Kosningablaðið


Kosningablaðið - 26.10.1911, Qupperneq 4

Kosningablaðið - 26.10.1911, Qupperneq 4
4 Lárus H. Bjarnason þekkja allir, hvílíkur dánumaður það er. Þeir Jón Ólafsson, sem var kallaður þingfífl á síðasta þingi (sbr. Alþt. 1911 B. II., 876), og hann hafa nú hin sið- ustu árin verið fjósakarlar og flór- mokarar danska flokksins hér á landi. Lárus Kristján Ingivaldur Hákonarson Bjarnason slysaðist inn á þing í kosn- ingunum árið 1900, og sat hið fyrsta skifti á þingi árið 1901. Engar frægð- arsögur fara af honum á því þingi. En á þinginu 1902 eða 1903 s'ar það, að hann tók að gerast nokkuð kunnur. Þá gerði hann sig sjálfur að »þingsins herrac eða »þingherra«, og varð að almennu athlægi fyrir það. En titil þenna tók hann sér í tilefni af því, að honum geðjaðist ekki að því, að Björn Jónsson, sem síðar varð ráð- herra, en þá var ritstjóri Alþt., hafði aðgang að herbergjum þingsins og skjölum. Heimtaði hann, að Birni Jónssyni væri kastað út úr þinghúsinu, og lenti þá Lárusi saman við Jón Þor- kelsson, sem var skrifstofustjóri þings- ins þá, og neitaði að gegna þessari vitleysu þessa dánumanns. Lauk því máli svo, að forsetar þingsins heimil- uðu Birni Jónssyni frían aðgang að öllum skjölum og herbergjum alþing- is, en Lárus hafði »þingherrac-titilinn einn upp úr krafsinu. Frá afskiftum hans af málum á hin- um fyrri þingum er fátt merkilegt að segja. Þó halda sumir, að hann hafi átt einhvern þátt í þvi, að lög um ráðgjafaábyrgð frá 4. marz 1904 eru svo heimskulega ströng að firnum sætir, og draga menn það meðal ann- ars einkum af því, að svo fávíslega er gengið frá lögum um landsdóm frá 20. okt. 1905, sem LHB var eitthvað riðinn við, að eftir þeim er nær ómögulegt að ná dómi yfir nokkr- um ráðherra, hvað sem hann aðhefst; 4/5 atkvæða heimtaðir til dómsorðs. 1905 og 1907 var Lárus H. Bjarna- son eins og aðrir heimastjórnarmenn (danski flokkurinn) með í því meðal annars að geja Dönum 2/3 botnvörpu- sektanna, sem eru eign og eiga að vera e.ien, ije.nzbrn siðvwv "l. Aður en sjálfstæðismenn gátu stöðv- að þessa vitleysu, var danski flokkur- inn hér á landi búinn að kasta út 80,000 króna í Dani, og taka það frá fátækum íslenzkum fiskimönnum. Herra Lárus Bjarnason var einn af þeim, sem lentu i hinni svokölluðu »millilandanefnd« um sambandsmál íslands og Danmerkur, er samkomur átti í Kaupmannahöfn 1908. Fáar sögur fara af framgangi hans í þeirri nefnd, þvi sjálfsagt hefir það ekki verið hann, sem mat þá meir, að sögn, 26 miðdegisverði, sem hon- um höfðu boðist, heldur en fyrir hönd ættjarðar sinnar að halda svör- um uppi gegn Knúti Berlin. Hitter alkunna, að hann er einn af þeim þingmönnum, sem tók'u ósnokinn þátt i kóngssukkinu sumarið 1907, sem kostaði landið nær 213,000 krónur. Þótti þá öllum koma mest til fram- komu hans við Geysi, og hversu mik- inn alþýðuvin hann sýndi sig í göf- ugmannlegum viðskiftum við bónda- mann einn þar í Biskupstungunum, rétt um sama leyti, sem JÓl. eða Gústi skrifuðu greinina »Kónginn vantar«. Uppkast millilandanefndarinnar, sem Lárus H. Bjarnason sat í, fal í sér inn- limun íslands í hið »samsafnaða danska ríki«. Því var tekið svo, og frammi- staða þessa »þingherrac virt svo 1908, að Snæfellingar hýddu þá þenna dánu- mann af höndum sér. Á þingunum 1901 til 1907 hafði hann verið með í því, ásamt fleiri lög- spekingum.aðsetja, dottandi og dreym- andi i hugsunarlausum hengilmænuskap inn í sérmál landsins ýms innlimunar- ákvæði, eins og Einar prófessor Arn- órsson hefir órekanlega sýnt fram á ritgjörð sinni í Andvara nú i ár. Svona hefir nú verið frammistaða dánumannsins á hinum fyrri þingum. En nú er að líta á, hvað eftir hann liggur á hinum tveim síðustu þingum, síðan hann varð konungkjörinn. Á þinginu 1909 kom hann fram með einar tvær breytingartillögur og eina sjálfstæða tillögu, sem allar til samans eru 19 línur í skjalaparti þingtíðindanna. Önnur breytingartillagan var um aúkin útgjöld fyrir landssjóð til auka- kenslu við Lagaskólann. Hún var samþykt og er nú orðin að prófessors- embætti með 3000 kr. launum á ári. Alþýðunni þarft verk eða hitt þó held- ur. Hin breytingartillagan, viðvúkjandi samningu rits um réttarstöðu landsins, var steindrepiu fyrir dánumanninum. Og þriðja tillagan, fyrirspurn til ráð- herra út af eftirlitinu með Landsbank- anum, og þar með fylgjandi rökstudd dagskrá var drepin svo hæðilega, að dánumaður þessi útvegaði Birni Jóns- syni ráðherra nauðugur traustsyfirlýs- ingu. Svo fór um sjóferð þá. “JfÞingskjölin 1909 eru 770. LHB á ein 3 af þeim. Á þinginu 1911 hefir sami dánu- maður borið fram eina einustu sjálf- stæða tillögu, alls 8 línur, en það er tillaga um bankamálsrannsóknina í efri deild. Niðurstaðan af þeirri rannsókn (það nefir kostað landssjóð 1603 kr. að prenta nefndarálitið) er eins og menn vita engin. Rannsóknin er botn- laus. Og botninn er upp í Borgar- firði. Á þessurn tveim þingum hefir þessi dánumaður hinsvegar reynzt einhver mesti orðabelgur og skrafmaður, sem hefir átt mjög bágt með að halda sér saman, og hefir auðsjáanlega lagt fult svo mikla stund á að tala fyrir áheyr- endurna eins og að vinna af viti og gagni fyrir þjóðina. 1909 hefir bonum tekist að suða og sifra, þrefa og þvogla 169 prent- aða dálka. Prentkostnaður á því fyrir landssjóð c. 627 krónur. . í því, sem komið er út af þing- tíðindunum frá 1911 er sami dánu- maður búinn að leggja af sér 105 dálka I skrafi, og hefir landssjóð kost- að það hér um bil 259 krónur. Alls er þessi dánumaður á þessum tveimur þingum búinn að tala af sér (fyrir utan alt frammígjamm, svo sem : »Bölvað slúður er þetta«) 274 prent- aða dálka i þingtíðindunum, sem kost- að hafa landssjóð c. 886 krónur. Hins- vegar hefir hann í sjálfstæðum tillög- um eða uppástungum, sem vit ætti þó helzt að vera í, ekki lagt meira til en hér um bil hálfa blaðsíðu í þing- liUliiUuiiuizi. Af þessu ætti að mega skynja, að það hefir hingað til ekki verið viður- kent eins og það er vert, hve auð- virðilegur ónytjungur pessi dánutnaður er sem pingmaður. Það hefir líka kornið í ýmsu öðru fram, að dánumaður þessi er ekki fær um löggjafarstörf, því það er ekki dæmalaust, þegar hann hefir þózt þurfa að vera að lagfæra frum- varp annara þingmanna — því mað- urinn er upp með sér, en um leið spéhræddur — að hann hefir sett inn í þau einhverja vitleysu; sbr. frum- varp síðasta þings um opinberar aug- lýsingar. Bitlingamaður er herra Lárus Bjarna- son mikill; ekki svo mjög fyrir aðra eða til nytsamlegra fyrirtækja, en af- skaplegur bitlingamaður fyrir sjálfan sig. Að vísu stakk hann upp á því einu sinni á þingi að veita fé til þess at landssjóði Islands til pess að prédika guðsorð i Danmörku. En til guðs- lukku var sú tillaga drepin fyrir hon- um, eins og aðrar fleiri tillögur hans. En einu hefir verið verra að verjast, og það er að bitlingarnir ekki lentu ofan í sjálfum honum, því opið hefir verið vítt og æ við búið og bitlinga- sulturinn óseðjandi. Frá því íslands banki var stofnaður og til þess I ár hafði honum tekist að halda banka- ráðsbitlingnum þar fyrir tilstilli síns flokks á þinginu. Það er aukageta á ári upp á ca. 1500 kr., teknar af þurru landi fyrir ekkert starf. Það er á 10 árum 15000 kr. auk vaxta. Eftir að lagaskólinn var stofnaður, voru veitt- ar 2500 kr. handa manni, til þess að snerpa á sér í lögfræði. Lárus krækti í þann bitling, og var mönnum þá ekki óljósara, að hann þurfti að snerpa á sér í lögfræðinni, heldur en að hann væri hæfasti maðurinn til lagakensl- unnar. Þegar dánumaður þessi varð aftur af bankaráðinu í vetur, þrátt fyrir megna mótspyrnu frá hans sjálfs hálfu — hann greiddi nefnilega sjálfum sér at- kvæði, — gerði hann alt til þess að ná í gæzlustjórastöðuna við Lands- bankann, sem laus var orðin. Var mikið hlegið að honum, þegar hann var að dekra við þingmenn, til að í þennan bitlitig. ' n eigi að síður varð hann fyt ir ý r rg, að verða að sjá af honutn. Eú til allrar ham- ingju var þó eiuu bitlingur eftir óét- inn, og það var fyrir endurskoðun landsreikninganna. Þennan bitling, sem einmitt i ár var hækkaður úr 400 upp í 600 kr, hremdi dánumað- urinn svo frá fornviti sínum Hannesi Þorsteinssyni, sem ar búinn að hafa endurskoðunarstarfið á hendi í átta ár. Dánumaður þessi;r því á þeim 10 árum, sem liðin eri siðan hann kom á þing, búinn að kirgja frekum 18000 — átján þnsmd — kr. í bitl- ingafé, sem veitt htfir verið af þing- inu. Þar að ark hefir maðurinn vitanlega haft sín ’cstu laun af lands- sjóði, sem eru 401) kr. á ári. Af þessu, setr tekið hefir verið fram hér að frama „ætti öllum mönn- um eftirleiðis að sera það ljóst, að L. H. B. er alveg nndantekningarlaust einhver sá allra mýtasti pingmaður, sem á pingi hefr ;éið, og einhver sá allra gráðugasti cg óseðjanlegasti bitl- ingahvomur, sem lami eru til um nokkurn pingmann. Það er pjóðarslönm að slíkur mað- ur verði kosinn til þings í nokkuru kjördæmi landsins. Reykvíkingir! Hýðið þið á laugardagíin kemur af ykknr þessa útlinga blóð- sugu og þenmn handónýta þingmann. ->==4—— Jón Jónssm sagnfr., sem býður sig nú fram til alþingis, hér í bæ, af hendidanska innlimunar- flokksins hér í latdi, er bæjarmönn- um einkum kuníur af alþýðlegum sagnaritum sínum og alþýðufyrirlestr- um. Hins vegsr'hefir hann hingað til verið atkvæSalítill um stjórnmál, enda mun hann Iandsmálum í heild sinni litt kunnur, ,en í ritum hans korna margyislegar skoðanir fram um rettárÁoounSúáslris^ og d— gagnvart íslendingúm, og viðskiftum þeirra á milli. í hinu fyrstí riti sínu, er hann samdi á dönsku og undir handarjaðri danskra rithöfuida, lofsöng hann um- hyggju dönsku stjórnarinnar fyrir Is- lendingum og (eðjaðist mönnum mis- jafnlega að því. í bók sinni im íslenzkt þjóðerni, hefir hann farið mörgum og íburðar- miklum prðum um það, hve há og helg réttindi laidsins væru. En þessi háu og helgu ré tindi landsins voru þó, þegar til ahörunnar kom, ekki meiri en svo, a5 Jón snerist í lið með danska flokmum 1908 og barð- ist af alefli fyrir því, að koma hinu alræmda Uppkaiti á, og keptist á þann hátt ið tð innlima ísland í »hið samsafnaða danska ríkic, enda hafði hann 1906 hlaupið upp til handa og fóta, þeg^r þingmennirnir fengu heimboðið til Danmerkur. Var Jón þá allur á "lifti og gaf út flugrit með orðmokstri miklum, sem hann nefndi »Nú eðs aldreic, og hvatti mjög til að þágmenn fjölmentu í þessa hégómafefi. Þessi ferð er nú búin að kosta laidið nærri því fjórð- ung miljónar, )g skall hurð nærri hælum, að hún íka kostaði innlimun landsins til. fulls, í »hið samsafnaða danska ríki«, <f landsmenn hefðu eigi staðið svo rel á verði sem þeir gerðu við alþin-iskosningarnar 1908. Jón sagnfr. 1 ar fyrrum um hríð landvarnarmaður. þeirri stefnu brást hann 1908. Jón sagnjr. er innlimunarmaður. Jón sagnjr. vil geja Dönum bo*~ vörpusektirnar ot taka pær frá isL2^' um sjómönnum, sem einir atiu a nl°la peirra. Jón sagnjr. jjgir danska pilimunar- flokknui; Því. efg'u jíeyk^inSar 11 ó bafna Jón t.íp‘fr- viö al- þingiskos-íurírí'llai‘ 1111 a laugard 0 - t.u * e - ’ ’ nr. Hvað á kúgunin að komast langt? Landsbankagæzlustjóri Jón Ólafsson heimtar að einn starfsmaður Lands- bankans sé rekinn úr bankanum fyrir að gera fyrirspurn á þingmálafundi. Kigum vér að ,dependera’ af Rússum? í ísafold 14. okt. er prentað vott- orð frá 2 valinkunnum mönnum á Akureyri, þeim Ottó Túliníus konsúl og Hallgr. Davíðssyni kaupm., um að Jón gæzlustjóri Ólafsson hafi skýrt frá því á fundi á Akureyri í septem- ber síðastliðnum: »að svo báglega væri nú komið lánstrausti Landsbankans, að hann gæti ekki gefið út 100 kr. ávísun á Landmandsbankann í Kaup- mannahöfn, nema hann (Landsbankinn) ætti inni fyrir þvi hjá Landmands- bankanum, þar sem Landsbankinn hefði áður, i bankastjóratið Tryggva Gunnarssonar, mátt skulda Land- mandsbankanum stórfé óátalið«. Með þessu vottorði er það sannað á J. Ól., að hann hefir farið með hrein, tilkajulaus ósannindi um láns- traust Landsbankans hjá viðskijtabanka hans erlendis. Bankastjóri B. Kr. hefir sem sé lýst yfir, að lánstrausti Landsbankans hjá Landmandsb. væri að engu leyti haggað. Enginn gengur að því gruflandi, að þessi orð úr munni gæzlustjóra Landsbankans hlytu að hafa spilt mjög lánstrausti Landsbankans, eink- um erlendis, ej sönn hejðu reynst. Hepnin var að þessu sinni, hvað mikið er lagt upp úr sannsögli Jóns Ólafssonar, hvar sem nafn hans er kunnugt. En söm var hans gerðin. Rik tilfinning hefir þa(5 orðið hjá -?S Kppp-ir .rr.)cír T/inr Olfifc- sonar á lánstraust Landsbankans væru svo vaxnar, að hann hlyti að sæta ábyrgð fyrir þær — á einhvern hátt. Út frá þessum tilfinningum góðra manna, kom fram svolátandi fyrir- sþurn á kjósendafundinum á sunnu- daginn til þingmannaefnanna: Vill pingmannsejnið stuðla að pví, að nasta ping kjósi annan gazlustjóra i stað Jóns Ólajssonar, sem ráðist hefir á lánstraust bankans, ej stjórnin jinnur eigi ástaðu til að víkja honum jrá starjinu áður? Þessa fyrirspurn bar fram Jakob Möller bankaritari — og bætti við, að sannanlegt væri, að J. Ól. hefði nitt lánstraust bankans, bæði í ræðu og riti. Þess er getið annarsstaðar í blað- inu, hvernig þingmannaefnin svöruðu þessarri fyrirspurn. Auðheyrt var á áheyrendum, að þeim þótti fyrirspurn þessi koma fram ekki ófyrirsynju, og heimanstj.hnapp- urinn sannaði, hversu rJttmæt fyrir- spurnin var, með þvl að æpa ófarn- aðaróp að fyrirspy’i’anda. Þetta vaT nú 1. þátturinn. Annar þátturinn gerðist á rnánu- daginnJ8 mun hann lengi í minnum hafð’1'- sendi gæzlustjóri Jón Jlafsson kæru til banka- stjórnar Landsbankans yfir Jakobi Möller fyrir fram- komu hans á sunnudags- fundinum og krafðist þess, að Jakob Möller verði rek- inn úr bankanum. Björn bankastjóri Kristjánsson er eigi heima sem stendur. Fyr en hann kemur heim, verður eigi gert út um þetta mál, en J. M. vinnur ekki í bankanum, fyr en úrskurður er fallinn — að ákvörðun banka- stjórnar. Ekki þarf að efa það að lagt verð- ur á það alt kapp af heimanstjórnar- manna hálfu að fá þessum starfs- manni bankans kastað út á gaddinn. En um það eiga fleiri en peir að fjalla — svo er fyrir þakkandi. Enda væri þá skörin farin að fær- ast upp í bekkinn,. ef Jón Ólafsson gæzlustjóri fengi óáreittur að bera þau lánsspjallaósannindi út um bank- ann, sem hann hefir gerl, samkvæmt ofanrituðu vottorði, en starfsmaður í bankanum, sem gerir fyrirspurn út af sannsögulegum viðburðum á opinber- um fundi og rökstyður hana, yrði sviftur atvinnu sinni fyrir það. . Ej pessi starjsmaður Landsbankans yrði svijtur atvinnu sinni jyrir að hann leyjir sér að vita pað á opinberuni jundi, sem í augum allra réttsýnna manna, er stórvítavert, — að eins vegna pess, að gazlustjóri bankans á i hlut — virðist gengið ncer borg- aralegum rétiindum einstaklingsins en scemilegt er. Þesskonar atferli gagnvart undir- mönnum getur átt sér stað á RÚss- lanrii, en annarstaðar ekki. í frjálsu landi má það ekki fyrir koma 1 Bitlingafantar handa sjálfum sér eru þeir mestir af öllum þingmönnuni Lárus H. Bjarnason og Jón Ólafsson. Lárus hefir á þeim 10 ára tíma, sem hann hefir á þingi setið, handa sjálfum sér krækt sér í bitlinga upp á frekar 18 þúsundir króna, eins og sýnt er hér á öðrum stað í blaðinu. En Jón Ólafsson hefir á seinustu 14 árum fengið í bitlingum fullar 31 þús. krónur og meðal annars á siðasta þingi bitlinga upp á hvorki meira né minna en 7 þúsund og 200 krónur. Þessir menn æpa hástöfum um það, hvernig með landsfé sé farið og heimta, að engir bitlingamenn verði kosnir á þing. Þeim atti að verða að pvi sjdlfum. Dæmi um háskann, sem oss stendur af sambands- uppkasti »heimastjórnar<-manna. Fyrir nokkrum vikum gaus upp ófriður milli ítala og Tyrkja, sem kunnugt er. Þá þótti viðbúið, að ýmsum fleiri Norðurálfuríkjum lenti saman, þar á meðal Frökkum og Þjóðverjum. Mörgum stóð stuggur af þessu, og ekki hvað sízt Dönum. í Kaupmanna- höfn var nokkra sólarhringa unnið dag og nótt að herbúnaði, að tryggja víggirðing borgarinnar, því að búist var við, að skipaleiðum til og frá Eystrasalti yrði lokað, Auðvitað hefði Khöfn ekki staðið snúning, ef þessi stórveldi — eða annaðhvort þeirra — hefðu leitað á. Og hver hefðu málalokin orðið að loknum ófriðnum? Langsennilegast þau, að Danmörku hefði verið skift upp milli stórveld- anna, hún numiti úr ríkja tölu. Hún er sem sé ekki nema eins' og mús hjá ketti, samanborin við stórveldin. Og værum vér bundnir við Dani tneð sameiginlegum hermálum, svo sem gert er í Uppkastinu jraga, þá hlyti ísland einnig að koma til skifta í slíkum tilfellunt sem þvi, er hér var nefnt. Það væri óumflýjanleg afleið- ing þess, að vér hefðum hermál sam. eiginleg við Dani. Vér gætum vænt þess þá og þegar að vakna við þann draum, að nú værum vér orðnir eign Frakka, Eng- lendinga eða einhverra annara. Gegn þessum og þvílikum voða berjast sjálfstæðismenn. Takmark þeirra í sjálfstæðismálinu er að slá öruggum lokum fyrir, að slíkur þjóðarháski geti að höndum borið. Og sambandslagafrumvarp þeirra frá þinginu 1909 stefnir beint að því marki. ísafeUu’prentimiðjz

x

Kosningablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablaðið
https://timarit.is/publication/1289

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.