Tuttugasta öldin - 26.03.1909, Síða 2
2
20. ÖLDIN.
f----------------------------- ^
IL/felsrose 3í^3.±fi-_
Heyndu það við ínorgunverð
Þú biðurum það viðdagverð
Þú heimtar það við kvöldverð.
Einusinni reynt. altaf notað.
Ver pöntum vort eigið kafli í stórslumpum og getum því gefið þér sér-
srr.ka prísa er 25 pund eru tekin í einu.
Sérstakt íslenzkt brent kaffi í 25 punda pökkum á $4.10.
Te, bezta blöndun. allar sort'r 25C. upp.
Ilreint Cream Tartar gerduft, Ocean Wave
5 punda kanna 85C.
McLarens Invinsible Extracts, allar sortir 16 únsa glas 90c.
“ •Telly Powder, hvert dúsin $1.00.
Krydd, allar sortir. ábyrgst að vera alveg hreint, pd. 40c.
Lowneys Hreakfast Cócóa. y)undkanna óOc.
Nú er Maplesýróps tíðin austurfrá. Vér höfum samið um nokkur þús-
und gallon af því allra fvrsta og eins fljótt og fyrsti farmur
ke'nur inn, getum vér látið úti alveg hreint Maple Syrup
á $1.50 gallons cönnu.
THE CEYLON TEA CO.
Phone 7590. 146 Isabel St. WINNIPEG.
Sýnishorn af kaffi sent ef um er beðið. i
>)
20. 01d-Í2TL
Óháö vikublaö.
Utgefendur: -
Twentieth Century Put). Co.
Winnipeg,.
Mán.
Canada.
Kemur út hvern föstudag.
Verö: í Canada $1.00 á ári,
fyrirfram borgað.
Utan Canada $1.50.
tTtanáskrift til blaösins er:
“20. Öld.irLfct
Winnipeg,
Eitt vikmblaöiö enn. Vér sem
stöndum fyrir útgáfu þessa blaðs,
höfurn þá skoöiin.að þó hin viku-
blööin séu mikið góð og fullnœgþ
andi íslen^ku sálarlítí, þá megi
þó enn bétur gera. í sumum grein-
urn aö ininsta kosti. Vér trúurn
því, að enn sé þörf fyrir blað
meðal Vrestur-Islendinga því enn
sé ekki fullnœgt hinum andlegu
kröfum manna cg kvenna í þessu
landi.
Höfum vér því ráðist í að
stofna dálítið vikublað, er sé að
öl!u óháð í hvaða máli sem er,
þori að rœöa um hvaða málefni
sem er, án ótta fyrir því aö les-
endurnir vilji ekki heyra það sann-
asta og réttasta sein föng eru á að
aíla sér um hvert málefni.
Vér auglýsum enga sérstaka
stefnuskrá, aö ööru en því, að
vér tölum máli þeirra skoöana,
sem vér álítum aö miði ti’. betr-
unar og menningar fyrir menn
yhrleitt. En það má taka fram,
að vir viljum frelsi og réttlœti í
hvívetna fyrir alla menn og kon-
ur, og það strax nú, — ekki ein-
hverntíma meö undandrœtti og
helirings afslætti.
Vér höfum valiö blaöinu þetta
nafn, ,,20. Öldin“," af því að vér
œtlum aö ræöa tuttugustu aldar
málefni á tuttugustu öld við tutt-
ugustu aldar fólk,
Vér ætlum að gera vort allra
bezta, og vér viljum gera vel. En
til þess að þetta blað geti náö til-
gangi sínum, verðum vér að heita
á hvern góðan dreng og konu, aö
leggja oss sitt lið aö svo miklu
leyti sem kraftar leyfa, — bœði
með að senda oss fréttir, ritgjörð-
ir og kvœði, og sömuleiðis að út-
vega blaðinu áskrifendur.
Að svo mœltu sendum vér frá
oss fyrsta tölublað 20. Aldarinnar
og vonum að henni veröi vel tek-
ið, og hún eigi fyrir sér að þrosk-
ast og gjöra gagn.
Útgefendurnir.
VONDIR
Hetir yður nokkurntima dottið
í hug að reyna að grenslast efiir
ástandi “vondra drengja”. Heim-
ili sumra drengja eru ekki góð.
Eoreldrarnir ætla að gera börnin
góð með kristilegri hirtingu við
og viö og um að gjöra að hún sé
nógu hörö. Þaö er ekki rétt aö
svíkja af blessuðum börnunum
þessa himnesku blessun, þessa
kœrleiksríku athöfn, þessa mann-
úölegu aðfeið aö gjöra þau aö
göfugum mönnum og konurn.
Hafið þér nokkurntíma reynt
hina aðferðina þegar börnin eru
ódœl, — að vera þeim góð?
Versti drengurinn í skólanum.
Taktu hann afsíðis, vittu hvort
hann hefir nægilegt viðurværi og
sómasamleg klæði. Komdu inn
hjá honum feguröartiltinningu.
Og umfram allt vittu hvort litla
hjartaö hans hungrar—hungrar ei
eftir ást, blíðuatlotnm. Hví aö
láta barnssálina svelta í hel frem-
ur en líkamann, fyrir skort á ást
og hluttekningu.
r \
jj 20. Aldar Guðspjall.
V*_________________ J
Hedbrigði lfkamans er undir-
staða undir heilbrigði sálarinnar.
P'örum því gœtilega með líkama
vorn. Misbjóðið honum ekki
með óreglu og ofnautn. Hót-
semi er lykill farsceldar. Vörumst
sterka drykki og tóbak í allri
inynd. Drekkum kaffi varlega.
Margur hefir um sárt að binda
eftir viðskiftin við það. Hrein-
lœtiíhúsum vorum er dýrmœt-
ara en peningar á banka. Vörum
oss á mikilli meðalanautn. Flest
meðul eru sterkt eitur og skemma
meir en þau bæta.
Að kunna aö vernda í sér
lungun með réttri andardráttar-
aðferð, er list sem allir þyrftu aö
kunna.
— Lœrum að bera oss vel, —
ganga fallega og venja líkamann
við hollar og eðlilegar hreyfingar.
Menn baða sig aldrei of oft.
Gallaðan vöxt má laga ef aö-
ferðin er kunn. Líkamsæfingar
eru betri en læknar. Dans er
hollari en kyrkjulall.
— Fegurðar tilfinning manns-
ins er aldrei á of háu stigi. Is-
lendingum er ábótavant í þeirri
grein. Göngulag manna lýsir
karakter þeirra. Samaerumalla
aðra hreyfingu hans og látæði.
— Reynum að þekkja sjálfa oss
bæði andlega og líkamlega. Svo
aðra á eftir. Vor allra nauðsyn-
legasti lærdómur, er í því fólginn,
að geta þekkt sem bezt hver ann-
an. Vér erum öll systkin.
— Ef vér frelsum líkama vorn
þá er sálinni borgið. Heilbrigö-
isfræði er vor bezti sálusorgari.
— Hvað er sannleikur? Virki-
leikinn. Allt nema ímyndaðir
draumórar fáfróðra og andlega
sjúkra vesalinga.
— Látum oss biðja. — Um
hvaö? -- Sannleik, fegurð, rétt-
læti.
Hæfileg háðgrein var í síðasta
,,Baldri“ um ..Auðsafn Vestur-
íslendinga“, er Hkr. birti 14 jan.
,,Helgi magri‘‘ er undirritaður.
Þessi auðsafnsvizka var álíka gitn-
steinn í hagfrœði eins og „Bjart-
sýni og bölsýni“, sem Lögb. flutti
einu sinni, var í heimspeki. Og
það er eins og manni sé ómögu-
legt að gleyma flugnagreininni
sœlu. Sœlir eru hreinhjartaðir.
ísland.
(Stælt.)
I.ag: þii bláfjallageimur ete.
O, fjallháa, eldþrungna íshafsins
land,
ég ann þér og minnist þín með
lotning.
Við þig fram í dauða mig bindur
kærleiks band,
ó, blessuð móðir, fagra Norðurs
drottning.
Tvennskonar sjúklingar.
Öllum sjúklingum má skifta í tvo
fiokka, þeim sem vilja verða heil-
brigðir og þeim sem ekki vilja það.
Margt af fölki er ánægt með sína
kvilla, í sannleika, læra að unna
sínu krankleiks ástandi. Þó þeir
þykist vilja fá bata, þá er þeim það
ekki alvara. Þeirra sjúkdómur er
svo sérstakar, er þektur um alt, og
allir læknar segja það inn undarleg-
asta sjúkdóm sem þeir hafi séð.
Hinn flokkur sjúklinganna er
líka krankur, en það eru ærlegir
menn, Þeir vilja verða heilir. Þeim
er alvraa með að gera sitt til/og
takaglaðirá móti þeirri aðhlynn-
ingu er þeim býðst. Þessi stóri hluti
manna er jafnan áreiðanlegur. Þeim
þykir ekki æra í að vera í voluðu
ástandi. Þá langar til að verða frískir
og geta aftur farið að vinna.
Magnetic Shields geta læknað alla
sjúkdóma er vísindin þekkja sé því
gefið tækifæri. Sjáið hvað Magnetism
hefir gert fyrir þenna mánn er alt
annað brást.
The Magnetic Shield Co., Winnipeg, Man.
Herrar.—Eg hefi notað yðar segulmagns áhöld aðeins í 3 vikur og hafa
þau hjálpað mér mjög inikið. Eg var ófær, á hækjum þegar ég fékk þau.
Eftir tvær vikur gatéggengið án hækjanna og fann ekki mjög mikiðtil
0g gat komið út fvrir dyr fyrsta sinn í 4 mánuði. Eg vildi ekki l&tu
þau fyrir tíu sinnuiu það verð sem ég borgaði fyrir þau. Eg vildi segja
að þér mættuð nota þetta bréf fyrir vottorð, og ég skal senda eiðfest
vottorð ef þér óskið, þar ég ber fylsta traust til þeirra, hve mikið gott
þau geri þeim er nota þau, Þeir mörgu sem vissu hvað veikur ég var,
munu einnig votta það sama. Yðar, með þakklátsemi
Arthur Vopni, 489 Victor St.
Winnipeg, Man. 13. marz, 1909.
ARTHUR VOPNI.