Landshagir - 01.11.2011, Page 427
LANDSHAGIR 2011 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2011 427
Eftir hverjar alþingiskosningar, sveitar
stjórnarkosningar og forsetakjör gefur
Hagstofa Íslands út kosningaskýrslu
þar sem greint er frá fjölda kjósenda og
kosninga þátttöku, framboðum, kosninga
úrslitum og kjörnum fulltrúum. Þá hefur
Hagstofan á sama hátt unnið skýrslur um
þjóðaratkvæðagreiðslur sem fram hafa
farið.
Hlutur kvenna í stjórnmálum eykst
Kosið var til Alþingis 25. apríl 2009. Við
kosningarnar voru 227.843 á kjörskrá,
71,4% landsmanna, og kosninga þátttaka
var 85,1%. Kosningaþátttaka kvenna
var 85,8% á móti 84,5% hjá körlum. Í
kosningun um buðu sjö stjórnmálasamtök
fram lista í öllum kjördæmum. Hlutfall
kvenna meðal kjörinna þingmanna var
42,9% en kjörnar voru 27 konur og 36
karlar. Aldrei fyrr hafa svo margar konur
verið kjörnar á þing, en þeim fjölgaði um
sjö frá kosningunum 2007.
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 29.
maí 2010 og náðu til allra 76 sveitarfélaga á
landinu. Í 58 sveitarfélögum með 99% kjós
enda var bundin hlutfallskosning og þar
af var sjálfkjörið í fjórum sveitarfélögum
þar sem aðeins var borinn fram einn listi.
Kosning var óbundin í 18 sveitarfélögum
þar sem rúmt 1% kjósenda var á kjörskrá.
Kjósendur á kjörskrá fyrir sveitarstjórnar
kosningarnar 2010 voru 225.855, 71,0%
landsmanna. Kosningaþátttaka var 73,5%.
Fjöldi frambjóðenda í sömu sveitarfélögum
var 2.846, þar af 1.513 karlar (53,2%) og
1.333 konur (46,8%). Í kosningunum var
fjöldi gildra atkvæða 154.899 en auðra og
ógildra 10.339, 6,3% greiddra atkvæða,
sem er hærra hlutfall en venja er. Alls voru
kjörnir 512 sveitarstjórnarmenn á landinu
öllu, 308 karlar (60,2%) og 204 konur
(39,8%). Hefur hlutfall kvenna af kjörnum
fulltrúum aldrei verið hærra, en það var
35,9% árið 2006.
22KosningarElections