Póstblaðið - 01.06.1916, Blaðsíða 1

Póstblaðið - 01.06.1916, Blaðsíða 1
PÓSTBLAÐIÐ Nr. 3 Júní—desember. 1916 Innihald: 1. Skýrslur um böggla, sem teknir hafa verið á Englandi. 2. Áprentuð pokaspjöld. 3. Gæzla á póstkoi'fortum. 4. Breyting á skrá yfir blöð og tímarit. 5. Breytingar 4. innborgunarverði póstávísana. 6. Póstávísanir til Spánar. 7. Postkort 1913. 1. Pósthús þau, sem hafa veitt móttöku einhverju af bögglum, sem ensk stjórnarvöld hafa tekið úr »Goðafossí« og »Ceres« í september og »íslandi« og »Botníu« i október, á leið frá Kaupmannahöfn hingað til lands, eiga að skýra pósthúsinu í Kaupmannahöfn frá því, hve mikið þau hafa fengið af bögglum þessum og með hvaða skipum þeir hafa komið. Samskonar skýrslur skulu fram- vegis sendar til Kaupmannahafnar, þegar eins stendur á. 2. Póstmenn mega ekki ónýta áprentuð pokaspjöld eða rífa þau í sund- ur, heldui' skal endursenda þau með fyrstu ferð til pósthúss þess, sem sendi þau,. heil og ósködduð, svo þau verði notuð á ný. Það er því óheimilt, að stryka út eða breyta nafni á spjöldum þessum. 3. Með því að póstkoffort þau, sem verða eftir af póstum, koma aftur til póststofunnar í afarslæmu ástandi, vatnssósa og fúin og ólar skornar úr þeim, verður að skora á póstmenn, að gæta þessara muna póstsjóðs betur framvegis og athuga, hvort ólar eru skornar úr, þegar póstarnir skila þeim. Annars eru póstar skyldir til að flytja koffortin til baka aftur og mega ekki skilja þau eftir nema á hafnarstöðum, þar sem hægt er að geyma koffortin í húsi og vernda þau fyrir ólaþjófum, sem mjög eru farnir að láta á sér bera á leið norðurlandspósts, en langmest á leið veflurlandspósts. Það er skorað á pósta og póstmenn, að hafa betri gætur á þessu en að undanförnu og tafarlaust að kæra til sýslumanns, ef þeir verða varir við ólar og móttök úr póstkoffortum í höndum óviðkomandi. manna. Ólarnar eru auðþektar á því, að þær eru stimplaðar með póstlúðri. Þegar póstmenn senda póstkoffort með skipum, þá skal taka fi’am, hvað margar ólar eru í koffortum þeim, sem þeir senda, svo hægt sé að gera ábyrgð* gildandi gagnvart skipinu, ef þau hverfa þar. Það skal enn þá einu sinni brýnt fyrir póstmönnum, sem senda koffort með skipum, að læsa þeim áður, svo að lokin brotni ekki af þeim á leiðinni,. eins og oft ber við. Það leikur sterkur grunur á, að póstkoffort liggi að óþörfu út um land, og eru allir póstar og póstmenn beðnir um að gera sér far um, að halda þeim til haga. 4. Á skrá yfir blöð og tímarit, sem flutt eru samkvæmt 11. gr. f. í póst- lögunum, skal bæta þessum blöðum: Höfuðstaðurinn. Ábyrgðarmaður: Þorkell Clementz. Viðtökustaður: Keykjavík. Hram. Ábyrgðarmaður: Friðbjörn Níelsson. Viðtökustaður: Siglufjörður.

x

Póstblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstblaðið
https://timarit.is/publication/1288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.