Morgunblaðið - 20.11.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.11.2017, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  273. tölublað  105. árgangur  GLAÐARI KONUR OG GLAÐARI KARLAR NÁÐI SÖGU- LEGUM ÁRANGRI BÓK UM MERK VERK Á SKÓLA- VÖRÐUHOLTI VALDÍS ÞÓRA ÍÞRÓTTIR ÚTISÝNINGAR 26KVENRÉTTINDAFÉLAGIÐ 12 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Óvissustig við Öræfajökul, sem lýst var yf- ir á föstudag vegna jarðhræringa og auk- innar jarðhitavirkni þar, verður endur- skoðað á morgun, þriðjudag. Jarðvísindamenn voru á staðnum um helgina og gerðu ýmsar mælingar sem nú er verið að vinna úr. Fundað var um stöðu mála hjá almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra í gærkvöldi og farið heildstætt yfir stöðu mála. Aukinnar jarðhitavirkni við Öræfajök- ul sér meðal annars stað í auknu vatns- magni í Kvíá í Öræfasveit, en vatnið er tal- ið koma úr sigkatli sem myndast hefur í jöklinum. Ketillinn er um kílómetri að þvermáli og er dæld í hjarnbreiðu jökuls- ins, eins og sést á þessari mynd Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, sem flaug þarna yfir í gær. Þróun mála við Öræfajökul þykir um margt tilsvarandi því sem gerðist í aðdrag- anda gossins í Eyjafjallajökli árið 2010. „Vegna rýrnunar jökla um 30 mm á ári og minna fargs hefur land á áhrifasvæði Vatnajökuls verið að rísa og slíkt getur leitt af sér myndun á bergkviku og mikla hreyfingu hennar. Atburðarásin við Öræfa- jökul getur orðið mun hraðari en þegar Eyjafjallajökull tók að bæra á sér,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Ís- lands. Hjá almannavarnadeild lögreglu hef- ur Öræfasveit nú verið sett í gjörgæslu og áætlun sem grípa má til ef rýma þarf sveit- ina í skyndingu er í vinnslu. Atburðarás við Öræfajökul getur orðið hröð Morgunblaðið/RAX MVísbendingar eru um aukna virkni »4  Aukning langtímaveik- inda meðal félagsmanna Kennara- sambands Ís- lands hefur leitt til þess að skerða þarf þann tíma sem félagsmenn eiga rétt á greiddum sjúkradagpeningum um 25%. Kristín Stefánsdóttir, formaður stjórnar sjúkrasjóðs Kennarasam- bandsins, segir að ef ekki hefði verið brugðist við með skerðingum hefði sjóðurinn tæmst á einu ári. Hún segir aukið álag á kennara í starfi líklega orsök aukinna langtímaveikinda á meðal félags- manna. » 11 Langtímaveikindi sliga sjúkrasjóð KÍ Kennarar Fá minni sjúkradagpeninga. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég skil ekki að einhver geti fengið leyfi til að fara inn í húsnæði og bola annarri starfsemi út,“ segir Magnús Árnason, eigandi flugeldasölunnar Gullborgar við Bíldshöfða 18. Magnús og aðrir eigendur fyrir- tækja í húsinu hafa farið fram á lög- bann á rekstur gistiskýlis fyrir hæl- isleitendur sem Útlendingastofnun áformar að koma fyrir á efri hæð hússins. Magnús segir að ekkert samráð hafi verið haft við eigendur fyrir- tækjanna um breytingu á nýtingu húsnæðisins en ljóst er að hann fær ekki að selja þar flugelda verði gisti- skýlið opnað. „Eigandi húsnæðisins uppi óskaði eftir breytingu á deili- skipulagi fyrir húsnæðið þegar allir voru í sumarfríi. Það átti að reyna að koma þessu í gegn bakdyramegin. Því var hafnað hjá skipulagsráði þar sem það væri önnur starfsemi í hús- inu. Það þarf samþykki allra. En í millitíðinni fer hann í Björt Ólafs- dóttur og fær hana til að gefa út bráðabirgðaleyfi á þessa starfsemi sína. Ég skil ekki hvers vegna hún samþykkir það. Hún er að brjóta lög á öðrum eigendum í húsinu,“ segir Magnús, sem rekið hefur flugelda- sölu í húsinu samfleytt frá 1995. „Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að selja þá ef ég má ekki gera það í mínu eigin húsnæði.“ »11 Brjóta lög á eigendum  Deilt um gistiskýli fyrir hælisleitendur á Bíldshöfða 18  Undanþága frá umhverfisráðuneyti bolar flugeldasala burt Morgunblaðið/Hanna Bíldshöfði Eigendur fyrirtækja krefjast lögbanns á gistiheimili. Á jörðinni Hurðarbaki í Kjós hvíla jarðneskar leifar meira en 200 gæludýra en þar hefur verið gælu- dýragrafreitur frá árinu 2002. Þar eru grafin bæði stór og smá dýr, m.a. hundar, kettir, hamstrar, eðlur og slöngur. Á mörgum leið- anna eru legsteinar eða krossar og að sögn Guðnýjar G. Ívarsdóttur, sem á og rekur garðinn, skiptir það fólk miklu máli að geta vitjað dá- inna gæludýra sinna. »10 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hurðarbak Um 200 dýr eru grafin þar. Hinsti hvílustaður hvutta og kisu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.