Kosningablaðið - 26.10.1911, Síða 2
2
Ræða
Einars Hjörleifssonar skálds
á kjðsendaf. Sjálfstæðismanna 24. okt. 1911.
Mig langar til að minnast á ein-
stöku atriði af því, sem andstæðingar
okkar sögðu á þingmálafundinum í
Barnaskólagarðinum á sunnudaginn
var. Eg minnist ekki á öll atriðin,
sem ástæða væri til að gera hér að
umtalsefni, geri ráð fyrir, að aðrir
muni fylla upp í eyðurnar.
Fyrst er stjórnarskrármálið.
Enginn af andstæðingum okkar
virtist ætla að samþykkja frumvarp
síðasta þings óbreytt, að minsta kosti
loíaði enginn þeirra því. Og að svo
miklu leyti, sem eg heyrði ræðurnar,
var það einkum rýtnkun kosningarrétt-
arins, sem frumvarpinu var fundið til
foráttu.
Um kosningarrétt kvenna fer tvenn-
um sögum með andstæðingum okkar.
Norður á Akureyri hefir verið talað á
móti honum af þeirra hálfu. En eft-
ir því, sem þeir töluðu hér á sunnu-
daginn var, var svo að skilja, sem
þeir væru honum ekki mótfallnir.
En eg held, að eg fari rétt með það,
þó að eg heyrði ekki allar ræðurnar,
að allir andstæðingar okkar hafi tjáð
sig mótfallna kosningarrétti vinnuhjúa.
í þeirri ræðunni, sem eg heyrði
bezt, varð eg var við þrjár mótbárur
gegn því, að vinnuhjúum yrði veittur
kosningarréttur.1)
Ein þeirra var sú, að með því yrði
tekinn réttur af núverandi kjósendum.
En hver hefir gefið núverandi kjós-
endum þennan rétt umfram þær stétt-
ir og þá flokka manna, sem er bægt
frá honum. Er hér um nokkuð
annað að tefla en rétt hins sterkara ?
Ekki get eg séð það. Það er auðvit-
að, að vald núverandi kjósenda verð-
ur nokkuð takmarkað frá því, sem það
nú er. Svo hlýtur ávalt að fara, þeg-
ar rýmkað er um kosningarréttinn
rneð þjóðunum. Eg skal bráðum
sýna, hvað mikil sú takmörkun muni
verða.
Onnur mótbárai) ’v.ir aú, að sngi.in
ætti að hafa kosningarrétt, sem ekki
greiddi eitthvað til almennings þarfa,
og það geri vinnuhjúin ekki. Ber-
sýnilega gætti ræðumaður þess ekki,
að nú er farið að leggja gjöld á alla,
sem af nokkuru geti séð, og reyndar
sjálfsagt á ýmsa fleiri. Og hann gætti
þess ekki heldur, að allir greiða til
almennings þarfa, sem kaupa nokkura
tollskylda vöru. Hver karl eða kona,
sem kaupir pund af kaffi eða sykri,
greiðir til almennings þarfa. Hver
sem kaupir fæði, greiðir til almetin-
ings þarfa. Og vinnuhjúin, sem fá
fæði sitt sem hluta af kaupinu, greiða
til almennings þarfa alveg eins og
aðrir.
Þriðja mótbáran fanst mér skringi-
legust. Hún var sú, að ef vinnu-
hjúin fengju kosningarrétt, gætu þau
gert samtök með sér, og orðið öllum
öðrum kjósendum yfirsterkari; allir
aðrir gætu druknað í því kjósendahafi,
og vinnuhjúin stæðu ein upp úr.
Nú skulum við athuga, hver ástæða
er til þessarrar mótbáru. Kjós-
endur á öllu landinu munu nú vera
rúm.........................16,ooo
Við þá eiga að bætast giftar
konur, 25 ára og eldri; þær
eru, eftir því sem næst verð-
ur komist, hátt upp undir . 15,000
Þetta verða samtals um . 51,000
Eg bið ykkur að athuga það, að
eftir því sem andstæðingum okkar
fórust orð á sunnudaginn, er ekki
ágreiningur um þessa kjósendur.
Hvað eru þá vinnuhjúin mörg, þessi
sem eiga að drekkja þessu 5/ púsundi?
Eftir því sem næst verður komist af
manntalsskýrslunum, eru þau á að
gizka 1 (eitt) púsund. Finst ykkur
ekki hjúin fara að verða nokkuð mátt-
ug, ef þau eiga að sjálfsögðu að geta
leikið sér við svona miklu fleira fólk?
Rétt er að geta þess, þó að það
kæmi ekki mér vitanlega fram í ræð-
unum á sunnudaginn, að sennilega er
ágreiningur um fleiri en vinnuhjúin.
Eg geri lika ráð fyrir, að andstæðing-
ar okkar muni vilja halda kosningar-
réttinum fyrir ógiftu kvenfólki, sem
') Hér er átt við ræðu Jóns sagnfræðings.
Útgef.
ekki er í vist, svo sem lausakonum,
heimasætum, búðarstúlkum o. s. frv.
Lausamennirnir hafa nú kosningarrétt.
Og svo hátt hefir risið enn ekki orð-
ið á ófrjálslyndinu hjá stjórnmála-
mönnum okkar, að taka ætti kosn-
ingarrétt af þeim, sem þegar hafa
íengið hann. En sjálfsagt vilja þeir
stía frá því kvenfólki, sem helzt sam-
svarar lausamönnunum í þjóðfélaginu.
Hvað er þá þessi flokkur stór,
ógift kvenfólk á kosningarréttar-aldri,
sem ekki er i vist.
Á að gizka 5,500. Þegar við bæt-
um við það 1000 vinnuhjúum, þá
verða það samtals um 6,500, sem um
er deilt — um l/6 hluti allra væntan-
legra kjóaenda.
Finst ykkur sennilegt, að þessi
sjöttungur leiki sér að því að ráða
við alla hina 5 hlutana?
Hugsanlegt er það með þvi móti,
að þessir 5 hlutar kjósenda séu jafnt
skiftir, og að sjötti parturinn haldi
saman. En fari svo, þá verð eg að
segja það, að þá á þetta fólk sannar-
lega skilið að hafa kosningarrétt. Það
hefir þá eignast áhugamál, og hefir
sýnt þann þroska að kunna að sækja
fram í fylkingu, þrátt fyrir þá örðug-
leika, sem sjálfsagt yrðu á því.
Það er ekkert annað en ofbeldi að
neita sumum stéttum manna um al-
menn mannréttindi eins og kostiing-
arréttinn. Og mig furðar á því um
suma menn, sem nú leggjast á móti
því réttlætisverki, að gera öllum stétt-
um þjóðarinnar jafn-hátt undir höfði.
Til eru þeir menn, sem þykjast til
þess kallaðir að tryggja fólkinu þau
réttindi að mega drekka brennivín.
En þegar um það er teflt að tryggja
smælingjum þessa lands jafn-dýrmæt
og sjálfsögð réttindi eins og atkvæði
um mál þjóðarinnar, þá skerast þeir
úr leik!
Það er í mínum augum stórsæmd
Sjálfstæðisflokknum, að hann hefir
orðið einhuga um þetta réttlætismál.
Andstæðingar okkar voru spurðir
um afstöðu sina til Jánamálsins.
Að eins einn þeirra svaraði spurn-
ingunni, svo að mér sé kunnugt. Og
eg hefði svarið fyrir svarið frá þeim
manni — manninum, sem at öllum
talaði og ritaði fegurst um fánann
okkar fyrir rúmum 7 árum1). Nú vill
hann enga löggjöf um fánann. Vegna
hvers ? Af því að íslenzki fáninn sé
svo lítið notaður hér á landi. Hon-
um hlýtur að vera kunnugt um það,
að hingað til hafa það mestmegnis
verið kaupmenn, sem nokkurn fána
hafa notað hér á landi. Það er satt,
að fæstir þeirra nota íslenzka fánann.
En eigum við þá að láta kaup-
mennina hér á landi ráða því, hvort
við öðlumst bersýnilegasta sjálfstæðis-
táknið, hvort íslendingar sigla undir
sínu merki eða merki erlendrar þjóðar?
Fyr mætti nú vera uppgjöf!
Fráleitt hefir ræðumanni verið kunn-
ugt, hve hjartfólginn fáninn okkar er
að verða alþýðu manna hér á landi.
Enda er ekki ljósunum að því lýst;
því er enn lítt á loft haldið. Mér
var sagt í sumar eitt dæmi. Hátíð
var haldin í einu héraði landsins út
af nýrri brú. Yfirvaldið er ekki sjálf-
stæðismaður, og samkvæmt því var
brúarskrautinu hagað. Nóg var af
hvítum og rauðum litum. Fálkanum
gamla mun hafa verið lofað að hanga
einhversstaðar. En hvíta krossinn í
bláa feldinn vantaði með "öllu. En
hvernig fór? Enginn fekst til að
syngja söngvana, sem ætlaðir voru
hátíðinni, fyr en íslenzki fáninn var
lika kominn á stöng. Og uppi í af-
dölum, þar sem aldrei hefir nokkur
fáni blaktað, getur nú að líta fánann
okkar, hvenær sem æskulýðurinn stofn-
ar til einhvers mannfagnaðar. Eg get
um það borið eftir ferð, sem eg er
nýlega kominn úr.
Andstæðingar okkar voru líka spurð-
ir, hvort þeir vildu eftirleiðis greiða
Dönum botnvörpusektafé það, sem þeir
hafa gert tilkall til.
. Því svaraði einn þeirra, og ekki
fleiri, — en sennilega hefir hann svar-
að fyrir þá alla. Hann kvaðst vilja
láta Dani fá þetta fé fyrir að verja
landhelgina — sem þeir þykjast sjálfir
eiga með okkur. Hitt virtist hann
ekki meta að neinu, að Danir hafa
sjálfir öll þau not landhelginnar, sem
þeir vilja.
1) Það er Guðm. Finnbogason.
Utgef.
Eftir því sem stabk- ct - .* • ' -
itium á 'sunnudaginn - æfi
eg ekki að þv{ gæ.rt— . . . við
Dönum þau árin, sem i "ðu þetta
fé, um 80 þúsundir. Þar af eitt árið
42 þúsundir, rúma */« ‘af tillaginu frá
Dönum. Auðvifaö má segja, að þess-
ar 42 þúsur.dir á cinu ári sé ekki
mikið fé. Það er'þó æfinlega um n
þúsundum meira en Jóni Ólafssyni
hafa verið veittar úr laadssjóði nokk-
ur síðari árin fyrir öii þau aireks- og
sæmdarverk, sem hann hefir unnið
fyrir þjóðina. En það er nú líka svo
litið, sem Jón hefir jfengið, að hann
hefir gleymt því, og er nú allra manna
harðorðastur um allar btlingaveitingar.
Ef Danir hefðu fengð botnvörpu-
sektirnar þetta fjárhagstínabil, 1910 —
1911, mundi sú fjárheÖ hafa numið
nálægt 40 þúsundum Og það fé
getur numið miklu^meta — við vit-
um ekkert um það —ef Danir gera
skyldu sina. Og það tr skylda þeirra
að verja landhelgina, otkur að kostn-
aðarlausu samkv. 1. gi stjórnarskrár-
innar — eða afhenda (kkur landhelg-
ina sem óskoraða eign okkar að öðr-
um kosti. Allar fjárgriiðslur af okk-
ar hálfu til landhelgisvahar Dana væru
gjöf, eins og málinu ej nú háttað.
Áður en eg hætti ð minnast á
þennan sunnudagsfund ælla eg að
vikja fáeinum orðum á nokkurs kon-
ar eftirhreytum frá hoium. Eins og
ykkur er öllum kunnu;t, hefir gæzlu-
stjóri efri deildar við Landsbankann,
Jón Ólafsson, farið un íandið í sum-
ar með þau ummæli uu bankann, sem
gætu spilt lánstrausti hns hættulega,
ef þau bærust til annan landa. Banka-
stjórarnir hafa afdrátarlaust neitað
staðhæfingum gæzlustjcrans. Og allri
framkomu hans í máliiu er þann veg
háttað, að slíks eru frieitt dæmi um
nokkurn mann í sams konar stöðu
nokkursstaðar í veröldimi. Út af þessu
gerði einn af starfsminnum Lands-
bankans, Jakob Möller þá íyrirspurn
til þingmannaefnanna i sunnudaginn,
hvort þeir vildu stuðla að því, að efri
deild setti annan gæzUstjóra í stað
Jóns Ólafssonar, ef stjónin fyndi ekki
ástæðu til að víkja honun frá áður.
Fyrir þetta hefir jón Oafsson kært
Möller; krefst þess tð hann verði rek-
inn frá stöðu sinn:. Annar banka-
stjóranna er ekki hé" x bænum þessa
dagana, svo að málii er ekki útkljáð
að fullu. En nú er það í því horfi,
að Möller má ekki ioma í bankann;
honum er, að mér slilst, vikið frá um
stundarsakir.
Jakob Möller hefir ekkert annað
gert en það, sem hverkjósandi þessa
bæjar á rétt á að gera Hér er um
ekkert annað en ofbeldis-tilraun að
tefla, árás á sjálfsögð réttindi manns-
ins. Eg vona, að ekld verði meira
úr þessu ofbeldi. Eg venti hins bezta
af bankastjórunum. % á von á, að
Reykvíkingar þyldu elki þá kúgun,
sem til er stofnað. E? á von á, að
íslendingar þyldu hana ekki. En ver-
ið á verði. Hafið gát á mannréttind-
unum í þessu landi.
Að lokum langar mig til að segja
örfá orð um þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hér í bæ, s;m leita nú end-
urkosningar. Alveg sérstök ástæða er
um þá báða að bregðtst þeim ekki.
Annar þeirra, M.-gnús Blöndahl,
hefir orðið fyrir sv) svivirðilegum
rógi, alsaklaus, að til þess eins hefir
verið stofnað að gerahann að glæpa-
manni. Við því atfeli liggur beint
það svar Sjálfstæðismanna að senda
hann á þing með millum meiri hluta
atkvæða. Og þeim nun ljúfara ætti
mönnum að vera það sem hann hefir
í engu efni brugðist rausti kjósenda
sinna, i öllum efnun reynst stað-
fastur Sjálfstæðismaðxr.
Um hinn þingmaininn, dr. Jón
Þorkelsson, er það í stuttu máli að
segja, að hann hefir i þessum tveim-
ur síðustu þingum verið aðalvörður
la-.dsréttindanna og sý’fstæðisins. E,
á ekki eingöngu við j.ann mikla Jg
góða þátt. sem hann átti i því, h ern*
ig tekið var- < sambandsmálið þing-
inu 1909. Sjálfe$éðjtaiál vorf er of-
ið inn í alla ióggjö%i, a<; íalla má.
Og þingin hafa oji og éinatt ekki
verið á veiði. Dr. VÞ. benti á það
á fundinam á suumA3gir.u. hvernig
hvert innlimunarákvæðið óðru hefði
verið rekið inn í I/'ggjöf"- meðan
heimastjórnarmeun/fiöfðxi 'iri hluu
á þingi. Enginn hefir af annari eins
árvekni og hann lagt kappjá að ver-
jast slikum ófögnuði og útrýma hon-
um. Fyrir það er það sérstök skylda
Sjálfstæðismanna að sjá um það, að
honum verði ekki bolað burt af þing-
inu.
Og enginn hefir sætt meira aðkasti
en hann frá Danmörk fyrir ritgerðir
um sjálfstæðismál vort. Með þeim
mönnum þar, sem mest kapp leggja
á að hnekkja sjálfstæðiskröfum þess-
arar þjóðar, mundi það vekja sérstak-
an fögnuð og verða talinn sérstakur
sigur, ef það tækist að koma Dr. J.
Þ. af þingbekkjunum. Þann sigur
eiga þeir ekki að vinna.
Eg vona, að Reykjavík sendi þessa
menn aftur inn á þing með álitlegum
meiri hluta — af því að sá meiri hluti
yrði með sjálfstæði Iandsins, réttlæt-
inu og mannréttindunum.
Innlimunar-liðið.
Þeir brúka nú þann sómasið,
er svörtu yfir búa,
a5 ganga sannleiks götu á snið
og galli fúla spáa,
þó skjálfi að fótnm foraðið,
þeim finst ei þörf að brúa.
en öllu réttu öfugt við
með óskammfeilni snúa
og hamast sem þeir hafi ei frið
og berða sig að ljúga.
í timans spegli ótal er
af alskyns skuggamyudum,
sem vaða fram og voga sér
með viljakrafti blindum.
Hver löngun helzt og hjartans þrá
er heimtuð fram með ergi,
og leiðardjúpið lagt er á
þó lendingin sé. hvergi.
Og sumir ýmist sökkva þar
eða synda i hálfu kafi,
en aðrir skolast álengdar
þó öll sé stefnan vafi
og bátnum oft á boðaföll
er beitt með seglum þöndum,
þvi verða þar oft voðaspjöll
og vogrek út með ströndum.
Þð stynji röng og stýrishjól
og strengur slitinn lafi
þar lit eg sigla leigutól
með litföróttu trafi
um línur, sem að liggja i hring
unz ieiðinni þvert um hallar
með keypta 0g selda sannfaring
þeir sigla á hafnir allar.
Og skriðdýr fara i flokknum þar,
sem fylgja ýmsum klíkum,
og i þeim heyrist álengdar
sem urr i hjólatikum,
og iðja þeirra er gæðagrönn
þar gefur á að lita,
er heill vors lands með höggormstönn
þau höggva, rifa og slita.
Og þar eru lika ýmsir enn,
sem útsýn þykjast hafa,
og þeir eru taldir miklir menn
því margt þeir rita og skrafa.
Þeir vita þykjast alt og eitt
um alt, sem hina batar,
og kalla: »Hér er kjölfar breitt
frá kugg, sem veginn ratar.<
Og föðurlandsást þeir hengja á hún
svo hinir þekki litinn,
þó uppistaðan öil sé brún
og orðin snjáð og skitin
því margir hafa hana við
í hlöðum úti legið
og falskan lit á foraðið
með földum hennar *egið.
Og margt er þe-- á Hogi og ferð,
sem fögrum ir/náum likist;
þð byrjun ,ess bezta gerð,
það breyt9t fijótt og sýkist
af áhriUIn frá ýmsu þvi,
sem ;iar rætur hefur
og pjóðarkjarnan innan i
r.órg eitruð frækorn grefur.
•**
Bannfjaadaboðskapur
Guðm. Finnbogasonar á fundinum
í barnaskólagarðinum var ekki annað
en hjóm, og er í raun og veru fót-
um alveg kipt undan hrófatildri hans
í síðasta kafla af ræðu Þorst. Erlings-
sonar hér í blaðinu.
Ræða eftir síra Friðrik Friðriksson,
haldin á Seyðisfirði í vor — um bann-
málið — ágæt hugvekja, er nýlega út
komin. Hana ættu allir að kynna sér.
Ræða
Þorstein8 Erlingssonar
á fundi sjálfstæðismanna|24. okt. 1911.
Um hvað er barist, er nafnið á
bæklingi Sjálfstæðismanna, sem þeir
senda út fyrir þessar kosningar og
höfundur bæklingsins svaraði sjálfur
þessari spurningu einu sinni hér á
fundi hjá okkur í haust, og svaraði
henni í tveimur stuttum setningum.
Orustan, sagði hann, stendur á milli
Dana og danska flokksins hér á landi
öðru megin, og Sjálfstæðismanna hinu
megin, sem vildu vera Dönum sem
óháðastir og eiga landið sem mest
fyrir okkur.
Núna, þegar leggja á út i úrslila-
orustuna, ætti einkanlega að vera ástæða
til að rifja þetta upp fyrir sér, og svo
aðferðirnar við bardagann.
Allir vita um hvað við berjumst.
Við höfum margsagt það skýrt í öll-
um blöðum okkar og á öllum fundum
okkar, það er enginn ykkar í vafa um
það, að við berjumst sérstaklega fyrir því,
að fá stjórnarskrárfrumvarp síðasta
þings samþykt að öllu óbreytt, ein-
mitt aðallega af því, að það á að verða
vígi eða varnarvirki um sjálfstæðismál-
ið, girða fyrir það, að sambandsfrum-
varpið frá 1908, eða nokkur annar
þess kyns herfjötur verði á oss rekinn
að þjóðinni óviðbúinni eða óspurðri.
Við berjumst beinlínis fyrir sjálf-
stæði okkar, að það sé sem tryggast,
og móti þvi að vera keyrðir inn í al-
ríkið danska.
Hvernig svo sem þessudansk-íslenzka
bandalagi er háttað, eða þessum danska
flokki, sem sá ræðumaður sem eg
nefndi, lýsti þá fyrir okkur og ein-
kendi, og svo óviðkunnanlegur og
sárbeittur sem okkur finst hann, þá er
annað en gaman að mótmæla mann-
inum, því bæði Danir og Heimastjórn-
armenn hafa sett sér sama markmið-
ið, að vernda alríkisheildina ú ölium
mætti sínum, og vinna okkur alt til
nis, sem íosa vujum sambahdið sein
mest.
Nú mætti búast við, að Heimastjórn*
armenn ynnu þá beint á móti stjóm-
arskrárbreytingu siðasta þings, 0g berð-
ust fyrir sambandslögunum, því til
þess hvorstveggja hlýtur þá að langa,
en þetta þora þeir ekki, þeir eru hrædd-
ir við, að þjóðin sé ennþá andstæð
millilandafrumvarpinu eins og hún
var 1908, og hafa ekki í fullu tré að
segja það, að þeir vilji eyðileggja þing-
ið næsta, og hrinda stjórnarskránni
aftur á bak.
Þetta þora þeir ekki að segja þjóð-
inni, nema Jón Olafsson, sem leyfir
sér ýmislegt smávegis, sem aðrir leyfa
sér ekki, og svo þeir, sem losa fyrir-
bandið frá heimastjórnarpokanum af
handvömm eins og hér hafði viljað til
hjá Mýraprófastinum og þeim kump-
ánum þar uppfrá.
En af því heimastjórnin hefir ekki
þorað að ráðast beint á málefnin, sem
við berjumst með og móti, þá hafa
þeir sérstaklega nú síðustu árin beitt
þeirri orustuaðferð, sem þeir hafa lengi
kunnað, að ráðast á einstaka menn af
þeim, sem við málefnin fást, og þetta
hafa þeir gert svo rækilega, að þeir
menn munu fáir vera í vorum flokki,
sem nokkurt mannsbragð er að, sem
þeir, og sérstaklega blöð þeirra, hafi
ekki reynt að elta út úr, einn og einn,
með persónulegu illmæli og ofsókn-
um. Menn okkar hafa verið eltir með
óþokkaskap þeim mun meira, sem
þeir stóðu framar í fylkingunni, og
illvígast sá sem fremstur stóð.
Beri menn saman þau orð, sem
flokkablöðin hafa farið hér um þing-
mannaefni þessa bæjar, hvorir hafa
sætt meiri og ljótari persónulegum
óvirðingarorðum í biöðunum. Það á
auðsjáanlega að ganga jvo frá hnútun-
um hér, að enginn af oss þori að risa
móti þessum dansk-islenzka flokki,
eða kinnoki sér við því, til þess að fá
ekki óþverrann yfir höfuð, því að við
þvi hrýs mörgum hugur, bæði sakir
sín sjálfs og vina sinna og skyld-
rnenna.
Það hefir verið sagt, að Heíma*