukast verulega
Útgjöld til félagsverndar námu rúmum 380
milljörðum króna árið 2009, eða 25,3% af
landsframleiðslu. Þau hækkuðu verulega
frá árinu 2008 þegar þau námu 22% af
landsframleiðslu. Munar þar mestu um
útgjöld vegna atvinnuleysis sem hækkuðu
úr 5,4 milljörðum króna árið 2008 í 25,7
milljarða króna árið 2009. Þessi útgjöld
voru 1,7% af landsframleiðslu ársins, en
til samanburðar námu útgjöld vegna
atvinnuleysis 0,4% af landsframleiðslu árið
2008 og 0,2% árið 2007. Hlutur útgjalda
vegna atvinnuleysis var um 6,8% af heildar
útgjöldum til félagsverndar árið 2009 en
var 1,7% árið 2008.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála
9,3% af landframleiðslu
Heildarútgjöld til heilbrigðismála árið 2010
námu 142,5 milljörðum króna, eða 9,3% af
landsframleiðslu. Hlutur hins opinbera var
114,6 milljarðar króna, 80,4% af útgjöldun
um, en hlutur einkaaðila 27,9 milljarðar.
Af heilbrigðisútgjöldum 2010 runnu um
54% til þjónustu sjúkrastofnana, þ.e.
sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila, um 25%
til þjónustu við ferlisjúklinga, 18% til lækn
inga og hjúkrunarvara fyrir ferlisjúklinga
og um 2,8% runnu til stjórnunar og
annarra heilbrigðisþátta.
Vistrýmum fyrir aldraða fækkar
Í desember 2010 voru 3.125 vistrými fyrir
aldraða hér á landi. Af þeim voru 2.217
hjúkrunarrými á dvalar og hjúkrunar
heimilum, 70,9% vistrýma. Dvalarrýmum
fækkaði um 70 og hjúkrunar rúmum
á sjúkrastofnunum fækkaði um 98
milli áranna 2009 og 2010. Liðlega
helming ur allra vistrýma aldraðra er á
höfuðborgarsvæðinu.
17Heilbrigðismál og félagsverndHealth and social protection