Morgunblaðið - 20.11.2017, Síða 17

Morgunblaðið - 20.11.2017, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2017 Frá því að stjórnarmyndunar- viðræður hófust milli Fram- sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fjöl- miðlar verið uppteknir við að skýra frá óánægju í baklandi VG. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins er hins vegar sagður þess albúinn að láta VG eftir for- sætisráðuneytið, enda hafi hann ekki einu sinni sóst eftir umboði til stjórnarmyndunar, þótt til- raunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda vinstristjórn hafi mistekist. Sjálf- stæðisþingmenn eru flestir sagðir fylgja honum að málum af einskærri ábyrgðar- tilfinningu, svo framarlega sem fimm þeirra (tæpur þriðjungur þingflokksins) komist í ráðherrastóla. Ábyrgðarkenndin er slík, að nú er jafnvel rætt um að fjölga ráðherrum um sama leyti og Sjálfstæðisflokkurinn mót- mælir væntanlegri fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík. Í raun sjá þingmenn sér hag í því að gengi formannsins hafi fallið, því að þá stækkar ráðaherrakvóti þeirra. Sagan endurtekur sig. Árið 1983 hafði Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, misst þingsæti sitt og tök sín á flokknum, en þráaðist við að segja af sér. Hann gaf sjálfstæðisþingmönnum kost á að velja á milli þess að flokkurinn fengi forsætisráðu- neytið og fjóra ráðherrastóla að auki, eða léti Framsókn eftir forsætið og fengi þá sex ráðherrastóla. Yfirgnæfandi meirihluti þing- flokksins kaus síðari kostinn. Nú er ljóst, að stærsti flokkur í hugsan- legri samsteypustjórn þriggja flokka getur ekki krafist forsætisráðherraembættisins, ef væntanlegir samstarfsflokkar sætta sig ekki við formann hans í embættið. En við slíkar kringumstæður reyna menn oftast að þræða bilið á milli skörpustu andstæðna við val á forsætisráðherra. Eitt er víst, að enginn formaður hægri- flokks, miðflokks eða jafnaðarmannaflokks, sem nyti mests kjörfylgis í vestrænu landi, myndi sætta sig við ríkisstjórnarforystu mun minni flokks, sem kenndi sig við vinstri róttækni, jafnvel þótt völ væri á jafngeð- þekku forsætisráðherraefni og Katrínu Jakobsdóttur. Verði af væntanlegri stjórn- armyndun á hún sér áreiðanlega ekkert for- dæmi í stjórnmálasögu Evrópu. Það ætti að vera fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins til umhugsunar um, hvað formanninum og þingflokknum gangi til með ósíngirni sinni og hvaða áhrif hún geti haft á stöðu flokks- ins í framtíðinni. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins lýsa flokknum á tyllidögum sem stærstu fjöldahreyfingu landsins með um 50 þúsund félaga og að- alstoð lýðræðis í landinu. Því má spyrja, hvers vegna frétt- ist ekkert um afstöðu þessa fólks til stjórnarmyndunar, á meðan daglega eru sagðar fréttir úr baklandi miklu fá- mennari flokks? Aðalskýr- ingin er sjálfsagt sú, að VG heldur úti netsíðu til skoð- anaskipta á milli félaga sinna og allnokkrir þeirra hafa sagt sig úr flokknum vegna óánægju. Ætla má að almennt ríki meiri sátt á meðal sjálfstæðismanna um það grundvallaratriði að taka upp stjórnarsam- vinnu við VG. Hvort flokkurinn eigi, þvert á úrslit alþingiskosninga, að gangast undir stjórnarforystu vinstri grænna er annað og með öllu órætt mál á meðal flokksmanna. Forystan ætlar sér hins vegar augljóslega að útkljá það, án þess að leita umboðs eða hafa minnsta samráð við flokksfólkið, eins og ég fékk staðfestingu á í síðustu viku. Þá sendi ég stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, tölvuskeyti sem einn úr hópi 50 þúsund flokksmanna. Ég hvatti stjórnina til að efna án tafar til fundar, þar sem formaður flokksins ræddi stjórnarmyndunina og stöðu flokksins og sína eigin í ljósi kosningaúrslita. Jafnframt yrði manni, sem talist gæti góður og gildur fulltrúi almennra flokksmanna, boðið að hafa framsögu með formanninum. Ég benti á að leyfa yrði frjálsar umræður á fundin- um, svo að eitthvert samtal gæti farið fram á milli forystunnar og annarra fundar- manna. Þessi ábending var ekki að ástæðulausu. Á þeim þremur fundum sem ég hef sótt í Valhöll á síðustu árum hafa frjálsar umræð- ur ekki leyfst, jafnvel ekki um icesave-- samninginn. Virkir félagar í flokknum segja mér að þetta sé orðin regla. Forystumenn hafi jafnan óheftan ræðutíma, en fundar- mönnum leyfist aðeins að bera fram stuttar fyrirspurnir, ella sé þaggað niður í þeim. Afrit af áðurnefndu skeyti til Varðarstjórn- arinnar sendi ég m.a. formanni flokksins, ritara og varaformanni. Ég tók fram vegna reynslu af fyrirrennurum Varðarformanns- ins, Gísla Kr. Björnssonar, að svarleysi yndi ég ekki við heldur tæki málið upp í dagblaði, ef þannig bæri undir. Nú fór eins og vísir menn höfðu spáð, að formaður Varðar svaraði mér engu. Ég sendi því Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara og varaformanni flokksins, og Guð- laugi Þór Þórðarsyni, fyrsta þingmanni í kjördæmi mínu, skeyti með ósk um að þau beittu sér fyrir því að Varðarformaðurinn svaraði erindi mínu. En þau Áslaug, sem telst ábyrg fyrir flokksstarfinu, reyndust ekki virða mig svars fremur en formaður- inn. Nú hafði ég bent honum á að Vörður hefði vanrækt að gefa óbreyttum flokks- mönnum tækifæri til að segja forystunni álit sitt á stjórnarmynduninni og lauk skeytinu til hans svo: „Tillaga mín miðar að því að þeir fái að láta í sér heyra – er það nokkuð til of mikils mælst? Ég álykta að þögnin, sem þessi spurning mín mætti frá þeim þremenningum, jafngildi eftirfarandi svari flokksforystunnar: – Já, það er sann- arlega til of mikils mælst að ræða hugsan- lega stjórnarmyndun og afsal á forystu- hlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG við óbreytta flokksmenn, áður en til ákvarðana kemur. Gangi allt eftir keyrir formaðurinn málið í gegnum þingflokk og þægt flokks- ráð og þá fáið þið, flokksmenn góðir, væntanlega að heyra hann segja sigri hrós- andi frá stjórnarmynduninni. Kannski fá menn þá eins og þrjár mínútur hver til að spyrja hann út í ákvarðanir, sem skipt gætu sköpum fyrir hag þjóðarinnar og framtíð flokksins. Síðan er ætlast til að þið gefið honum langt og gott klapp. Geta þetta talist sómasamleg vinnubrögð í lýðræðisflokki? Eða minnir þetta ögn á starfsaðferðir, sem tíðkuðust í atvinnulífinu, þegar 40% af fyrirtækjum landsins, þar á meðal þau stærstu og bestu, er þraukað höfðu gegnum heimsstríð og kreppur, voru keyrð í þrot á mesta veltutíma í sögu þjóð- arinnar? Hvernig endar vegferð, sem hefst með því að ræða ekki við það fólk, sem veitti flokknum sigur í því einvígi, er fram fór í síðasta mánuði á milli hans og VG um forystuhlutverk í stjórnmálum landsins? Getur formaðurinn og þingflokkurinn af- skrifað það umboð líkt og hlutabréf í að- þrengdu útrásarfyrirtæki? Hvaða afleið- ingar hefur það fyrir flokkinn? Tíminn leiðir það í ljós, en ég verð að viðurkenna að aldrei hefur orðið „flokkseigendur“ haft jafnskýra merkingu í mínum huga. Eftir Þór Whitehead » Verði af væntanlegri stjórnarmyndun á hún sér áreiðanlega ekkert fordæmi í stjórnmálasögu Evrópu. Þór Whitehead Stjórnarmyndun á dagskrá: Í þögninni býr svar Höfundur er prófessor emeritus í sagnfræði. Í dag, á alþjóðlegum degi barna og afmælisdegi barnasátt- málans, er við hæfi að leggja áherslu á þann mikilvæga boð- skap sem barnasáttmálinn felur í sér. Á sama tíma er mikilvægt að muna að réttindi barna fela ekki í sér hugsjón sem stefna ber að í framtíðinni eða gera á að umtals- efni á tyllidögum, heldur skiptir máli á öllum sviðum samfélagsins alla daga ársins. Með sáttmálan- um er viðurkennt að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi og þurfi sérstaka vernd umfram fullorðna. Sáttmálinn leggur áherslu á grundvallar- mannréttindi eins og réttinn til lífs og frið- helgi einkalífs; sáttmálinn bannar mismunun milli barna af hvaða ástæðum sem er; í hon- um kemur skýrt fram að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varði börn skuli byggðar á því sem er börnum fyrir bestu og þá er í honum lögð rík áhersla á að hlustað sé á sjónarmið barna í öllum þeim málefnum sem þau varða. Börn eiga sjálfstæð mannréttindi Þó að staða barna sé sterk hér á landi í al- þjóðlegu samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst. Oft virðist gleymast að börn eigi sjálfstæð mannréttindi og rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið al- mennt. Ekki síst gleymist oft að taka tillit til sjónarmiða barna eða spyrja þau álits á málefnum sem þau varða. Í sáttmálanum eru engin aldurs- mörk tiltekin í þessu sambandi heldur eiga börn á öllum aldri rétt á að tjá sig og taka skal til- lit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Það er því ekki nóg að hlusta bara á ung- linga, heldur eiga ung börn líka rétt á að taka þátt og hafa áhrif. Of sjaldan hlustað á börn Allt of sjaldan er leitað eftir sjónarmiðum barna áður en teknar eru ákvarðanir sem varða þau hvort sem um er að ræða mál sem tengjast per- sónulegum högum þeirra eða samfélagsleg málefni. Sem dæmi má nefna að stærri ákvarðanir sem varða menntamál hjá sveitar- félögum og ríkinu eru oftar en ekki teknar án þess að leitað sé eftir samráði við börn eða fulltrúa þeirra. Á það til dæmis við um ákvarðanir um breytta einkunnagjöf, stytt- ingu framhaldsskólans, breytingu á fyrir- komulagi samræmdra prófa og ákvarðanir um sameiningu skóla. Miklu máli skiptir að veita börnum oftar tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt til að mynda innan leikskóla og grunnskóla. Jafnframt er þó mikilvægt að leita eftir skoð- unum barna þegar taka á ákvarðanir sem fyrstu sýn virðast ekki varða börn sérstak- lega, en hafa ber í huga að nánast allar ákvarðanir sem teknar eru af ríkisvaldi eða sveitarstjórnum skipta máli fyrir hagsmuni og velferð barna. Á þetta við um skipulags- mál, ráðstöfun opinbers fjár, málefni innflytj- enda og hælisleitenda, umhverfismál, öryggismál o.s.frv. Mikilvægi ungmennaráða Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vera opinber talsmaður fyrir öll börn á Ís- landi, en til þess að geta sinnt því hlutverki þarf hann að vera í góðu sambandi við börn og hlusta á reynslu þeirra og skoðanir. Einn mikilvægasti þáttur í starfi umboðsmanns barna er ráðgjafarhópur embættisins, sem er ungmennaráð fyrir börn undir 18 ára aldri. Ungmennaráð eru góður vettvangur fyrir börn til að koma saman, koma skoðunum sín- um á framfæri og hafa áhrif á mál sem skipta þau máli í samfélaginu. Í æskulýðslögum er mælst til þess að sveitarfélög setji á fót ungmennaráð sem séu þeim til ráðgjafar um málefni sem tengjast börnum. Um helmingur sveitarfélaga hefur orðið við þessum tilmælum en slík ung- mennaráð ættu að vera sjálfsögð og hafa mikilvægt hlutverk hjá öllum sveitarfélögum. Þá væri æskilegt að stofnanir á vegum rík- isins væru með ungmennaráð eða leituðu með öðrum hætti markvisst eftir sjónarmiðum barna. Til dæmis má benda á að Mennta- málastofnun er með sitt eigið ungmennaráð, sem er ætlað að vera stofnuninni innan hand- ar með ráðgjöf um málefni og verkefni stofn- unarinnar sem varða börn. Þetta frumkvæði er til fyrirmyndar að mati umboðsmanns barna og vonar hann að ráðuneytin og aðrar stofnanir fylgi þessu góða fordæmi. Brýnt er að fullorðnir virði réttindi barna og hafi sam- ráð við þau áður en teknar eru ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Áskorun til nýkjörinna fulltrúa Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í átt að bættum hag barna og ljóst er að börn hafa nú mun fleiri tækifæri til þátttöku en áður. Við þurfum þó að gera mun betur þegar kemur að því að virkja börn og gefa þeim raunveruleg tækifæri til að hafa áhrif, bæði í eigin lífi og samfélaginu al- mennt. Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafarþinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja ríkisstjórn að tryggja að réttur barna til að tjá sig og hafa áhrif verði raunverulega virkur í framkvæmd. Þátttaka barna er ekki einungis mikilvæg fyrir börnin sjálf, heldur búa börn yfir einstakri sýn og þekkingu sem nauðsynlegt er að virkja samfélaginu til heilla. Eftir Salvöru Nordal » Við þurfum að gera mun betur þegar kemur að því að virkja börn og gefa þeim raunveruleg tækifæri til að hafa áhrif. Salvör Nordal Höfundur er umboðsmaður barna. Hlustum á börn Margir hafa tjáð sig um yfirstand- andi stjórnar- myndunarvið- ræður þriggja stærstu flokka landsins og sýnist sitt hverjum eins og eðlilegt er. Flestir hafa verið málefnalegir í um- fjöllun sinni en þeir eru líka til sem hafa tjáð sig af vanstillingu og jafnvel látið heift og hatur stjórna penna sínum. Framkvæmda- stjóri Starfs- greinasambands Íslands, Drífa Snædal, er ein þeirra sem séð hafa ástæðu til þess að tjá sig um þetta málefni. Lík- ir hún hugsanlegri ríkisstjórn þriggja stærstu flokka landsins við ofbeldissamband og segir stjórn- arsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn vera „eins og að éta skít“. Er þessum smekklegu ummælum sérstak- lega beint að forystumönnum Vinstri-grænna sem eru þannig ásakaðir um téð mataræði með því einu að skoða það stjórnarsamstarf sem er líklegt til að stuðla að stöðugleika í stjórn- málum næstu árin. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands- ins situr sem slíkur í skjóli skylduaðildar 53 þúsund félaga að verkalýðsfélögum. Margir fé- lagar í Starfsgreinasambandinu styðja Sjálf- stæðisflokkinn en eru um leið skyldaðir til að láta hluta launa sinna renna í launagreiðslur til framkvæmdastjóra sambandsins sem lætur sér sæma að stunda slíkt skítkast. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir félaga í Starfs- greinasambandinu hvort framkvæmdastjóri, sem lætur stjórnast af slíkum fordómum og heift, sé vel til þess fallinn að taka þátt í kjara- viðræðum þar sem ná þarf árangri óháð því hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn hverju sinni. Eftir Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon » Líkir hún hugsanlegri ríkisstjórn þriggja stærstu flokka landsins við ofbeldissam- band og segir stjórnarsam- starf við Sjálf- stæðisflokkinn vera „eins og að éta skít“. Höfundur er borgarfulltrúi. Vanstilling í verkalýðs- forystu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.