Morgunblaðið - 20.11.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.11.2017, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2017 ✝ Hulda Péturs-dóttir fæddist á Patreksfirði 1. maí 1924. Hún lést á Landspítalanum 1. nóvember 2017. Foreldrar henn- ar voru Pétur Guð- mundsson, f. 1884, d. 1974, og Sig- þrúður Guðbrands- dóttir, f. 1887, d. 1935. S.k. Péturs var Magðalena Lára Kristjánsdóttir, f. 1887, d. 2001. Systur Huldu eru Kristín, f. 1922, d. 1941, og Veronika, f. 1922. Hulda giftist 7. júlí 1945 Svavari Jóhannssyni, f. 14.11. 1914, d. 6.5. 1988. Börn þeirra: 1) Jóhann Sigurður, f. 4. mars 1946, d. 2. júní 2017. F.k. Hans- ína Ólafsdóttir, f. 1942. Börn þeirra: 1a) Guðrún Dögg, f. 1966. M. Arnar Þór Sigurðsson. Börn þeirra: a) Bjarki Þór, f. 1992, og b) Hildur Hrönn, f. 1997. 1b) Hulda Lind, f. 1966. Fyrrverandi sambýlismaður er Robert Wiström. Börn þeirra: a) Kaspar Eldjárn, f. 2002, og b) Dísa Dögg, f. 2004. 1c) Sigríður Arndís, f. 1972. M. Ótthar Edv- þeirra: a) Brynhildur, f. 1998, b) Áslaug Birna, f. 2001, c) Brynj- ar Gauti, f. 2006. Seinni kona Sigþórs var Hildur Theódórs- dóttir, f. 1950, d. 2009. Þeirra barn: Fannar Freyr, f. 1985. 3) Unnur Berglind, f. 28.1. 1962. M. Kjartan Gunnsteinsson, f. 1959. Börn þeirra: 3a) Elvar Már, f. 1982. K. Hanna Christel Sig- urkarlsdóttir. Þeirra börn a) Gerður, f. 2011, b) Illugi, f. 2017. 3b) Svavar Snær, f. 1983. Börn hans: a) Kristófer Marel, f. 2001, móðir: Anna Júlía Wenger Eiríksdóttir, b) Friðrika Unnur, f. 2008, móðir: Sigríður Kristín Davíðsdóttir. 3c) Sævar Örn, f. 1990. Hulda bjó hjá foreldrum sín- um á Patreksfirði fyrstu æviár- in en flutti síðan með þeim að Neðri-Tungu í Örlygshöfn 1927. Þar bjuggu þau til 1936 og fluttu þá til baka á Patreksfjörð, skömmu eftir lát móður hennar. Hún lauk barnaskólanámi á Pat- reksfirði og var síðan einn vetur í húsmæðraskóla. Hún var virk í félagsmálum, söng m.a. í kirkjukór og starfaði í kvenfélaginu Sif. Hulda og Svavar fluttu suður 1982 og bjuggu í Kópavogi uns Svavar lést 1988. Þá flutti Hulda í Garðabæ og bjó þar til dauðadags. Útför Huldu fer fram frá Garðakirkju í dag, 20. nóv- ember 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. ardsson. Börn þeirra: a) Edvard Börkur, f. 1992. Börn hans eru Kristian Leví, f. 2014, og Arndís Helga, f. 2016. Sambýliskona Ed- vards er Sara Björk Einarsdóttir. b) Auður Ósk, f. 2001, d. 2001, c) Andrea Ósk, f. 2002, d) Arnór Gauti, f. 2005, og e) Þuríður Eva, f. 2007. Fyrir átti Hansína soninn Eirík Hans- ínuson. Seinni eiginkona Jó- hanns er Sigríður Björg Gísla- dóttir, f. 1946. Börn hennar: a) Ævar Örn Magnason, f. 1968, d. 1990. b) Daði Magnason, f. 1970. Sambýliskona hans Aðalheiður Þorsteinsdóttir. c) Gísli Magna Sigríðarson, f. 1971. Sambýlis- maður Ansgar Bruno Jones. 2) Sigþór Pétur, f. 4.7. 1948. F.k. Áslaug Jóna Garðarsdóttir, f. 1950. Börn þeirra: 2a) Garðar, f. 1969. K. Ragna Jenný Friðriks- dóttir. Börn þeirra: a) Friðrik Benóný, f. 1999, b) Katrín Una, f. 2004, c) Elísabet Áslaug, f. 2008, d) Benedikt, f. 2011. 2b) Svavar, f. 1972. K. (skildu) Guð- rún Rebekka Jakobsdóttir. Börn Þá ertu farin frá mér, elsku mamma mín. Það er mjög skrítin tilfinning, því líf okkar hefur verið svo samofið undanfarin ár. Skrítið að geta ekki hringt í þig eða farið til þín á Naustahleinina. En nú ertu búin að fá hvíldina sem þú þráðir. Þú varst þess full- viss að vel yrði tekið á móti þér hinum megin þegar kallið kæmi. Þú varst yngst þriggja systra og mikil mömmustelpa. Það var því mikið áfall þegar þú misstir mömmu þína aðeins 11 ára, en afi hélt áfram að búa ykkur stelpun- um sínum gott heimili. Nokkrum árum seinna misstir þú stóru syst- ur þína, sem þú leist mjög upp til. Bernska þín var því ekki alveg áfallalaus. Árin þín í Tungu voru þér mjög hugleikin og ófáar sögurnar sagð- ir þú mér frá veru þinni þar og voru þær allar sveipaðar ævin- týraljóma. Þú hafðir mjög gaman af söng og hafðir mjög góða söngrödd. Oft man ég eftir því þegar ég kom heim og opnaði útidyrnar, að þú varst syngjandi við heimilisstörf- in. Einnig hafðir þú mjög gaman af ljóðum og kenndir mér að meta þau. Oft lásum við ljóð saman og réðum í merkingu þeirra. Ég man allar ferðirnar með þér og pabba út um allt land, um öll annes og dali, því Ísland og landa- fræði var þér mjög hugleikin og þú þekktir landið vel. Í þessum ferðum var gist í tjaldi og gjarnan elduð kjötsúpa eða annað góð- gæti. Einnig nutuð þið pabbi þess að vera í hjólhýsinu ykkar í Flóka- lundi. Landafræðiáhuginn kom líka fram á annan hátt. Ef fjallað var um einhvern stað úti í heimi þurft- ir þú alltaf að staðsetja hann, og notaðir þá gjarna hnattlíkan til þess. Seinna eignaðist þú heims- atlas og hafðir mjög gaman af að skoða hann. Þú hafðir mikið yndi af blómum og garðrækt, og rósirnar þínar á Naustahleininni voru stolt þitt og yndi. Varst einnig mikill dýravin- ur og hafðir sérstakt dálæti á hundum, þekktir flesta hundana í hverfinu og áttir oft eitthvert góð- gæti til að lauma að þeim. Fjölskyldan var þér mjög hug- leikin og það var löngu orðin hefð að öll börnin komu saman hjá þér á afmælinu þínu 1. maí og á að- fangadagsmorgun. Þá var oft glatt á hjalla. Þú hafðir alltaf ein- lægan áhuga á því sem öll börnin tóku sér fyrir hendur. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Höf. Ómar Ragnarsson.) Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir Unnur Berglind. Hulda Pétursdóttir fæddist í elsta steinhúsi Patreksfjarðar, Steininum, hinn 1. maí 1924. Hún var dóttir hjónanna Péturs Guð- mundssonar og Sigþrúðar Guð- brandsdóttur. Fyrir áttu Pétur og Sigþrúður tvíburasysturnar Veru og Kristínu sem fæddust 1922. Fjölskyldan bjó í Steininum þar til þau fluttu að Neðri-Tungu í Ör- lygshöfn 1927. Í Tungu bjuggu þau til 1936 þegar Hulda var 11 ára gömul. Vera Huldu í Tungu var henni alltaf mjög kær því hún var mikill dýravinur og sveita- kona. Þó bar skugga þar á þegar móðir hennar lést árið 1935. Pétur flutti þá aftur á Patreksfjörð með dætur sínar þrjár, í litla kjallara- íbúð, þar sem þau bjuggu ásamt ráðskonu og dóttur hennar. Hulda byrjaði snemma að vinna utan heimilis, við barna- pössun og fleira. Hún gekk í skóla á Patreksfirði og fór síðan einn vetur á húsmæðraskólann á Stað- arfelli. Árið 1941 lést Kristín systir hennar úr heilablóðfalli og var það mikið áfall fyrir fjölskylduna. Pétur faðir hennar giftist aftur og seinni kona hans var Magða- lena Lára Kristjánsdóttir úr Breiðafjarðareyjum. Keyptu þau aftur Steininn og settust þar að. Alla tíð var mjög kært með Möggu og þeim systrum, Huldu og Veru. Þegar Hulda var 18 ára fór hún í vist á Möðruvöllum í Hörgárdal og talaði hún alltaf með hlýju un þá dvöl. Áður en hún fór norður hafði hún kynnst verðandi eigin- manni sínum, Svavari Jóhanns- syni, og skrifuðust þau á meðan hún dvaldi þar. Svavar starfaði sem sýslu- fulltrúi hjá Jóhanni Skaftasyni, sýslumanni á Patreksfirði, og varð síðar útibússtjóri hjá Samvinnu- bankanum á Patreksfirði og gegndi því starfi til 1982. Hulda og Svavar giftu sig hinn 7. júlí 1945 og hófu búskap á Að- alstræti 71. Þau eignuðust fljót- lega tvo drengi, Jóhann Sigurð, f. 1946, og Sigþór Pétur, f. 1948. Árið 1948 byggðu þau sér heim- ili á Aðalstræti 85 og bjuggu þar til 1982 þegar þau fluttu suður Hulda var heimavinnandi hús- móðir en stundaði öðru hvoru störf utan heimilis, meðal annars í fiskvinnu í Hraðfrystihúsi Pat- reksfjarðar. Hún var mjög virk í félagsmálum, söng alla tíð í kirkjukór Patreksfjarðarkirkju, starfaði í kvenfélaginu Sif og í slysavarnadeildinni Unni. Árið 1962 eignuðust Hulda og Svavar dótturina Unni Berglindi. Þau fluttu suður árið 1982 og settust að í Víðihvammi 7. Svavar vann hálfan daginn í Samvinnu- bankanum í Reykjavík og Hulda fór einnig að vinna utan heimilis. Vann hún um tíma á Saumastof- unni Dúki og síðan á leikskólanum Furuborg. Svavar lést árið 1988 og eftir það seldi Hulda Víðihvamm 7 og keypti þjónustuíbúð á Nausta- hlein í Garðabæ. Þar bjó hún sér fallegt heimili og bjó þar uns veik- indi hennar ágerðust og hún var lögð inn á Landspítalann þar sem hún lést skömmu síðar. Hulda var lífsglöð kona með ákveðnar skoðanir. Kynni okkar Huldu hófust 1979 þegar ég hóf sambúð með Unni Berglindi dóttur hennar. Fann ég alltaf mikla hlýju og væntum- þykju frá þeim Huldu og Svavari. Blessuð sé minning tengda- móður minnar. Kjartan Gunnsteinsson. Elsku amma, „nafna mín“ eins og þú kallaðir mig alltaf. Nú ert þú farin á fund afa og pabba og eins og þú sagðir voru þeir farnir að bíða eftir þér, og eftir sitjum við með fallegar minningar um þig, elsku amma. Ég er svo þakklát fyrir að hafa notið þeirra forrétt- inda að eiga þig sem ömmu. Ég geymi öll gullin þín sem þú gafst mér. Öll ljóðin sem þú kenndir mér og öll lögin sem við systurnar sungum með þér frá því við vorum litlar. Í öllum bíltúrunum sem við fórum með þér og afa syngjandi glaðar. Fyrir þér voru ljóð ekki bara ljóð. Þú fannst alltaf dýpri merk- ingu með þeim. Fannst alltaf eitt- hvað persónulegt í þeim. Og einu sinni sem oftar fórst þú með ljóð fyrir mig og sagðir „þetta á svo vel við þig akkúrat núna“ sem lýsir því hve vel þú þekktir mig og fylgdist með hvað var í gangi í mínu lífi. Með þér hverfur eitt af mínum tilfinningaböndum til Íslands. Elsku amma, takk fyrir að þú varst þú og að ég fékk að vera ég. En hver veit nema ljósir lokkar, lítill kjóll og stuttir sokkar hittist fyrir hinumegin? Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn. (Tómas Guðmundsson) Þín Hulda. Elsku amma Hulda, takk fyrir væntumþykjuna, gleðina, vin- skapinn og áhugann sem þú sýnd- ir lífi mínu og barnanna minna. Takk fyrir að taka alltaf brosandi glöð á móti okkur með kaffi og kökum, spjalli um heima og geima, ljóðalestri og söng sem lýs- ir þér svo vel. Þú elskaðir að syngja og kenndir okkur systrum mörg lög sem við sungum með þér og fyrir þig. Þú kenndir okkur líka að það þarf að skoða og túlka texta til að skilja lagið og það gerðir þú af svo mikilli innlifun að maður hreifst með. Ég minnist heimsóknanna til ykkar afa á Patró þar sem alltaf var vel tekið á móti okkur. Heim- sóknanna í hjólhýsið í Vatnsfirði þar sem við krakkarnir löbbuðum í gilið að tína ber eða veltumst um í kjarrinu. Núna á síðustu árum áttum við líka góðar samverustundir, heim- sóknir í Garðabæinn þar sem við sátum í sólskálanum með kaffi og kökur. Við áttum líka yndislegar sam- verustundir síðustu ár þegar við tókum daginn frá til að gera eitt- hvað skemmtilegt saman. Þú vild- ir oftast gera eitthvað hversdags- legt eins og að fara í bíltúr að kaupa ís, skoða jólaljósin á Lauga- veginum eða gönguferð um Hafn- arfjörðinn. Einu sinni fórum við niður í miðbæ og sátum þar tvær saman á bekk og horfðum á fólkið og spjölluðum. „Nú eru þeir komnir að sækja mig,“ sagðir þú og meintir pabba og afa, leist á mig með augnaráði sem sagði: „Svona er lífið, Guðrún mín.“ Þú komst með afa og kvaddir mig, ég fann léttinn og gleðina ykkar og gat glaðst með ykkur að vera sameinuð á ný. Það eru forréttindi að eiga ömmu svona lengi. Ég á eftir að sakna samverustundanna með Hulda Pétursdóttir ✝ Ólafur fæddistí Reykjavík 10. september 1926. Hann lést á Land- spítalanum 26. september 2017. Hann bjó í Reykjavík ásamt foreldrum sínum, Þorgrími Ólafssyni kaupmanni, f. 1895, d. 1972, og móður sinni Guðríði Sveinsdóttur, f. 1897, d. 1963, fram yfir ung- lingsár. Systkini Ólafs eru: Ingi- björg Þorgrímsdóttir, tvíbura- systir, Birgir Þorgrímsson, f. 1927, d. 1958, Inga Helma, f. 1931, d. 2004, Sigurður Þor- grímsson, f. 1934, d. 2005. Börn Ólafs og fyrrum eiginkonu, Val- gerðar Eiðsdóttur, f. 7. mars 1929, d. 11. september 2017, eru: Hulda Ósk Ólafsdóttir, f. 1953, Þorgrímur Ólafsson, f. 1955, Birgir Ólafsson, f. 1961, og Ólafur E. Ólafsson, f. 1966, d. 2009. Ólafur fór snemma að stunda sjómennsku sem hann stundaði í u.þ.b. 30 ár. Hann vann einnig sem garðyrkjuverktaki og við smíðar, þar til fyrir 10 árum, er heilsan fór að gefa sig. Útför Ólafs hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við andlát frænda míns Ólafs Þorgrímssonar leitar minn hug- ur aftur til æskuáranna í Reykjavík stuttu eftir seinna stríð. Óli var tvíburabróðir Ingibjargar mömmu minnar og bjó um tíma á æskuheimili mínu. Hann stundaði sjóinn á þessum árum. Sem sjómaður sigldi hann meðal annars til út- landa. Ferðalög erlendis voru ekki algeng á þeim tímum. Það brást ekki að þegar Óli var í er- lendri höfn hugsaði hann til mín – litlu frænku sinnar á Íslandi. Þarna í útlandinu keypti hann fyrir sinn takmarkaða gjaldeyri hinar og þessar gjafir og leik- föng handa mér og færði mér þegar hann kom heim. Hann vissi að með þessu myndi hann gleðja litlu frænku. Ég var ekki nema fjögurra til sex ára en man það eins og það hefði gerst í gær. Óli frændi gaf mér mjög sérstaka bíla úr tré og kubba og alls konar dót sem ekki fékkst á Íslandi á þessum árum. Ríkti mikil kátína hjá okkur þegar hann kom þannig færandi hendi. Hlakkaði ég allt- af til þegar ég heyrði heim- ilisfólkið tala um að skipið hans væri að koma. Í kringum Óla frænda var þannig alltaf gleði og gaman. Þegar gjafirnar voru teknar upp mátti svo ekki á milli sjá hvort væri ánægðara ég – barnið – eða hann – þessi sigldi og fjallmyndarlegi sjó- maður. Svo líða árin og ým- islegt skeður á langri ævi. Í mínum huga er samt alltaf skýrust myndin af frænda mín- um stórum og sterkum en samt svo glöðum og gjafmildum að koma færandi hendi. Ég hugsa oft til þessa tíma. Þegar ég heimsótti Óla á sjúkrabeð hans nokkrum sinn- um í sumar og haust var mikið af frænda mínum dregið enda fársjúkur og á 91. aldursári með viðburðaríkt líf að baki. En undir niðri fann ég að enn glitti í lífsglaða góða frænda minn. Ég er þakklát fyrir hin löngu kynni okkar. Blessuð sé minning Ólafs Þorgrímssonar. Guðbjörg Ragnarsdóttir Conner. Ólafur Þorgrímsson Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Hann var ekki gamall vinnu- maðurinn í Tungufelli þegar hann fór að gera hosur sínar grænar fyrir heimasætunni á Jaðri enda hæg heimatökin, stutt á milli bæja. Síðan þá hafa þau gengið saman gegnum lífið og betri eiginmann hefði hún frænka mín ekki getað fundið. Maggi gekk menntaveginn bæði hér heima og erlendis. Að því loknu starfaði hann um tíma á höfuðborgarsvæðinu, síðan Magnús Magnússon ✝ Magnús Magn-ússon fæddist 22. febrúar 1954. Hann lést 7. nóv- ember 2017. Útför Magnúsar fór fram 17. nóv- ember 2017. bjuggu þau í þó nokkur ár bæði í Neskaupstað og á Akureyri. Á öllum stöðum voru hon- um falin ábyrgðar- mikil störf og gekk hratt upp metorða- stigann. Umfram allt var hann mikill fjölskyldumaður og fjölskyldan alltaf númer eitt. Minn- ingarnar hlaðast upp. Ein af minningunum er þegar við heim- sóttum þau í Neskaupstað og þar sýndi Maggi okkur síldarverk- smiðjuna sem hann var fram- leiðslustjóri fyrir. Þar fannst mér hann allt í einu vera orðinn heimsborgari. Einnig er ógleym- anleg ferð okkar með þeim til Hríseyjar. Þau reistu sér sumar- hús í landi Jaðars, sem var nú ekki auðvelt í þá daga þar sem ýmis ljón voru á veginum, svo sem að leggja veg og fleira. Dugnaðurinn í Magga var mikill og þetta tókst. Þar eru þau búin að eiga margar góðar og gefandi stundir með fjölskyldunni, við og margir fleiri búin að eiga þar gleðistundir með þeim. Þar sé ég húsbóndann fyrir mér með grill- svuntuna enda mikill grillmaður. Maggi var mjög félagslyndur og gladdist í góðra vina hópi. Hann hélt alltaf góðum tengslum við sveitina og spurði oft hvað væri að frétta. Maggi var heilsu- hraustur alla tíð og hugsaði vel um heilsuna. Fyrir átta árum fór að bera á þeim veikindum sem sigruðu að lokum. Maggi gerði sér grein fyrir því að hann yrði að lúta í lægra haldi fyrir hinum ill- ræmda sjúkdómi og það var hans markmið að búa sem best í hag- inn fyrir fjölskylduna sína. Þó að sjúkdómurinn væri að ágerast mjög upp á það síðasta var alltaf stutt í brosið hans og brandar- ana. Hann átti góða konu og sterka fjölskyldu sem hjálpaði honum að takast á við erfiðleik- ana og dýrmætt var að hann gat verið heima fram á síðasta dag. Að leiðarlokum viljum við Oddleifur þakka fyrir kynnin og kveðjum þig með virðingu og þökk. Elsku Kristrún mín og fjöl- skylda, þið eigið minningar um góðan mann sem gott verður að orna sér við. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elín Kristmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.