Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.05.2018, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 17.05.2018, Blaðsíða 10
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 17. maí 2018 // 20. tbl. // 39. árg. Hinir árlegu vortónleikar Karlakórs Keflavíkur fara fram í Ytri- Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 15. maí og fimmtudaginn 17. maí kl. 20:30. Kórinn hefu nú tekið á söngskrá sína lög eftir nýrri höfunda eins og „Orðin mín“ eftir Braga Valdimar Skúlason, „Dýrð í dauðaþögn“ eftir Ásgeir Trausta, „Stingum af“ eftir Mugison og „Leiðin okkar allra“ eftir Þorstein Einarsson og Einar Georg Einarsson. Arnór Vilbergsson hefur útsett þessi lög af sinni alkunnu snilld fyrir kórinn. Auk þessara laga býður kórinn upp á hefðbundnari karlakórslög eins og „Logn og blíða“, „Hver á sér fegra föðurland“, „Úr útsæ rísa íslands fjöll“, „Kirkjuhvoll“, „Ár vas alda“, „Brennið þið vitar“ og fleiri lög. Kó r f é l a g a r b r e g ð a s é r í einsöngshlutverk, dúett og tríó sem syngja lög af ýmsu tagi. Stjórnandi kórsins er Jóhann Smári Sævarsson og píanóleik annast Sævar Helgi Jóhannsson. Miðaverð við innganginn er 3000 kr. og kórfélagar bjóða miða á 2500 kr. í forsölu. Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur Síðari vortónleikar Karlakórs Keflavíkur fara fram í Ytri- Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 20:30 Stjórnandi kórsins er Jóhann Smári Sævarsson og píanóleik annast Sævar Helgi Jóhannsson Miðaverð við innganginn er 3000 kr. og kórfélagar bjóða miða á 2500 kr. í forsölu Karlakór Keflavíkur VORTÓNLEIKAR KARLAKÓRS KEFLAVÍKUR Nýverið kom Emil Birnir Sigurbjörnsson í Myllubakkaskóla í Keflavík og færði skólanum silfurpening með mynd af Kristjáni X sem hann fékk í skírnargjöf frá ömmu sinni, Bjarnveigu Sigríði Magnúsdóttur árið 1933. Peningurinn verður geymdur í myntsafni skólans sem er minningarsafn Guðlaugar og Eyjólfs á Stuðlabergi. Myntsafnið gaf Guðjón Eyjólfsson síðla síðasta árs en hann er einnig kenndur við húsið Stuðlaberg í Keflavík. Gaf sjaldgæfa mynt í safnið í Myllubakkaskóla Á myndinni eru þau saman Guðjón Eyjólfsson, Emil Birnir og Bryndís Guðmundsdóttir, skólastjóri Myllubakkaskóla. Á hvaða braut ertu? Ég er að útskrifast af fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er tvítug og er úr Keflavík. Helsti kostur FS? Það mun vera Birna Björg. Hver eru þín áhugamál? Ferðast, söngur og bækur. Hvað hræðist þú mest? Siðblindingja og að þurfa að fara út með ruslið. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Páll Orri, klárlega. Hann verður einn daginn að reyna að sannfæra mig að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn sem formaður hans, ekki bara meðlimur. Hann hefur nú þegar æft sigurræðu sína. Verður gaman að sjá. Hver er fyndnastur í skólanum? Kamilla Birta, hún fær mig alltaf til að skella upp úr. Hvað sástu síðast í bíó? Það er svo langt síðan að ég hef ekki glóru. Lík- legast einhver ástardella. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Mér finnst vanta gömlu góða heimatilbúnu taco langlokurnar sem voru á busaárinu. Hver er þinn helsti kostur? Ég er skipulögð og samkvæm sjálfri mér. Hvaða app er mest notað í símanum hjá þér? Ætli Messenger og Instagram sigri ekki þá keppni. Kim Kardashian leikurinn kemur þó sterkur inn á eftir. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi slaka aðeins á beislinu sem stýrir stjórn nemendafélagsins. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Gleði, húmor og létt lund. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Ég hef frábæra reynslu af félagslífinu. Það mættu fleiri taka þátt, en þetta er allt að mjakast í rétta átt! (Halló Grindvíkingar, hvar eruð þið?) Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég er svolítið að reyna á þessa spurningu þessa dagana. Svarið er ekki að koma til mín, bara engan veginn. Hvað finnst þér best við það að búa á Suður- nesjunum? Garðskagi. Það er yndislegt að fara yfir í kyrrðina þar þegar margt er um að vera. Hvað myndirðu kaupa þér ef þú ættir þúsund- kall? Ætli ég myndi ekki kaupa ís handa pabba. Hann á það til að röfla endalaust um að ég kaupi aldrei neitt handa honum. FS-ingur vikunnar Hræðist siðblindingja Eftirlætis... ...kennari: Bagga, Anna Taylor og Lovísa....mottó: Vera alltaf á réttum tíma. ...sjónvarpsþættir: Hart of Dixie, mæli með....hljómsveit/tónlistarmaður: Þessa dagana er það Elton John. ...leikari: Sandra Bullock. ...hlutur: Sængin mín. Nafn: Sandra Ólafsdótti r. Nafn: Sesselja Ósk Stefánsdóttir. Í hvaða skóla ertu? Myllubakkaskóla. Hvar býrðu? Í Reykjanesbæ. Hver eru áhugamálin þín? Að dansa, syngja, leika og fimleikar. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er í sjötta bekk, ég er tólf ára. Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Að hitta vini mína. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Nei, ekki alveg. Ertu að æfa eitthvað? Já, söng. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Syngja, dansa og hanga með vinum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að hlaupa. Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Örugglega mat fyrir fjölskylduna mína og nammi. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Símans minns. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Förðunarfræðingur eða bakari. Ætlar að verða förðunarfræðingur eða bakari Sesselja Ósk er grunnskólanemi vikunnar matur: Pizza. tónlistarmaður: Ariana Grande og Ed Sheeran. app: Snapchat og Instagram. hlutur: Síminn minn. þáttur: Friends og Riverdale.Uppáhalds

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.