Póstblaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 1

Póstblaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 1
9 Gefið út af póststjórninni. Nr. 9 September 1929 Innihald: 1. Talning 1—28 október. 2. Viðbót við skrá yfir blöð og tímarit. 3. Áhaldaskrár. 4. Endursendíng póstpoka og gæsla póstáhalda. 5. Skipun póstmanna. 6. Póstávísana- gengi. 7. Breytingar á Pósttöxtum. 1. Hinn 1. október til 28. október næstkomandi að báðum dögum meðtöldum skal fara fram talning á póstsendingum samkvæmt Leiðarvísi fyrir póstafgreiðend- ur 14. gr. — Talningarskýrslurnar skal senda með næstu póstferð eftir talninguna, en skýrsl- ur um bókfærðar sendingar árið 1929 eiga að vera komnar til póststjórnarinnar fyrir miðjan febrúar 1930. Póstmenn panti nauðsynleg eyðublöð í tækan tíma. 2. Á skrá yfir blöð og tímarit, sem flutt eru samkvæmt 11. gr. g. póstlaganna skal bæta við þessu riti: Stefnir. Ábyrgðarmaður: Magnús Jónsson. Viðtökustaður: Reykjavík. 3. Póstafgreiðendum hafa verið send eyðublöð undir áhaldaskrár, sem þeim ber að útfylla og senda til póststjórnarinnar. Það athugist að tilfæra við tölustimpla brjefhirðinga, númerið á stimplinum. Það hefur komið fyrir að póstafgreiðslumenn hafa afhent brjefhirðingum stimpil með skökku númeri og það er nauðsynlegt að komast fyrir, hvort svo er víðar, en póststjórnin hefur fengið vitneskju um. í Bæjatali á íslandi 1915, bls. VII, var sett númer á tölustimplum brjefhirð- inga eins og þau áttu þá að vera hjá hverri brjefhirðingu, en síðan hafa orðið nokkrar breytingar á því eins og á póststöðunum sjálfum og þarf að fá vissu fyrir, hvort bækur póststjórnarinnar eru í samræmi við áorðnar breytingar. 4. Póststjórnin verður ennþá einu sinni að áminna póstmenn um að endur- senda póstpoka, sem hjá þeim liggja og þeir þurfa eigi að nota til póstþarfa. Póststofan í Reykjavík kvartar mjög undan vanrækslu í þessu efni og skal að öðru leyti vísað til þess, er segir í Póstblaðinu 1921 nr. 4, 4. lið, um gæslu póst- poka og póstáhalda. 5. Hinn 3. júlí var Þorlákur Stefánsson ráðinn brjefhirðingarmaður á Svalbarði. Hinn 23. sama mánaðar var Gunnar Emilsson ráðinn brjefhirðingarmaður á Stöðvarfirði. Hinn 27. sama mánaðar var Elís Jónsson ráðinn brjefhirðingarmaður í Skild- inganesi. 6. Póstávísanagengi hefur verið símað þannig: Spánn frá 27. júlí-----73 aurar 7. Breytingar á pósttöxtum 1926. í staðinn fyrir það, sem stendur á bls. 43 II. a—d, skal koma það sem stend- ur á meðfylgjandi miða, og er ætlast til að hann verði límdur inn i taxtana. S. Briem.

x

Póstblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstblaðið
https://timarit.is/publication/1288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.