Morgunblaðið - 20.11.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 20.11.2017, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2017 Einar Sævarsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri ActivityStream, á 40 ára afmæli í dag. Activity Stream hjálpar fyr-irtækjum að nýta gervigreind til að bæta rekstur og þjónustu. „Við greinum rekstur og hegðunarmynstur í rauntíma og búum til ábendingar fyrir starfsfólk sem gerir því kleift að bregðast við sam- stundis og nýta þannig tækifæri sem annars hefðu farið fram hjá því, t.d. geta fyrirtæki fylgst mjög nákvæmlega með orkunotkun hjá sér og fengið ábendingar um hvort eitthvað er að, er að fara að bila eða hvar tækifæri eru til að spara. Þessu fylgir oftast tugprósenta sparnaður fyr- ir utan hvað þetta er mikilvægt fyrir umhverfið.“ Einar var meðal stofnenda Miði.is sem varð næststærsta miðasölufyr- irtæki á Norðurlöndunum undir stjórn Einars og félaga hans. „Mér finnst mjög gefandi að búa eitthvað til, hvort sem það eru vörur, fyrir- tæki, tónlist eða viðskiptasambönd. Ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki þegar ég var 18 ára og hef verið að frumkvöðlast síðan.“ Auk tækni hefur Einar áhuga á tónlist og spilaði á gítar og söng í blústríói þegar hann bjó í Danmörku. „Ég elska að spila, þetta er fábær leið til að slaka á og skipta um gír. Eiginkona Einars er Ólöf Viktorsdóttir, yfirlæknir á svæfingadeild Landspítala í Fossvogi. Þau eiga fjóra syni, Valtý, f. 2003, Kilian, f. 2005, Benedikt, f. 2015, og Kára, f. 2016. Þau eru núna stödd í New York. „Þetta er fermingarferð fyrir Valtý og mikil menningarferð, en við erum að þræða helstu söngleikina á Broadway eins og Phantom of the Opera og Hamilton, en Valtýr elskar að syngja og leika.“ Þess má geta að meirihluti leikhúsa á Broadway nýtir sér þjónustu Activity Stream. Í Skerjafirði Einar, Ólöf og drengirnir fyrir utan heimili sitt. Þræðir söngleikina á Broadway Einar Sævarsson er fertugur í dag Ólína Salóme Torfadóttirfæddist á Ísafirði 20.11.1942 og ólst þar upp hjáföður- og fósturforeldrum sínum, Bjarna Einari Kristjánssyni, fæddum á Kambi í Reykhólasveit 8.3. 1873, d. 26.8. 1960, járnsmíða- meistara og landpósti, og Ólínu Sal- óme Guðmundsdóttur, fæddri á Krossi í Barðastrandarhreppi 9.5. 1880, d. 24.8. 1970, ljósmóður og saumakonu. „Á mínum uppvaxtarárun var Ísa- fjörður nú töluvert frábrugðinn því sem nú er. En þar var gott að alast upp og sérlega gott að alast upp hjá afa og ömmu. Þau voru sérstaklega hlýjar og umhyggjusamar mann- eskjur. En mér er öll þessi skömmt- un mjög minnisstæð frá æsku- og unglingsárunum og hve mikill skort- ur var því á ýmsum nauðsynjavörum. Allt var skammtað á þeim árum, jafn- vel föt og skófatnaður, og þegar ég fór til Akureyrar í menntaskólann Ólína Salome Torfadóttir hjúkrunarfræðingur – 75 ára Afmælisbarnið Ólína er hámenntuð í hjúkrun, lauk prófum í stjórnun, rekstri og kennslufræði. Framkvæmdastjóri hjúkrunar í 30 ár Á Akureyri Ólína var framkvæmdastjóri hjúkrunar við FSA 1986-2012. Reykjavík Kári Dag- bjartur Einarsson fæddist 22. desem- ber 2016 kl. 5.22. Hann vó 3.290 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Einar Sævarsson og Ólöf Viktorsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Hlaupakettir og talíur Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli - lyftigeta allt að 9000 kg. Rafdrifnar keðjutalíur - lyftigeta allt að 4000 kg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.