Tuttugasta öldin - 20.05.1910, Side 3
XX.OLDIN,
3
HUCREKKI HEBRA
PEGLOW.
Eftir E. J. Rath.
(Framhald.)
“já,” rnælti gamli maöurinn
\-andræðalega.
“GætnS þér ekki keypt mér
orðabók?”
Augu Miss Picket voru svo ein-
lægleg og biðjandi aö jregar
Hobby leit í j^au, félst honum
ketill í eld.
“Jafnveí lítil orðabók dvgði”
bætti Miss Pickett við.
Gamli Hobby leit ólundarauga
í áttina til Peglow. Þessi trúi
Jijón lá ofan yhr bók sína. Höfð-
inginn hreyfðist þreytulegaj sæti
sínu og mælti í lágum tón.
“Auövitað, Miss Pickett, þú
skalt hafa oröabók á morgun.”
“Það verður elskulegt” sagði
Miss Pickett um leið og hún stóð
upp og tók þetta ranga bréf.
“Sögðuö þér að þaö ættu aö vera
tvö T í virðingarfyllst ? ”
“Já, tvö, sagði gamli maöurinn
og sneri sér til vinnu sinnar rneö
andvarpi.
Næsta morgun tók Mr. Peglow
utan af stórum bögli á skrifstof-
nnni. Og er húsbóndinn kotn
sagði hann honum tíöindin.
“Oröabók hefir veriö send oss,
Jtaö hlýtur misgáningur að vera á
ferö.”
“Nei, jraö er alveg rétt,” mælti
hann lítilmótÞga.
“Er oss ætluð hún” spurði Peg-
low alveg hissa.
“Hún er fyrir Miss Pickett”
Mr. Peglow glápti á húsbónda
sinn með gapandi munn nokkra
hríð, hristi síöan höfuöiö og gekk
til vinnu sinnar.
Hávaðinn frá innri stofunni
hélt áfrarn aö pína félagið Hobbv
og Hoople, Hobby og Peglow
liöu þaö þegjandi líkt og svnda-
gjöld. I hálfan mánuö sögðu
þeir ekki orö um þaö. Báðir
vissu hvaö hinum leið og þvf vor-
kendu þeir hvor öörum.
Stúlkan kom á hverjum morgni
í tíma og stafsetningin var útdautt
málefni. Nú var meira skrifaö
en fyr af því Miss Pickett skrifaði
hvert bréf tvisvar. Þetta var
mentun fyrir Miss Pickett en J)að
var að fara með taugar þeirra
Hobby.
“Getur þú ekki fundið neina
aðra ástæöu Peglow minn,”
spurði húsbóndinn einn dag, jieg-
ar geðsmunirnir voru í versta lagi.
“Fyrir hvaö?” sagði Peglow
aumkunarlega.
“Fyrir að reka Miss Picket.t. ”
Nú heföi Peglow viljað veröa
að liöi, en honum gat ekki hugs-
ast neitt svo hann hristi höfuðið
til að votta Jiann sannleik.
“En géturöu ekki séö, að þú
og ég getum ekki þolaö Jætta
lengur? Það er að eyöileggja
þig og mig líka. Eg get aldrei
vanist viö J;>að. Við erum of
gamlir að læra. Við veröuin aö
finna annan veg.’’
“Eg vildi ég gæti þaö,” sagði
Peglow ólánlega.
“En þú verður. ”
Peglow hugsaöi djúpt og lengi
og sagði svo :
“Gætir þú ekki gert Jaaö bara
fyrir hina sönnu ástæöu ?’’
Það birti yfir Höbby.
“Jú, ég gæti, býst ég viö—og
bölvaö fari, ég skal gera þaö, og
það strax. Miss Picett!, Nei,
nei, Mr. Peglow, vertu kyr.”
Peglow steig á vígsl á fótinn
Jaegar Miss Pickett kom ineð
skrifbók sína.
‘ E—Miss Pickett, “sagði Mr.
Hobby.
“Já, Herra.”
“Mr. Peglow og ég”—þaö var
lélegt aö draga Mr. Peglovv inn í
Jretta, en hann Jiurfti siöferöis
styrk—“Mr. Peglow og ég höld-
um, Jvaö er, við höfum kornist aö
þeirri niðurstöðu að ritvélin sé—
e -hvaö—hvað var það sem við
sögðum um ritvélina, Mr. Peglow”
Peglow leit illilega til húsbónda
síns, leit svo ri Miss Pickett.
“Eg held viö höfuin veriö að
tala urn þaö vantaði nýja reim í
vélina. ’’
“Hobby horföi undrandi á skiif-
arann sinn. Peglow var dáltið
rjööur. Þeir litu báðir á Miss
Piekett, svo aftur hvor á annan.
“ Vantar nýja reirn ? ” stundi
Hobby.
“Eg held hreint ekki” mælti
Miss Pickett hissa. “Ég lét nýja
reim í í gær morgun.”
Mr. Hobbv beigöi höfuö sitt
ofan yfir púlt sitt og fór að leita
aö bréfi er hann hafði rétt skrifað
undir.
“Alveg rétt, alveg rétt, þú
geröir það. Hvernig fór Jiér aö
detta í hug að Jwrfti nýja reim
núna, Peglow ? ”
“Ég veit ekki,” sagði Peglow
klaufalega, “máske mig hafi rnis-
rnint. ”
“Já, þig hefir mismint,” sagði
Hobby nokkuð beisklega, og
skoðaði svo bréfið. “Reimin
sýnist alveg ný. Ég held þaö sé
alt, Miss Pickett, þakk fyrir. ”
(Fra mh.)
Björnstjerne Björnsson,
norska skáldiö, fi elsishetjan og
fríhyggjandinn, dó í Paris, 25.
april.
Fyrri part æfi sinnar gaf hann
sig mest viö bókmentun, en síöar
var hann fyrirliöi pólitískrar
hreyfmgar. Frakklendingur einn
hefir nefnt hann Hugo Norðurs-
ins.
Fyrst aöhvltist hann trúarskoö-
un Grundtvigs, en viö að kynnast
verkum Darwins, Spencers, Mills
og Taines fóru ritverk hans aö
taka á sig rneiri vantrúar blæ.
Hann tilheyrði “International
Freethought Federation” og var
erindreki á alheims þing fríhygg-
jenda í Róm.
Þessi rníkli frelsis frömuður er
Jrá lagstur til hvílu. Fáir unnu
annaö eins dagsverk og heimurinn
er miklu betri fyrir að hafa fram-
leitt slíkan mann.
1884 skrifaöi Björnson Inger-
soll bréf, er lýsti vel trúarskoðun-
urn hans og væri vel að koma
með Jrað síðar.
Bréfkaflar frá Páli Jónssyni.
II.
Milaca, Minn, 15. júní, 1909.
Kæri vinur :
Eg hefi meötekið fjögur tölu-
blöð af þínu ágæta.vikublaði. Ég
hefi aðeins fariö iljótlega yfir það
enn Jrá, en mín meining er sú, að
þú látir í ljósi ina frjálsustu og
skynsamlegustu skoöanir á við-
feldin og vinsælan hátt. Þú rit-
ar meö ákveðnum ásetningi aö
komast að Jrví sanna og skoðar
hlutina niður í kjölinn, og ég tel
víst að þú eigir eftir að sigra.
Uppdráttur Þ. Þorsteinssonar
er fallegur, og ég óska Joér til
lukku með hið fyrsta og hugnæm-
asta vikublað á Islenzku.
Þinn með vinsemd
PÁLL JÓNSSON.
LESIÐ ÞETTA
Stefria þessa felags ér ; ð gera alla
áiiægða og nú gefum vér eftirfar-
andi tilboð:
Þér veljið yðnr Píanó lijá oss og
vér sendum yður það hehn tafar-
laust á vorn kostnað. Þér reynið
það í 30 daga ókeyjiis. Ef yður
líkar það seljnm vér yður það á
Ini dsölu verði. Líki yður það ekki
sendið þér oss það til baka á vorn
kostnað.
Býður nokkur betur?
W.Dohertj Piano & Organ Co.
Limited
Western Branch, Winnipeg.
Factories, Clinton, Ont.
Utdráttur úr Landtöku-
reglugjörð fyrir Canada
Norðvesturlandið.
Rferhvert fjtiUkylduhöfuð, eða
karlmaður yfir 18 ára, má taka J
úr sectiou af heimilisréttarlandi í
Manitoha, Saskatchewan eða Al-
berta. Umsækjandi verður að leggja
sjálfur fram beiðni sína á Dominion
iands skrifstofu eða aukaskrifstofu
fyrir það umdæmi. Fullmaktaruin
sókn má gjöra á hvaða skrifstofu
sem er, með sérstökum skilyrðum,
af föður, móður, syni, dóttur, systur
eða bróður umsækjanda.
Skyldur— Sex mánaða ábúð og
ræktun árlega í þrjú ár. Landnemi
iná búa innan 9 mílna frá landi sinu
á bújörð minnst 80 ekrur, er hann
sjálfur á eða faðir, móðit’, sonur,
dóttir, bróðir systir.
A vissum svæðum má landnemi
er stendur í skilum, taka forkaups-
réttarland (preemption) J úr section
samhliða sír.u íandi. Verð §3.00
ckran. Skyldur—Abúð á landinu í
6 máriuði á ári f þrjú ár frá land
töku [að meðtöldum tíma ti) að
vinna landskyldurnarj og rækta 50
ekrur me.ira.
Laudnemi sem ekki getur tekið
forkaupsland, má kaupa land á
vissum svæðum. Verð $3.00 ekran.
Skyidur— Sex mánaða ábúð á ári í
þrjú ár, 50 ekra ræktun og að reisa
hús er sé $300 virði.
\V. W. CORV,
Deputy Minister of the Interior.
N.B.—-Þessi auglýsing, prcntuð án
heimildar, verður ekki borguð.
Með þvi að viðurkenna að gnð liafi
skapað tilveruna, kemur sú spurn-
ing: af liverju skapaði hann hanav’
Auðvitað var hún ekki sköpnð af
engu. „Ekkert“ skoðað sem smíð-
isefni (raw material) er hið mesta
gabb. Aíleiðingin verður því að
guð hlýtur að hafa slíapað heimiiin
af sjálfum sér, þar eð hann var hin
eina tilvera. Heimurinn er efnis-
legur, svo ef hann var úr guði skap-
aður, þá helir guð hlotið að vera
efnislegur.
ASBESTOS CASKETS & TENTSHIELDS’
Aliar sortir af maskínuolíu, öxulfeiti, packing, leðurbeltum og
endalausum þreskingaTieltum, rubber, striga og margt annað.
Vér skulum glaðir uppfylla pöntun yðar smáa og stóra og ábyrgj-
ast að gera yður ánægða með gæði og verð vörunnar.
Sérstök athygli veitt þreskjurum,
Reynið oss.
SterlirLgf S’mppl^r Co.
P. O. Box 1951 cor. jamcs & iscrtiia sts. Phone, Aíain 3290
Winnipeg, Man.