Morgunblaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2017 Kæli- og frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 Morðið í Austurlanda-hraðlestinni er líklegaein af þekktari sögumAgöthu Christie um einkaspæjarann belgíska Hercule Poirot. Hann er að þessu sinni á leið- inni heim til sín í Lundúnum frá Jerúsalem og ferðast með Austur- landahraðlestinni margrómuðu. Á leiðinni er hins vegar framið morð, líkt og titillinn gefur til kynna, og fellur grunur snemma á hina farþeg- ana í lestarvagninum þar sem bæði Poirot og hinn látni dvöldust. En hver þeirra gæti hafa haft ástæðu til þess að fremja þetta fólskuverk? Og hvaða mann hafði fórnarlambið að geyma? Af tillitssemi við væntanlega áhorfendur mun ég ekki fara nánar í söguþráð nýjustu kvikmyndar Kenneths Branaghs, þar sem upp- runalega sagan hennar Agöthu Christie, sem kölluð hefur verið drottning glæpasagnanna, stendur enn alveg fyllilega fyrir sínu. Mynd- in sem slík fylgir sögunni ágætlega, en hefur gert nokkrar örlitlar breyt- ingar, steypt tveimur karakterum saman í einn og annað sem tilheyrir þegar bækur eru gerðar að kvik- myndum. Þær breytingar eru flestar til bóta og það er lítið hægt að kvarta yfir efnistökum Michaels Greens (Alien: Covenant og Blade Runner 2049). Stærsti galli myndarinnar liggur hins vegar í leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Kenneth Branagh sjálfum. Til dæmis er myndatakan þess eðlis að áhorfandinn finnur fyr- ir henni á stundum og tekur eftir hvernig hún hreyfist. Slík mynda- taka getur verið snjallt stílbragð, en hún getur líka rifið mann úr sögunni á óþægilegan hátt. Þá er ótalin stærsta synd mynd- arinnar, sem er sú ákvörðun Bran- aghs að hann sjálfur væri best fall- inn til þess að leika Poirot, en Branagh líkist alls ekki lýsingum Christie á manninum. Hann er of há- vaxinn, Poirot er gerður ögn of smá- smugulegur og pjattaður, jafnvel hrokafullur, miðað við upprunalegu heimildina. Þá má segja að hið fræga yfirvaraskegg sé komið með sitt eig- ið yfirvaraskegg sem skagar út í loft- ið á svo kómískan hátt að það dregur athyglina frá því sem er að gerast á skjánum og að andliti Branaghs. Fyrir þá sem hafa séð hinn óviðjafn- anlega David Suchet í hlutverki Poi- rots í samnefndum sjónvarpsþáttum verður samanburðurinn allt að því óþægilegur, og ekki Branagh í hag. Það fer heldur ekki á milli mála hver er í aðalhlutverki hér. Branagh tekur til sín bróðurpartinn af skjá- tíma myndarinnar og skiptir þá litlu þó að hann hafi fengið til liðs við sig sum stærstu nöfn hvíta tjaldsins. Judi Dench sést til dæmis nánast glæpsamlega lítið, sömu sögu er að segja af gamla brýninu Derek Jacobi Branagh út af sporinu Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó, Sambíóin Álfabakka og Háskólabíó Murder on the Orient Express bbbnn Leikstjóri: Kenneth Branagh. Handrit: Michael Green, byggt á sögu Agöthu Christie. Aðalhlutverk: Kenneth Bran- agh, Penélope Cruz, Willem Dafoe, Judi Dench, Johnny Depp, Josh Gad, Derek Jacobi, Leslie Odom Jr., Michelle Pfeiff- er og Daisy Ridley. Bandaríkin 2017, 114 mínútur. STEFÁN GUNNAR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Seint á 7. áratugnum varð íslensk samtímalist þess valdandi að borgar- búar skiptust í tvær andstæðar fylk- ingar. „Það var mikið fjallað um þess- ar sýningar í blöðunum og greinilegt að fólk raðaði sér í tvo ólíka hópa; þá sem voru mjög hrifnir af sýningunum og þá sem voru hneykslaðir á þeim,“ segir Inga S. Ragnarsdóttir. Sýningarnar sem um ræðir voru haldnar á Skólavörðuholti að sumri til, nokkar vikur í senn, árin 1967 til 1972. Faðir Ingu, Ragnar Kjartans- son myndhöggvari, var einn af þeim sem áttu frumkvæðið að þessum merkilegu listviðburðum. „Segja má að sýningarnar á Skólavörðuholti hafi haft um tíu ára aðdraganda með því að árið 1957 flytur Myndlistaskólinn í Reykjavík í Ásmundarsal á Skóla- vörðuholtinu, á sama stað og Lista- safn ASÍ var starfrækt í mörg ár. Ás- mundur Sveinsson er sagður hafa átt hugmyndina að þessum sýningum, og féllu þær að hugmyndum hans um að höggmyndalist ætti að vera útilist. Það voru svo Ragnar, sem var for- maður stjórnar Myndlistaskólans, og Jón Gunnar Árnason, sem einnig sast í stjórninni, sem gerðu sýningarnar að veruleika,“ segir Inga og bætir við að segja megi að Myndlistaskólinn í Reykjavík hafi verið nokkurs konar vagga framúrstefnulistar þessi upp- hafsár hennar hér á landi. Það var Dieter Roth sem reið á vaðið með sýningu fyrsta útiverksins á Skólavörðuholti á sýningu sem haldin var 1961 í tilefni af 15 ára af- mæli Myndlistaskólans. Hann hafði verið viðriðinn starf skólans og sýndi þar verkið Vindhörpuna. Sú sýning veitti Ragnari og Jóni Gunnari hvatn- ingu og nokkrum árum seinna buðu þeir listafólki úr öllum áttum að taka þátt í listviðburðum á Skólavörðu- holti. „Í rauninni var eina skilyrðið að fólk hefði brennandi ástríðu fyrir list- inni og væri tilbúið að standa með verkum sínum,“ segir Inga og bendir á að fyrir vikið hafi sýnendahópurinn verið óvenju fjölbreyttur. Mörg stórmerkileg verk „Borgin sýndi framtakinu strax áhuga og Geir Hallgrímsson opnaði fyrstu sýninguna að viðstöddum öll- um borgarfulltrúum – sem myndi þykja æði gott í dag,“ segir Inga en borgin hjálpaði líka til við að varð- veita sum verkanna með því að festa kaup á þeim. „Verkin sem voru sýnd hafa mörg glatast og eru það einkum þau sem borgin keypti sem eru enn til. Þetta voru verk eins og Varðan hans Jóhanns Eyfells sem núna stendur á Klambratúni, Sigling eftir Sigurð Steinsson og Kastali eftir Er- lend Finnboga Magnússon. Borgin var þó ekki eini kaupandinn því verk Inga Hrafns Haukssonar, Fallinn víxíll, var keypt af sænskum banka- manni. Ingi Hrafn varð töluverð stjarna fyrir vikið og komu ófáar greinar í blöðunum um þessa sölu.“ Mörg þeirra verka sem sýnd voru á Skólavörðuholti þykja í dag hafa markað djúp spor í íslenska listasögu. Dieter Roth sýndi t.d. verk á mörgum sýninganna þegar hann var á hátindi ferils síns og var t.d. með verk á Documenta-sýningunni í Kassel 1968 á sama tíma og hann sýndi á Skóla- vörðuholti. „Sum verkin fóru langt fram úr því að vera hefðbundin högg- myndaverk, eins og Súperþvottavélin hennar Rósku. Strax á fyrstu sýning- unni komu svona framúrstefnulegir staumar fram og áttu líka þátt í því að sýningarnar urðu jafn umdeildar og raun bar vitni,“ segir Inga. „Sumum gestum sýninganna þótti eins og listamennirnir væru að gera að þeim gys, t.d. með Súperþvottavélinni. Mörg verkana deildu líka á Víetnam- stríðið eins og verk Þórðar Ben. en Morgunblaðið/Eggert Burður Unnið að uppsetningu verksins Fluga eftir Magnús Tómasson árið 1970. Þegar umdeild listaverk skreyttu  Ný bók fjallar ítarlega um merkilegar útisýningar á Skólavörðuholti á árunum 1967 til 1972  Mörg verkanna sem þar voru sýnd eru í dag glötuð, en mörkuðu samt djúp spor í íslenska listasögu Tímamót „Sýningarnar gerðu myndlist að almenn- ingseign,“ segir Inga. „Og kannski þess vegna sem þessar sýningar urðu svona goðsagnakenndar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.