Morgunblaðið - 20.11.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.11.2017, Qupperneq 23
þurftum við að hafa með okkur skömmtunarseðla fyrir matvælum. Ég var á heimavistinni við mennta- skólann og þar þurftu allir að vera komnir inn fyrir klukkan tíu á kvöld- in, nema eitt kvöld í viku sem nefnt var „bíókvöld“. Þá var leyfilegt að vera úti svolítið lengur. Kennararnir við MA voru yfirleitt prýðilegir og Þórarinn Björnsson skólameistari var afskaplega vingjarnlegur og um- hyggjusamur. En regla og agi var á flestum hlutum við skólann.“ Ólína gekk í Barnaskóla Ísafjarðar og Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, lauk þaðan landsprófi, lauk stúdentsprófi frá MA 1962, prófi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands 1974, B.Sc-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1993, B.Sc.-prófi í gjörgæslu-, skurð- stofu- og svæfingahjúkrun frá Vår- dskolan í Lundi í Svíþjóð 1979, B.Sc.- prófi í viðskipta- og hagfræði frá Lunds Universitet, Fhil.Kand.-prófi í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofn- ana frá sama skóla 1990, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HA 1996 og stundaði framhaldsnám í stjórnvísindum við Háskólann í Lundi. Hún lauk MSc-prófi í heil- brigðisvísindum frá HA og stundar nú BA-nám í sænsku og sænskum bókmenntum og þýðingum við HÍ. Ólína var kennari á Ísafirði 1963- 64, í Stykkishólmi 1964-70 og að Laugum í Dalasýslu 1970-71. Hún var hjúkrunarfræðingur á gjör- gæsludeild Borgarspítalans og á sama tíma skólahjúkrunarfræðingur og kennari við Garðaskóla í Garðabæ 1974-76. Ólína var hjúkrunarfræðingur við Háskólasjúkrahúsið í Lundi i Svíþjóð 1976-80, var hjúkrunarframkvæmda- stjóri við sama sjúkrahús 1981-86 og framkvæmdastjóri hjúkrunar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1986-2012. Ólína sat í stjórn Reykjavíkur- deildar Hjúkrunarfélags Íslands 1974-76, í stúdentaráði Lunds Uni- versitet 1979-82, sat í stjórn deildar hjúkrunarforstjóra og hjúkrunar- framkvæmdastjóra innan HFÍ 1989- 92 og var varaformaður Hjúkrunar- félags Íslands 1991-94. Ólína er pólitísk, jafnréttissinnuð, andsnúin stóriðju og meðvituð um umhverfið og umhverfisvernd: „Ég er svolítið sér á báti í þessum efnum, elda allan mat frá grunni, borða ekki kjöt, einungis fisk, grænmeti og ávexti og flokka allt sorp vandlega. Þetta þyrftu allir að gera en hvatinn þarf að koma frá okkur sjálfum. Ég hef aldrei verið upptekin af ein- hverjum tilteknum, tímafrekum tóm- stundum. Auðvitað hef ég alltaf lesið mikið tímaritsgreinar og bækur á mínu fagsviði og ég hef lengi haft áhuga á bókmenntum, íslenskum, sænskum og enskum og les þær þá á frummálinu. Ég hef líka ferðast mik- ið, innanlands og erlendis, en það gera nú líklega flestir. Ég hef verið tengd Svíþjóð sterk- um böndum frá því á námsárunum, enda hafa Svíar allt tíð tekið mér opnum örmum. Ég bjó aftur í Svíþjóð um skeið á árunum 2000-2001 og aft- ur 2012, og þess vegna er ég nú langt komin með háskólanám í sænsku og sænskum bókmenntum.“ Fjölskylda Börn Ólínu eru Kristín Haralda, f. 1963, rafmagnsverkfræðingur, og Haraldur Isleifur, f. 1979, þjón- ustustjóri. Systkini Ólínu eru Reynir Torfa- son, f. 1.11. 1939, skipstjóri, myndlist- armaður og fyrrv. hafnarvörður á Ísafirði, búsettur þar; Runólfur Ingi- björn Torfason, f. 24.5. 1941, d. 3.5. 1975, sjómaður á Ísafirði; Guðbjörg Torfadóttir, f. 4.6. 1944, húsfreyja í Reykjavík; Matthildur Torfadóttir, f. 14.6. 1947, húsfreyja i Reykjavík; Ásthildur Torfadóttir, f. 14.6. 1947, húsfreyja í Hafnarfirði; Magni Viðar Torfason, f. 5.4. 1952, d. 5.12. 2005, sjómaður á Ísafirði. Foreldrar Ólínu voru Torfi Þor- steinn Bjarnason, f. 2.8. 1916, d. 16.2. 1986, sjómaður og verkamaður á Ísa- firði, og k.h., Ingibjörg Hjálmars- dóttir, f. 6.12. 1920, d. 3.6. 1998 hús- freyja. Ólína Salóme Torfadóttir Friðrikka Elíasdóttir húsfr. í Skálavík Sigurður Pétursson útvegsb. í Skálavík Guðbjörg Rannveig Sigurðardóttir húsfr. í Bolungarvík Hjálmar Þorsteinsson sjóm. í Bolungarvík Ingibjörg Hjálmarsdóttir húsfr. á Ísafirði og í Rvík Rannveig Hjálmarsdóttir vinnuk. á Höfða í Grunnavík Þorsteinn Illugason b. í Reykjarfirði við Djúp Runólfur I.K. Hjálmarsson sjóm. í Bolungarvík Pétur S. Runólfsson skipstj. í Bolungarvík Halldóra S. Hjálmarsdóttir húsfr. í Bolungarvík Svanhvít Hallgrímsdóttir tónlistarkennari í Grindavík Kristján Loftsson framkvæmdastj. Hvals Sveinbjörn Kristjánsson kaupm. á Ísafirði Sólveig Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir húsfr. í RvíkBirna Sólveig Loftsdóttir kaupm. í Hafnarfirði Ingibjörg Jóhannesdóttir húsfr. á Illugastöðum Guðmundur Arason b. á Illugastöðum í Múlasókn Ólína Salóme Guðmundsdóttir ljósmóðir á Ísafirði Bjarni Einar Kristjánsson póstur og járnsmiður á Ísafirði Solveig Einarsdóttir húsfr. í Búðardal Kristján Erlendsson b. og járnsmiður í Búðardal á Skarðsströnd Úr frændgarði Ólínu Salóme Torfadóttur Þorsteinn Torfi Bjarnason sjóm. og verkam. á Ísafirði ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2017 Ólafur Ásgeirsson fæddist 20.nóvember 1947 í Reykjavík.Foreldrar hans voru hjónin Ásgeir Ólafsson, forstjóri Brunabóta- félags Íslands, f. 1922 í Hvammi í Döl- um, d. 1986 og Dagmar Gunnars- dóttir húsfreyja, f. 1920 í Reykjavík, d. 1995. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967, BA-prófi í sagnfræði og þjóð- félagsfræði frá Háskóla Íslands 1971 og cand. mag.-prófi í sagnfræði frá sama skóla árið 1976. Hann var menntaskólakennari 1970-1976, áfangastjóri við Mennta- skólann við Hamrahlíð 1976-1977 og skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi 1977-1984. Eftir það var hann þjóðskjalavörður Þjóðskjala- safns Íslands 1984-2012. Ólafur gegndi starfi þjóðskjala- varðar lengur en nokkur annar sem hefur gegnt því embætti frá upphafi þess árið 1900. Undir hans forystu tók starfsemi Þjóðskjalasafns stakka- skiptum. Ólafur hafði frumkvæði að því að hús Mjólkursamsölunnar við Laugaveg voru keypt undir starfsemi safnsins. Þar óx safnið og dafnaði. Ólafur lagði mikla áherslu á að bæta skjalavörslu hins opinbera með því að láta setja nýjar reglur og leiðbein- ingar um skjalahald og skjalavörslu og hafði þannig gagnger áhrif á þró- un skjalamála í öllu landinu. Ólafur átti sæti í framkvæmda- stjórn Alþjóðaskjalaráðsins (ICA) um tíma, gegndi formennsku í nefndum á vegum þess og var heiðursfélagi. Hann var skátahöfðingi 1995-2004 svo og forseti Hins íslenska þjóðvina- félags frá árinu 1999 til dánardags. Árið 1998 var Ólafur sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, og riddarakrossi Ordre des Arts et des Lettres af frönskum stjórnvöld- um árið 2006. Eiginkona Ólafs er Vilhelmína Elsa Johnsen, f. 1949, líffræðingur og menntaskólakennari. Börn þeirra eru Dagmar Ýr, Ásgeir og Elínborg Ing- unn. Ólafur lést 11.5. 2014. Merkir Íslendingar Ólafur Ásgeirsson 90 ára Jóhanna Sigurðardóttir Magnús Stefánsson 85 ára Ari Rögnvaldsson Bjarni Alexandersson 80 ára Anna Dýrfjörð Sigurður Pálmi Kristjánss. Teitur Ólafur Albertsson 75 ára Ásta Lilja Jónsdóttir Halldór S. H Sigurðsson Ólína Salome Torfadóttir Ólöf J. Sigurbjörnsdóttir Ragnheiður Brynjólfsdóttir Sigfús Benediktsson Þórdís Ágústsdóttir Þórdís Skarphéðinsdóttir 70 ára Andrés Gunnlaugsson Anna Halldís Skarphéðinsd. Ardís Gunnlaugsdóttir Eiríkur Grímsson Hulda Axelsdóttir Magnús Guðmundsson Ólafur Eggertsson Sigríður Jónína Hálfdánsd. Sigurður Jakobsson Stefán Páll Einarsson Valgerður Björnsdóttir Þorgeir Sæmundsson Örnólfur Sveinsson 60 ára Ásta Hrönn Björgvinsdóttir Birgir Kristmundsson Bryndís Fjóla Sigurðard. Elín Ágústsdóttir Emilía Guðrún Magnúsd. Guðmundur H. Kristjánss. Guðný Lára Petersen Gunnar Jóhann Jónsson Gyða Þorgeirsdóttir Halldóra A. Guðmundsd. Hólmgeir Hermannsson John Andres Boulter Jóhanna Gerða Erlingsd. Jóhanna Kristín Arnþórsd. Katrín Ósk Þorgeirsdóttir Páll Hannesson Stefán Sigurðsson Steinar Pétur Jónsson 50 ára Guðmar Jón Tómasson Guðrún Ásta Magnúsdóttir Hjalti Nielsen Hulda Jakobsdóttir Janusz Milewski Karl Grétar Karlsson Svava Skúladóttir 40 ára Azra H. Mahmic Einar Sævarsson Eiríka Sigurjóna Jónsdóttir Haraldur Geir Eðvaldsson Jón Thoroddsen Margrét Friðriksdóttir Sigurður Heiðar Davíðsson Valur Ingvi Magnússon 30 ára Arnar Ingi Sæmundsson Arnljótur Sigurðsson Áróra Helgadóttir Berglind Guðmundsdóttir Friðrik Már Heimisson Ingi Már Kjartansson Jón Grétar Höskuldsson Karl Guðmundsson Kristjana Kristinsdóttir Malena Írisard. Þórisdóttir Orri Már Kristinsson Ólafur Kristinn Kristínarson Pétur Marinó Jónsson Sigríður Ósk Hannesdóttir Viktor Örn Guðlaugsson Til hamingju með daginn 40 ára Haraldur er frá Selfossi en býr á Egils- stöðum. Hann er vara- slökkviliðsstj. hjá Bruna- vörnum á Austurlandi. Maki: Birna Björk Reyn- isdóttir, f. 1979, grunn- skólakennari. Börn: Viktor Óli, f. 2006, Bjarki Már, f. 2012, og Óttar Jóel, f. 2014. Foreldrar: Eðvald Geirs- son, f. 1950, vélamaður, og Rannveig Haralds- dóttir, f. 1954, skólaritari. Haraldur Geir Eðvaldsson 30 ára Viktor er Reykvík- ingur, er ljósmyndari að mennt og er vörumerkja- stjóri hjá Stoðtækjum. Maki: Áslaug Þórsdóttir, f. 1981, tölvunarfræðingur í Íslandsbanka. Börn: Arnar Þór, f. 2014. Foreldrar: Guðlaugur Viktorsson, f. 1963, tón- listarmaður, búsettur á Akureyri, og Edda Jóna Gylfadóttir, f. 1967, deildarstjóri hjá Reykja- víkurborg. Viktor Örn Guðlaugsson 30 ára Malena er Reyk- víkingur og er meistara- nemi í sálfræði við Há- skóla Íslands og flugfreyja hjá Wow air. Maki: Gunnar Smári Jónsson, f. 1992, ráðgjafi hjá Vinakoti. Systkini: Elísa, f. 1991, og Tómas, f. 2003. Foreldrar: Þórir Brynj- úlfsson, f. 1962, flugstjóri hjá Icelandair, og Íris Sveinsdóttir, f. 1965, kennari í Hlíðaskóla. Malena Írisar Þórisdóttir ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.