Morgunblaðið - 22.11.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.2017, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 Ég geri mér grein fyrir því að Zlatan Ibrahimovic getur státað sig af því að hafa orðið lands- meistari í fjórum löndum. Að hann hefur raunar orðið hol- lenskur meistari tvisvar, ítalskur meistari fjórum sinnum, spænskur meistari, og franskur meistari fjórum sinnum! Ég veit sem sagt alveg að afrekalisti þessa hávaxna Svía er langur og merkilegur, en það hlýtur samt að teljast eitt hans mesta afrek að vera farinn að spila á ný með einu besta liði ensku úrvalsdeildarinnar, sem 36 ára gamall framherji, aðeins sjö mánuðum eftir að hafa meiðst svo alvarlega í hné að útlit var fyrir að ferlinum væri lokið. Það má alveg örugglega deila um það hvort Manchester United spilar betri fótbolta með eða án Zlatans. Hvort betri ár- angur náist með eða án hans. En mikið gladdi það mig að sjá hann mæta aftur út á völlinn um helgina og klippa boltann einu sinni á lofti. Svona leikmaður, sem hefur einstaka hæfileika en líka einstakan persónuleika, er óhræddur við að gera „eitthvað öðruvísi“ og hefur einhvers kon- ar knattspyrnukynþokka sem erfitt er að lýsa, er maður sem ég vil hafa í mínu liði. Ég skil vel að sænskir fjöl- miðlamenn hafi viljað vita, strax eftir að Svíþjóð sló Ítalíu út og vann sér sæti á HM fyrr í þessum mánuði, hvort möguleiki væri á því að Zlatan færi til Rússlands. Þjálfari Svía furðaði sig á spurn- ingum þess efnis, svona strax eftir hið mikla afrek sinna leik- manna, en ég skil alveg að menn hafi viljað velta þessari spurn- ingu upp. Ég dreg ekkert úr af- reki sænska liðsins en það yrði óneitanlega talsvert mikið kyn- þokkafyllra með Zlatan innan- borðs næsta sumar. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is MEISTARADEILDIN Ívar Benediktsson iben@mbl.is Kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Það fengu leikmenn Liverpool svo sannarlega að finna í heimsókn sinni til Sevilla í fimmtu umferð E-riðils Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Liverpool fékk draumabyrjun í leiknum og stað- an var vænleg að loknum fyrri hálfleik, 3:0. Draumurinn breytt- ist hins vegar í matröð í síðari hálfleik, ekki síst á næstsíðustu mínútu í uppbótartíma þegar Guido Pizarro jafnaði metin, 3:3, fyrir heimaliðið. Fyrir vikið er engu hægt að slá föstu enn um hvort Liverpool kemst í 16-liða úrslit keppninnar. Liðið er efst í riðlinum sem stendur með níu stig, stigi meira en Sevilla og þremur á undan Spartak Moskvu, sem verður andstæðingur Liver- pool á Anfield í lokaumferðinni miðvikudaginn 6. desember. Liverpool fór á kostum í fyrri hálfleik. Roberto Firmino skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Sadio Mané og héldu þá flestir að Liverpool færi með sigur af hólmi. Firmino skoraði fyrra mark sitt á annarri mínútu leiksins. Sevilla-menn voru alls ekki af baki dottnir þótt staða þeirra væri slæm. Þeir hafa ekki tapað leik á heimavelli í tæpt ár og gild- ir einu í hvaða keppni og móti það hefur verið. Wissam Ben Yedder skoraði tvö mörk með skömmu millibili snemma í síðari hálfleik, það síð- ara úr vítaspyrnu. Hinn glaðbeitti Pizarro kætti heimamenn á áhorf- endapöllunum með marki sínu á þriðju mínútu í uppbótartíma. Og þar við sat. Leikmenn Liverpool og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vissu ekki hvaðan á sig stóð verðið í veðurblíðunni í Se- villa. „Mér líður eins og við höfum tapað en við gerðum það ekki. Við eigum einn leik eftir svo þetta er ennþá í okkar höndum en þessa stundina er erfitt að kyngja þessu,“ sagði Klopp fljótlega eftir að flautað var til leiksloka og hann hafði náð áttum. Markaveisla á Nikósíu Real Madrid innsiglaði sæti í 16-liða úrslitum með stórsigri, 6:0, á APOEL á Nikósíu. Madrid- arliðið fylgir þar með Tottenham eftir í H-riðli. Cristiano Ronaldo skoraði tvö síðustu mörk Madrídarliðsins í sýningunni á Nikósíu á Kýpur á 49. og 54. mínútu. Áður hafði Ka- rim Benzema skoraði í tvígang og Luka Modric og Nacho Fern- andez sitt markið hvor. Besiktas tryggði sér ennfremur sæti í næstu umferð Meist- aradeildarinnar. Liðinu dugði 1:1- jafntefli til þess við FC Porto á heimavelli. Hvort Leipzig eða Porto fylgir Besiktas skýrist í lokaumferðinni en þá fær þýska liðið Besiktas í heimasókn á sama tíma og Porto tekur á móti liðs- mönnum Mónakó. Leikmenn Leipzig léku við nán- ast hvern sinn fingur í heimsókn sinni í furstadæmið í gærkvöldi. Þeir skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og slógu heimamenn algjörlega út af laginu. Radamel Falcao klóraði reyndar í bakkann á 43. mínútu en það var ekkert annað en klór vegna þess að Naby Keita skoraði fjórða mark Leipzig rétt áður en gengið var til bún- ingsherbergja til hálfleikste- drykkju. Draumabyrjun Liverpool dugði skammt í Sevilla  Þrjú mörk í hvorum hálfleik  Besiktas og Real Madrid í 16-liða hópinn AFP Hressir Leikmenn Sevilla brostu breitt eftir að þeir jöfnuðu metin á heimavelli á elleftu stundu gegn Liverpool. Góður hokkíleikur Með þessum sigri eru Íslands- meistarar Esju stigi á eftir toppliði SA, sem á leik til góða, og spennan áfram mikil í toppbaráttunni. Björn- inn mátti aftur á móti varla við þessu tapi. Þótt mikið sé eftir af Íslands- staklega opin færi. Þegar farið var að líða á annan leikhlutann fóru Esjumenn hægt og rólega að sölsa undir sig öll völd á vellinum og upp- skáru fyrir vikið tvö mörk á stuttum kafla. Robbie Sigurðsson er marka- hæsti leikmaður deildarinnar og hann sýndi enn eina ferðina hvers hann er megnugur í leiknum í gær. Þegar það vantaði einhvern neista í leikinn var það auðvitað hann sem skoraði frábært einstaklingsmark og eftir að Bjarnarmenn hleyptu smáspennu í leikinn í þriðja leik- hluta var það Robbie sem skoraði mikilvægt mark til að tryggja grip Esju á leiknum á ný. Það urðu smá- læti undir lokin þegar Aron Knúts- son, leikmaður Esju, hrinti dóm- aranum þegar hann fékk tveggja mínútna brottvísun og var hann sendur í sturtu fyrir vikið fyrir þetta óþarfa athæfi. mótinu er liðið núna 13 stigum frá sæti í úrslitakeppninni og það verð- ur erfiður róður að vinna það bil upp. Gauti Þormóðsson, þjálfari Esju, var að vonum sáttur við úrslitin en hann segir sína menn eiga meira inni. „Þetta er að fara í rétta átt, menn eru að koma inn úr meiðslum sem hafa verið lengi frá og ég tel okkur eiga mikið inni,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið eftir leik. „Við vor- um þéttir til baka og það var erfitt að skapa færi gegn okkur í kvöld. Við sækjum stundum of mikið en fyrir utan síðustu mínúturnar var þetta mjög góður hokkíleikur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Einn Kristján Kristinsson, leikmaður Bjarnarins á auðum sjó með pökkinn fyrir miðri mynd. Aðrir fylgjast með. Esjumenn styrktu stöðu sína til muna  Skelltu Birninum í hörkuleik á svell- inu í Skautahöllinni í Laugardal Í LAUGARDAL Kristófer Kristjánsson sport@mbl.is Esja er heldur betur komin í þægi- lega stöðu í Hertz-deild karla í ís- hokkíi eftir 4:1-sigur á Birninum í Skautahöllinni í Laugardal í gær- kvöld. Um var að ræða mikilvægan leik í baráttunni um sæti í úrslita- einvíginu og með sigrinum er Esja nú með 13 stiga forystu á andstæð- inga sína og þótt mikið sé eftir af mótinu verður staðan að teljast ansi vænleg. Þeir Jan Semorad og Robbie Sigurðsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Esju en Andri Helgason skoraði eina mark Bjarn- armanna. Leikurinn var í járnum fyrsta hálftímann og áttu bæði lið fínar rispur án þess þó að skapa sér-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.