Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 10.12.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 10.12.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hvernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt í Jólastjörnunni? Af því að ég hef svo rosalega gaman af því að syngja. Mig hefur langað til að taka þátt síðustu tvö ár. Það heillar mjög mikið að fá að koma fram á svona stóru sviði. Og hvað átti maður að gera? Ég sendi inn myndskeið af mér að syngja. Ég ákvað að syngja lagið Á annan stað úr leikritinu Í hjarta Hróa hattar. Mamma sagði mér svo að ég væri kominn í úrslit ásamt 11 öðrum. Þannig að ég var að fara að syngja í sjónvarpinu. Voru margir sem tóku þátt? Já, ég held að það hafi verið um 230 krakkar. Hvað tók svo við? Við áttum að syngja tvö lög í úrslitunum. Annað varð að vera jólalag. Ég valdi Ég hlakka svo til og Heyr mína bæn. Hverjir eru dómarar í þáttunum? Gunni Helga, Katrín Halldóra og sjálfur Bó. Vissirðu alveg hvaða fólk þetta var? Já, ég vissi alveg hver Björgvin var. Ég hafði farið í prufur hjá Gunna Helga og ég hafði séð Katrínu í Elly og Í hjarta Hróa hattar. Hvenær verða svo stóru tónleikarnir? Þeir verða sunnudaginn 10. desember kl. 17 og 21 og generalprufa um morguninn. Svo verða tónleikar á mánudagskvöld kl. 21 og þriðjudags- kvöld kl. 20. Tónleikarnir fara fram í Eldborg í Hörpu í fyrsta skipti. Hvað ætlar þú að syngja? Lagið Dag einn um jólin, sem er Someday at Christmas á ensku. Hinar 11 jólastjörnurnarr taka líka undir með mér. Við komum svo öll fram í fleiri atriðum, t.d. með Björgvini Halldórs í laginu Nei, nei, ekki um jólin. Hvernig fréttir þú af sigrinum? Gunni Helga var að lesa úr nýju bókinni sinni í skólanum hjá okkur. Það var búið að ákveða það með talsverð- um fyrirvara þannig að það var algjör tilviljun. Þegar hann var búinn að lesa kviknuðu ljósin og Björgvin mætti á sviðið. Ég hoppaði upp á svið og byrjaði að gráta. Þá tilkynnti hann að ég yrði jólastjarnan. Mamma og pabbi og allir voru þarna líka. Og hvað tók þá við hjá jólastjörnunni? Þá fór ég í hár og förðun og svo keyptum við þrjú dress og fórum í myndatöku. Síðan fórum við að skoða sviðið í Hörpu. Hvernig ganga æfingar fyrir tónleikana? Þær ganga vel. Við byrjuðum á þriðjudaginn og það er æft á hverjum degi. Ertu ekkert stressaður að stíga á svið í Hörpu? Eiginlega ekki, kannski verður maður smá stressaður þarna rétt fyrir en þetta verður bara gaman. Áttu þér einhvern uppáhaldssöngvara? Mér finnst Ed Sheeran mjög flottur og líka Friðrik Dór. Hverjir koma fleiri fram á jólatónleikunum? estgjafinn Björgvin Halldórs, Júníus Mey- nt, Páll Óskar, Ragga Gísla, Svala, Jóhanna uðrún, Katrín Halldóra, Gissur Páll, Sturla las, Stefán Karl og Arnaldur Halldórsson. Svo lar hinar jólastjörnurnar, karlakór, gospelkór, arnakór, dansarar, leikhópur og fleiri og fleiri. etta verður flott sýning og vonandi mæta sem estir. Áttu þér eitthvert uppáhaldsjólalag? Þau eru nokkur, t.d. Ég hlakka svo til, Jólin eru að koma, Dag einn um jólin, Ef ég nenni, Þú komst með jólin til mín, Nei, nei, ekki um ólin. Ég held að þetta séu þau helstu. Arnaldur Halldórsson, 11 ára, er Jólastjarnan 2017. Hann stóð uppi sem sigurvegari úr rúmlega 200 krakka hópi og mun syngja með Björgvini og félögum á Jólagest- um á fernum tónleikum í Hörpu. Arnaldur ætlar að verða söngvari, dansari, leikari eða rappari þegar hann verður stór. Barnablaðið hitti þessa rísandi stjörnu í vikunni. Myndir: Hari „Kannski verður maðu r smá stressað ur þarna rétt fy rir en þetta verður bara gaman.“ ÆFIR BALLETT OG RAPPAR MEÐ PÖNDUNUM G va G At al b Þ fl j

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.