Morgunblaðið - 20.11.2017, Síða 18

Morgunblaðið - 20.11.2017, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2017 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum á vinnuvélar, vöru- og flutningabifreiðar, dráttarvélar og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur Hagsaga Íslands undanfarna hálfa öld er merkileg fyrir þá miklu lífskjarabót sem þjóðin hefur upp- lifað. Á þeim tíma hafa landsmenn einn- ig þurft að kljást við margvíslegan óstöð- ugleika, allt frá þenslu með óðaverð- bólgu til fjölda- atvinnuleysis eftir að skuldir fóru úr böndunum. Því má spyrja hvort mögulegt sé að ná fram góðum og stöðugum hagvexti? Nýleg kenn- ing Batra (2015) bendir til að það sé hægt. Lykilatriðið þar er að raunlaun á unna stund þróist í takt við verðmæti framleiðslunnar á unna stund, þ.e. framleiðni.1) Hér á eftir er kenningin reifuð og farið yfir haggögn fyrir Ísland og önnur lönd, sem benda til mikilvægis þessa grundvallarsambands. Þjóðhagskenning Batra Í stuttu máli gengur þjóðhags- kenning Batra út á skiptingu tekna á milli vinnandi fólks og fyr- irtækja. Í einföldu líkani er hagn- aður fyrirtækja skilgreindur sem sá hluti af tekjum sem eftir verður þegar laun hafa verið greidd. Ef framleiðsla er jöfn launatekjum nægja launin til að kaupa fram- leiðsluna. Slík niðurstaða er lík- legri til að fást ef raunlaun aukast með sama hraða og framleiðnin. Þá má segja að jafnvægi ríki og að launa-framleiðnibilið (e. Wage- Productivity Gap) sé í 100. Ef launin aukast hraðar en fram- leiðnin, lækkar bilið, t.d. í 90. Við slíkt ójafnvægi hefur launafólk vinninginn sem birtist í ástandi umframeftirspurnar með litlu at- vinnuleysi, aukinni verðbólgu og minni hagnaði fyrirtækja. Slíkt ástand getur haft neikvæð áhrif á sparnað, fjárfestingu og sjálf- bæran hagvöxt (sjá grein mína 2017a). Ef framleiðnin eykst hins vegar meira en launin hækkar launa-framleiðnibilið, t.d. í 110. Í slíku ójafn- vægi verður eftirspurn of lítil sem eykur at- vinnuleysi og dregur úr verðbólgu. Þessu getur fylgt efna- hagssamdráttur nema heimilin og hið opin- bera auki skuldsetn- ingu, en þá heldur hagvöxtur áfram og hagnaður eykst til samræmis. Ef bilið helst hátt um langa hríð kemur að því að skuldasöfnunin verður ósjálfbær og fjármálakreppa brýst út með snarpri lækkun eignaverðs (sjá grein mína 2017b). Í fjármála- kreppu aukast skuldir hins op- inbera vegna aðgerða til að við- halda fjármálaþjónustu og forðast fjöldaatvinnuleysi. Til að fyrir- byggja slíkar útkomur og auka sátt um skiptingu verðmætanna er lagt til að þróun raunlauna miðist við vöxt framleiðninnar. Reynslan á Íslandi Í töflu 1 má sjá áratuga með- altöl fyrir þessar hagstærðir á Ís- landi, þ.e. meðaltal áranna á hverj- um áratug. Merkja má þrjú megintímabil í hagsögunni hvað þróun launa- framleiðnibilsins varðar. Fyrst er tímabil umframeftirspurnar á átt- unda og níunda áratug síðustu ald- ar, en þá var bilið undir 100 og ástand umframeftirspurnar ríkti með litlu atvinnuleysi, mikilli verð- bólgu, en lægra eignaverði og minni skuldum og peningamagni. Fjármálalífið þróaðist með ýmsum kerfisbreytingum, þannig að skömmtun á lánsfé með neikvæð- um raunvöxtum umbreyttist í framboð á lánsfé með jákvæða raunvexti á miðjum níunda áratug. Annað tímabilið var á tíunda ára- tug, eftir „Þjóðarsáttina,“ en þá var launa-framleiðnibilið nær jafn- vægi með aðeins meira atvinnu- leysi og verðbólgu. Hagnaður og sparnaður voru að aukast og hlutabréfaverð hækkaði. Skuldir heimila og hins opinbera jukust með bættu aðgengi að lánsfé og opnun hagkerfisins. Þriðja tímabil- ið var frá aldamótum og fram yfir hrun. Þá hækkaði bilið yfir 100 og úr varð umframframboð með auknum hagnaði fyrirtækja, hækk- un eignaverðs, sérstaklega hluta- bréfaverðs. Skuldir jukust mikið, einnig yfir landamæri, sem lauk með fjármálakreppu þar sem bankarnir hrundu og eignaverð féll. Verðbólga og atvinnuleysi jukust mikið í kjölfarið. Með aukn- um útflutningi eftir það jókst hag- vöxtur og atvinna á ný en verð- bólga hjaðnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að það sem gerist á Íslandi er gjarnan hluti af alþjóðlegri þróun. Alþjóðleg reynsla Rannsókn á sambandi launa- framleiðnibilsins og verðbólgu í átta nágrannaríkjum, bendir til sömu þróunar þar (mynd 1). Þann- ig var launa-framleiðnibil flestra landanna mun lægra á áttunda áratug síðustu aldar þegar verð- bólga var meiri. Með hækkun bils- ins lækkaði verðbólgan. Hér er kominn nýr þáttur í að útskýra hjöðnun verðbólgunnar undan- farna áratugi, sem nefnd hefur verið hin mikla hófsemi (e. The Great Moderation). Á mynd 2 sést að með hækkandi launa-framleiðnibili frá tíunda ára- tug síðustu aldar (skuldagögnin ná ekki lengra aftur) og fram á annan áratug þessarar aldar jukust skuldir heimila og hins opinbera mikið. Þó er nokkur munur á þró- uninni í Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi annars vegar og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Grikklandi og Írlandi hins vegar. Í síðarnefndu ríkjunum var hækkun bilsins og skulda meiri, mögulega tengt veikari samningsstöðu launafólks. Það er einnig í sam- ræmi við aðrar mælingar sem benda til að ójöfnuður sé orðinn talsvert meiri í þeim löndum. Þjóð- hagskenning Batra útskýrir ekki bara aukna fjármálavæðingu (e. Financialisation) hagkerfisins á umliðnum áratugum, auknar sveiflur í eignaverði, þ. á m. í gengi gjaldmiðla, eða orsakir fjár- málakreppu, heldur einnig þá langtímastöðnun (e. Secular Stagnation) sem ríkt hefur í þró- uðum ríkjum undanfarin ár. Niðurstöður Reynslan virðist benda til að frávik frá jafnvægi í launa- framleiðnibilinu framkalli ójafn- vægi í efnahagslífinu. Ef bilið verður of lágt myndast ástand umframeftirspurnar og óðaverð- bólgu, en umframframboðs og of- urskuldsetningar ef það verður of hátt. Hvorttveggja er til þess fallið að draga úr hagvexti og stöðug- leika til lengri tíma litið. Með því að stuðla að jafnvægi á milli fram- boðs og eftirspurnar í hagkerfinu í heild eru meiri líkur á að meiri sátt ríki um skiptingu verðmæta og að þróunin verði hagfelld. Auð- vitað má alltaf búast við áföllum eða búhnykkjum sem ýta hagkerf- inu úr jafnvægi. Lærdómurinn sem af þessu má draga er sá að skynsamlegt er að styðja við stöð- uga þróun hagkerfisins, en það er einnig líklegt til að auka viðnáms- getu þess við áföllum. Mikilvægur þáttur í því er að miða vöxt raun- launa við framleiðniþróunina. Heimildir: Batra, Ravi (2015). End Unemployment Now: How to Eliminate Joblessness, Debt, and Poverty despite Congress. Palgrave Macmillan. Þorsteinn Þorgeirsson (2017a). Launa- framleiðnibilið og efnahagslegt jafnvægi. Vísbending, nr. 9, 35. árgangur. 9. mars. Þorsteinn Þorgeirsson (2017b). Launa- framleiðnibilið og fjármálastöðugleiki. Vísbending, nr. 40, 35. árgangur. 2. nóv- ember. 1) Þetta samband er sett fram í jöfnu B = z/w, þar sem B er launa-framleiðnibilið, z er framleiðnivöxtur og w er vöxtur raunlauna. Eftir Þorstein Þorgeirsson »Með því að stuðla að jafnvægi á milli framboðs og eftirspurn- ar í hagkerfinu í heild eru meiri líkur á að meiri sátt ríki um skipt- ingu verðmæta og að þróunin verði hagfelld. Þorsteinn Þorgeirsson Höfundur er sérstakur ráðgjafi á skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Ís- lands. Skoðanir sem fram koma eru höfundar. Óðaverðbólgu, ofurskuld- setningu eða stöðugleika? Launa-framleiðnibilið ogstöðugleiki á Íslandi Tafla 1 *Meðaltal 1970-2017 = 100. **Meðaltal 1983-2017 = 100. ***Án fjármálafyrirtækja; árin 1980-1997 og 2002-2015. Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands og Þjóðhagsstofnun. Áætlun fyrir 2017. Áratuga meðaltöl: 1970-79 1980-89 1990-99 2000-09 2010-17 Launa-framleiðnibil* 94,8 91,4 99,2 104,1 108,2 Atvinnuleysi, % af mannafla 1,3 1,6 3,7 3,2 5,1 Verðbólga, % 29,6 39,3 4,2 6,2 3,2 Húsnæðisverð á föstu verði* 84,1 76,8 75,3 131,8 140,0 Hlutabréfaverð á föstu verði** .. 20,4 54,8 177,6 33,5 Hagnaður (EBIT), % af rekstrartekjum*** .. 3,4 4,8 7,5 8,5 Peningamagn (M3), % af VLF 27,8 26,4 36,3 63,6 79,3 Skuldir heimila, % af VLF 20,8 28,9 62,9 97,7 97,4 Skuldir hins opinbera, % af VLF 16,3 30,0 56,2 71,3 109,1 Umframeftirspurnogverðbólgaívöldumlöndum Mynd 1 Heimildir: BIS, IMF, OECD og TCB. Áætlun fyrir 2017. Eigin útreikningar. 14 12 10 8 6 4 2 0 -2 60 70 80 90 100 110 120 130 140 150 Áratuga meðaltöl Launa-framleiðnibil, meðaltal 1970-2017 = 100 Verðbólga,% GRI 1BRE 1 JAP 1 BAN 1 DAN 1 FRA 1 ÍRL 1 ÞÝS1 ÞÝS 2 DAN 2 FRA 2 ÍRL 2 GRI 2 BRE 2 BAN 2 JAP 2 y = -0,14x + 19,63 R² = 0,51 Tímabil 1: 1970-1979 Tímabil 2: 2010-2017 Umframframboðogskuldir ívöldumlöndum Mynd 2 Heimildir: BIS, IMF, OECD og TCB. Áætlun fyrir 2017. Eigin útreikningar. 300 250 200 150 100 50 80 90 100 110 120 130 140 150 Áratuga meðaltöl Launa-framleiðnibil, meðaltal 1970-2017 = 100 Skuldir heimila og hins opinb.,% af VLF GRI 1 GRI 2 JAP 1 JAP 2 LÍR 1 ÍRL 2 ÞÝS1 ÞÝS 2 FRA 1 FRA 2 BAN 1 BAN 2 BRE 1 BRE 2 DAN 1 DAN 2 y = 2,81x - 153,06 R² = 0,56 Tímabil 1: 1990-1999 Tímabil 2: 2010-2017 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.