Morgunblaðið - 22.11.2017, Page 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði Íslands í hand-
knattleik og leikmaður Þýskalandsmeistara Rhein-Neckar
Löwen, er tilnefndur sem besti vinstri hornamaður heims
árið 2017.
Vefsíðan Handball-planet stendur að kjörinu ár hvert og
tilnefnir leikmenn í hverri stöðu. Guðjón Valur er til-
nefndur í stöðu vinstri hornamanns og er þar í baráttu við
samherja sinn hjá Rhein-Neckar Löwen, Jerry Tolbring frá
Svíþjóð, Þjóðverjann Uwe Gensheimer hjá PSG og Rússann
Timur Dibirov hjá Evrópumeisturum Vardar Skopje.
Lesendur geta tekið þátt í valinu með því að fara á síðu
handball-planet á vefslóðinni: http://www.handball-
planet.com/world-handball-left-wing-2017.
Kosningin var komin á mikinn skrið í gærkvöldi og ljóst að margir stuðn-
ingsmenn hafa tekið þátt í kjörinu, sem stendur yfir til 7. desember.
sport@mbl.is
Guðjón Valur
Sigurðsson
Guðjón meðal þeirra bestu Eittogannað
Kári Marísson hefur starfað fyrir Tindastól með
einum eða öðrum hætti stóran hluta sinnar ævi.
Segja má að saga liðsins sé að miklu leyti samofin
sögu hans. Kári kom fyrst til Tindastóls sem spil-
andi þjálfari árið 1978 og á að baki 12 leiktíðir
með liðinu. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari
og aðalþjálfari liðsins, liðsstjóri og bílstjóri, svo eitt-
hvað sé nefnt, auk þess sem hann hefur þjálfað
yngri flokka félagsins en Kári þjálfar í dag 7. flokk.
Kári er fæddur árið 1951 og hóf að leika í meist-
araflokki 16 ára gamall. Hann lék þá með Körfu-
knattleiksfélagi Reykjavíkur, KFR, en auk þess að
leika með Tindastóli lék hann með Val og Njarðvík.
Kári á að baki 34 A-landsleiki en hann lék með
landsliðinu á árunum 1972–1977. Hann hætti að
spila með Tindastóli árið 1989 en það vakti verð-
skuldaða athygli þegar hann klæddist búningi liðs-
ins á nýjan leik í september árið 2000 og lék í úrvals-
deildinni, 48 ára gamall. Valur Ingimundarson var
þá þjálfari Tindastóls og ákvað að kalla Kára inn í
sinn leikmannahóp en Kári hafði þá verið að æfa og
spila með 2. deildarliði Smára í Varmahlíð. Kári á
alls 15 leiki skráða þetta síðasta tímabil sitt í úrvals-
deild, sem segja má að hafi verið það besta hingað
til í sögu Tindastóls en liðið var einum sigri frá því
að verða Íslandsmeistari og fékk einnig silfur í
deildarkeppninni. Kári skoraði sín síðustu stig í
efstu deild þegar hann var 49 ára, tveggja mánaða
og 22 daga, en hann var á þeim tíma langelsti leik-
maður sem spilað hafði í efstu deild. Met hans stóð
þar til Baldur Þorleifsson úr Snæfelli sló það 2015.
Kári var spilandi þjálfari Tindastóls frá 1978 til
1988, þegar Valur Ingimundarson tók við. Kári var
því meðal annars spilandi þjálfari þegar Tindastóll
vann sér í fyrsta sinn sæti í úrvalsdeild árið 1988.
Börnin einnig leikið með landsliðunum
Þess má til gamans geta að börn Kára hafa náð
langt í körfuboltanum. Landsliðsmaðurinn Axel
Kárason, sem snúinn er aftur í lið Tindastóls úr at-
vinnumennsku, er líklega þeirra kunnastur en hin
þrjú hafa einnig gert garðinn frægan á körfubolta-
vellinum. Arnar Kárason var viðloðandi landsliðið
og varð Íslandsmeistari með KR á sínum tíma.
María Káradóttir lék allan sinn feril með KR og
Kristín Björk Jónsdóttir, fósturdóttir Kára, var fyr-
irliði KR í mörg ár, Íslandsmeistari og meðal annars
valin besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2001, auk
þess sem hún er skráð með 21 A-landsleik á vef
KKÍ. sindris@mbl.is
Leikmaður, þjálfari, liðsstjóri og bílstjóri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölhæfur Kári Marísson í íþróttahúsinu.
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur verið rekin um áratugaskeið
en í meistaraflokki karla vann félagið sér í fyrsta sinn sæti í úrvalsdeild-
inni með því að vinna 1. deildina árið 1988. Liðið komst í fyrsta sinn í úr-
slitakeppnina vorið 1996, þegar hún var orðin 8-liða úrslitakeppni, og
mætti Njarðvík í 8-liða úrslitum en tapaði þar, 2:0. Tindastóll var einnig með
í 8-liða úrslitum árin 1998, 1999 og 2000, án þess að komast áfram.
Vorið 2001 skipar stóran sess í sögu Tindastóls en liðið komst þá í fyrsta
sinn alla leið í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, eftir að hafa slegið Grindavík út, 2:1,
og svo Keflvíkinga, 3:2. Í úrslitaeinvíginu varð Tindastóll að sætta sig við 3:1-tap
gegn Njarðvík.
Tindastóll féll út í 8-liða úrslitum árið 2002 en tapaði svo fyrir Grindavík í undan-
úrslitum árið 2003, 3:2. Liðið féll út í 8-liða úrslitum 2004 og féll svo niður í 1. deild árið
eftir.
Tindastóll vann 1. deildina árið 2006 en komst ekki í úrslitakeppnina næstu ár á eftir.
Vorið 2010 lék Tindastóll í 8-liða úrslitum en féll þar úr leik líkt og árið 2012. Liðið féll svo
niður í 1. deild vorið 2013 og lék þar einn vetur.
Tindastóll kom af fítonskrafti inn í úrvalsdeildina veturinn
2014-2015 og endaði í 2. sæti, á eftir KR. Liðið komst svo af ör-
yggi í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, í annað sinn í sögunni, en
tapaði þar fyrir KR, 3:1. Liðið komst í undanúrslit vorið 2016 en
féll út í 8-liða úrslitum síðasta vor. Í dag er Tindastóll á toppi
úrvalsdeildarinnar.
Tindastóll hefur sjö sinnum komist í undanúrslit bikarkeppn-
innar og einu sinni í bikarúrslitaleikinn. Það var árið 2012 þegar lið-
ið tapaði fyrir Keflavík, 97:95.
Morgunblaðið hefur að undanförnu fjallað um keppnislið í ýmsum
íþróttagreinum og mun halda því áfram næstu vikurnar.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Ásgarður: Stjarnan – Haukar ............. 19.15
Borgarnes: Skallagrímur – Njarðvík . 19.15
TM-höllin: Keflavík – Snæfell ............. 19.15
Smárinn: Breiðablik – Valur ............... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram ................. 18
Kaplakriki: FH – Stjarnan .................. 19.30
Í KVÖLD!
NBA-deildin
Charlotte – Minnesota ..................... 118:102
Detroit – Cleveland ............................ 88:116
Orlando – Indiana............................... 97:105
Philadelphia – Utah............................ 107:86
New York – LA Clippers ................... 107:85
Memphis – Portland........................... 92:100
Milwaukee – Washington .................... 88:99
New Orleans – Oklahoma City........ 114:107
Dallas – Boston................................. 102:110
San Antonio – Atlanta.......................... 96:85
Sacramento – Denver ........................ 98:114
KÖRFUBOLTI
Tveir íslenskir knattspyrnudómarar
hafa bæst á lista yfir alþjóðlega dómara
og koma þar með inn sem nýir FIFA-
dómarar. Þetta eru þau Bríet Braga-
dóttir og Ívar Orri Kristjánsson. Gunn-
ar Jarl Jónsson fellur út af listanum en
hann ákvað eftir leiktíðina í ár að leggja
flautuna á hilluna. Vilhjálmur Alvar
Þórarinsson, Þorvaldur Árnason og
Þóroddur Hjaltalín eru áfram FIFA-
dómarar.
Í gær var dregið í undankeppni
heimsmeistaramóts U20 ára liða
kvenna í handknattleik. Ísland var dreg-
ið í riðil með Makedóníu, Þýskalandi og
Litháen, en efsta þjóðin kemst í loka-
keppnina sem haldin verður í Ungverja-
landi í júlí á næsta ári. Riðillinn verður
leikinn 23.-25. mars, en lokakeppnin fer
fram 1.-15. júlí.
Pólski knattspyrnumaðurinn Tomasz
Luba sem hefur leikið með Víkingi í
Ólafsvík frá 2010 hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna. Hann hefur verið
ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings í
Ólafsvík sem leikur í 2. deild á næsta
tímabili.
Snorri Hrafnkelsson, leikmaður
körfuknattleiksliðs Þórs í Þorlákshöfn,
verður frá keppni næstu mánuðina þar
sem hann hefur greinst með einkirn-
ingasótt. Snorri kom til Þórs frá KR í
sumar en hann er 24 ára gamall mið-
herji. Hann lék fyrstu 7 leiki Þórs í deild-
inni þar sem hann skoraði 6 stig og tók
2,9 fráköst að meðaltali í leik.
Knattspyrnumaðurinn Árni Vil-
hjálmsson mun á næstunni gangast
undir aðgerð eftir að hafa farið úr axl-
arlið í annað sinn
með nokkurra
mánaða millibili.
Árni féll á dög-
unum úr
sænsku úrvals-
deildinni með
liði sínu Jön-
köping Södra, en
hann fór úr axlarlið
í fyrra skiptið þegar
hann tók hjólhesta-
spyrnu á æfingu liðsins.
Hann hrökk aftur úr
lið á dögunum.
Afturelding sigraði ÍBV 2 í Coca-Cola-bikarnum í gærkvöld
þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum. Leiknum lauk með
stórsigri Mosfellinga, 39:23. Staðan í hálfleik var 22:9 gest-
unum í vil. Þetta var annar leikur Aftureldingar á jafn-
mörgum dögum en í fyrrakvöld léku Mosfellingar við Vals-
menn í Olís-deildinni.
Mosfellingar eru því komnir áfram í 16-liða úrslitin sem
fara fram á næstu vikum.
Sigurður Bragason var markahæstur Eyjamanna en hann
skoraði 10 mörk í leiknum og sýndi að hann á helling eftir,
Sigurður er aðstoðarþjálfari ÍBV í Olís-deild karla. Brynjar
Karl Óskarsson var einnig drjúgur en hann skoraði fjögur
mörk.
Hjá gestunum var Árni Bragi Eyjólfsson með flest mörk, 12, Bjarki Krist-
insson átti einnig mjög góðan leik hjá gestunum og skoraði sex mörk. sport-
@mbl.is
Öruggt hjá Aftureldingu
Árni Bragi
Eyjólfsson
mönnum heldur í bænum öllum. „Ég held að það hjálpi talsvert mikið að fá að-
stoðarþjálfara því hann [Martin] hafði ansi mörgum hnöppum að hneppa hjá fé-
laginu undir lok síðasta tímabils. Svo höfum við náttúrlega fengið Arnar og Axel
sem eru báðir frábær viðbót við þetta lið. Þeir eru frábærir karakterar og það er
mjög gott að spila með þeim,“ segir Pétur. Sigtryggur Arnar, eða Arnar eins og
hann er jafnan kallaður, hefur farið mikinn í vetur og skorað að meðaltali tæp-
lega 20 stig í leik, og Axel er frábær varnarmaður eins og þjóðinni er kunnugt
um. Endurkoma þessara leikmanna á Krókinn hefur skiljanlega aukið á bjart-
sýni allra um að tími Tindastóls sé runninn upp og að liðið verði það tólfta í sög-
unni til þess að landa Íslandsmeistaratitlinum.
Fengu Pétur úr NBA-deildinni
Upphaf körfuboltaiðkunar á Sauðárkróki má rekja til þess þegar Helgi Rafn
Traustason, fyrrverandi leikmaður Körfuknattleiksfélags Reykjavíkur, flutti í
bæinn og hóf að stýra æfingum hjá Tindastóli árið 1964. Þess má til gamans
geta að fyrsti leikurinn var við Hólasveina úr Hjaltadal, í janúar 1965, og Tinda-
stóll vann leikinn 54:19.
Saga Tindastóls í deild þeirra bestu nær aftur til ársins 1988 en þá vann liðið
1. deildina. Í því liði voru meðal annars bræðurnir Eyjólfur og Sverrir Sverr-
issynir, sem þekktari eru sem fyrrverandi landsliðsmenn í knattspyrnu. Þess
má geta að Eyjólfur skoraði að meðaltali 23,4 stig í leik fyrir Tindastól í þeim 27
leikjum sem hann lék fyrir liðið í úrvalsdeild, áður en hann sneri sér alfarið að
fótboltanum.
Eftir að hafa unnið sér sæti í úrvalsdeild settu Tindastólsmenn enn meiri
kraft í sitt starf. Landsliðsmaðurinn Valur Ingimundarson var fenginn til fé-
lagsins frá Njarðvík og tók við sem spilandi þjálfari liðsins, og haustið 1990 var
enginn annar en Pétur Guðmundsson fenginn til félagsins. Pétur, sem hafði
raunar aldrei heimsótt Sauðárkrók áður, kom til Tindastóls eftir að hafa síðast
leikið með San Antonio Spurs í NBA-deildinni. Koma þessa 2,18 metra leik-
manns, fyrsta Evrópubúa til að spila í NBA, vakti vitaskuld mikla athygli og jók
enn á mikinn körfuboltaáhuga í bænum.
Meiðsli settu strik í reikninginn þær tvær leiktíðir sem Pétur lék með Tinda-
stóli en seinni veturinn, 1991-1992, þegar Tékkinn Milan Rozaneck þjálfaði liðið
með Val sér til aðstoðar, var leikmannahópurinn öflugur og liðið aðeins tveimur
stigum frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins.
Heimavallarvígið stóð þar til í úrslitaeinvíginu
Um aldamótin var Tindastóll aftur kominn með mjög öflugt lið sem barist gat
um titla, og vorið 2001 varð það fyrst liða utan Reykjaness og höfuðborgarsvæð-
isins til að komast í úrslit Íslandsmótsins. Þar fóru þriggja stiga sérfræðing-
urinn Kristinn Friðriksson, sem síðar þjálfaði liðið um árabil en er nú spekingur
í sjónvarpsþáttum um deildina, og Svavar Atli Birgisson fremstir í flokki Íslend-
inganna í liðinu. Bandaríkjamaðurinn Shawn Myers, Rússinn Mikhail Antropov
og Grikkinn Adonis Pomones voru einnig í stórum hlutverkum tímabilið eft-
irminnilega 2000-2001, en það var síðasti vetur liðsins undir stjórn Vals Ingi-
mundarsonar. Tindastóll tapaði ekki leik á heimavelli þetta tímabil þar til að lið-
ið mætti Njarðvík í úrslitunum og tapaði einvíginu 3:1.
Það er svo aftur nú á allra síðustu árum sem Tindastóll hefur gert sig líklegan
til að vinna til meistaratitils. Reyndar komst liðið í fyrsta og eina sinn í bikarúr-
slitaleikinn árið 2012 og tapaði með tveimur stigum fyrir Keflavík, 97:95. Þá
voru í liðinu menn eins og Helgi Freyr og Helgi Rafn, Svavar Atli, Þröstur Leó
Jóhannsson og Friðrik Hreinn Hreinsson.
Vorið 2015 endurtók Tindastóll árangurinn frá árinu 2001, fékk silfur í deild-
inni og í úrslitakeppninni, en það var minna en menn ætluðu sér og engum blöð-
um er um það að fletta að stefnan er sett á gull í vetur, eftir tvö talsverð von-
brigðatímabil í röð.