Morgunblaðið - 06.01.2018, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
T
S
6
04
96
0
1/
18
ICELANDAIR ÓSKAR EFTIR
öflugum liðsmönnum til starfa hjá
tækniþjónustu félagsins í Hafnarfirði
STARFSSVIÐ:
I Eftirlit með viðhaldi á rafeindakerfum og
rafkerfum flugvéla
I Afgreiðsla lofthæfifyrirmæla og breytinga
frá framleiðendum
I Verkfræðiaðstoð við viðhald flugvéla og
viðvarandi lofthæfi
I Umsjón tæknigagna er snúa að viðvarandi
lofthæfi flugvéla
I Innleiðing á nýjum rafeindabúnaði í flugvélar og
þjónusta við hann í rekstri
I Fylgjast með og skrá breytingar á álagi
á rafkerfi flugvéla
I Samskipti við framleiðendur flugvéla og íhluta
I Verkefnastjórnun og kostnaðareftirlit
HÆFNISKRÖFUR:
I Próf í rafmagnsverkfræði/rafmagnstæknifræði,
próf í flugvélaverkfræði eða flugvirkjanám sem
gefur B2 réttindi
I Þekking og reynsla af viðhaldi flugvéla er kostur
I Mjög góð tölvukunnátta
I Mjög góð enskukunnátta í bæði töluðu
og rituðu máli
I Góðir samskiptahæfileikar
I Frumkvæði og sjálfstæði
I Öguð og góð vinnubrögð
Sérfræðingur til að annast eftirlit með rekstri og viðhaldi vélrænna kerfa flugvéla
(Mechanical Systems), svo sem vökvakerfi, loftræstikerfi og eldsneytiskerfi.
STARFSSVIÐ:
I Eftirlit og ráðgjöf varðandi viðgerðir og
endurbætur
I Afgreiðsla lofthæfifyrirmæla og breytinga
frá framleiðendum
I Verkfræðiaðstoð við daglegan rekstur flugvéla
og viðvarandi lofthæfi
I Umsjón með tæknigögnum er varða viðvarandi
lofthæfi flugvéla
I Samskipti við framleiðendur flugvéla og íhluta
I Verkefnastjórnun, áætlanagerð og
kostnaðareftirlit
HÆFNISKRÖFUR:
I Próf í verkfræði, tæknifræði eða flugvirkjanám
og sérþekking á þessum sviðum
I Þekking og reynsla af viðhaldi flugvéla er kostur
I Mjög góð tölvukunnátta
I Mjög góð enskukunnátta í bæði töluðu
og rituðu máli
I Góðir samskiptahæfileikar
I Frumkvæði og sjálfstæði
I Öguð og góð vinnubrögð
Sérfræðingur til að annast eftirlit með rafeindabúnaði og rafkerfum
flugvéla (Avionics Engineer).
Nánari upplýsingar veita:
Ásgeir Bjarni Lárusson I asgeirl@its.is
Sveina Berglind Jónsdóttir I sveinaj@icelandair.is
+ Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á
www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 14. janúar nk.
Bílstjóri á dráttarbifreið
Menntunar- og hæfniskröfur
• Meirapróf
• Stundvísi og snyrtimennska
• Öguð vinnubrögð
• Góð mannleg samskipti
• Þjónustulund
• Vinnuvélaréttindi og/eða
kranaréttindi kostur
Sölumaður í varahlutaverslun
Menntunar- og hæfniskröfur
• Yfirgripsmikil þekking á bifreiðum
• Góð almenna tölvukunnátta
• Stundvísi og snyrtimennska
• Þjónustulund og gott viðmót
• Góð mannleg samskipti
• Vinnuvélaréttindi kostur
Afgreiðsla í móttöku
Menntunar- og hæfniskröfur
• Góð almenn tölvukunnátta
• Stundvísi og snyrtimennska
• Þjónustulund og gott viðmót
• Góð mannleg samskipti
Skútuvogi 8 | 104 Reykjavík | Sími: 567 6700 | vakahf.is
Vaka hf. er eitt elsta fyrirtækið í bílabransanum á Íslandi og er með fjölbreytta þjónustu við bíleigendur. Í dag
starfar fyrirtækið á hinum ýmsu sviðum s.s. bíla- og tækjaflutningar, dekkjaverkstæði, varahlutasala, dekkjahótel
og móttaka förgunarbifreiða.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Áhugasamir sendi inn umsókn á starf@vakahf.is
Umsóknarfrestur
19. janúar 2018
Vaka leitar að öflugum
liðsmönnum
Aðalfundur Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Verðandi
í Vestmannaeyjum mótmælir í
ályktun fyrirætlunum Sam-
göngustofu um að leggja af
losunar- og sjósetningarbúnað
í íslenskum skipum. Þessi
áform eru sögð vera „tilræði“
eins og komist er að orði.
Mannslífum bjargað
Málinu er lýst á þann veg að
til skoðunar sé að alþjóðlegar
kröfur um björgunarbúnað
gildi og að íslenskar sérreglur
um sleppibúnað verði úr gildi
felldar. Allir viti að það kosti
sitt að hafa alvöru björg-
unartæki um borð og verði
Samgöngustofa að kynna sér
hve mörgum mannslífum
sleppibúnaður hafi bjargað.
„Við höfum séð alltof mörg
dæmi um mismunandi teg-
undir af sjósetningarbúnaði á
undanförnum árum sem hafa
ekki virkað og sjómenn látist.
Það eru engar reglur um að
losunar- og sjósetningarbún-
aður skili gúmmíbát upp á yf-
irborðið óháð dýpi eða hvort
skipið sé á hvolfi. Það er til
búnaður sem er hannaður til
að skila gúmmíbát upp-
blásnum við hlið skips óháð
dýpi og sama hvernig skip
snýr,“ segir í ályktun fund-
arins. Þar er starfsfólk Sam-
göngustofu hvatt til að færa
öryggismál sjómanna ekki aft-
ur í tímann heldur leita sam-
starfs við þá sem best til þekki
til og þróa nýja reglugerð
samkvæmt því.
Sleppibúnaðurinn
verði áfram skylda
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vestmannaeyjar Útgerðin er undirstaða alls í þessum bæ.
Eyjasjómenn mótmæla
Hreyfing Samningar um Heilsueflingu afgreiddir.
Í vikunni undirrituðu Har-
aldur Líndal Haraldsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, og Janus
Guðlaugsson samstarfssamn-
ing sveitarfélagsins við Heilsu-
eflingu Janusar slf., til eins og
hálfs árs í tengslum við heilsu-
eflingu allt að 160 íbúa Hafn-
arfjarðarbæjar á aldrinum 65
ára og eldri. Í boði verður þol-
þjálfun einu sinni í viku í
frjálsíþróttahöllinni við Kapla-
krika og styrktarþjálfun tvisv-
ar í viku í heilsuræktarsal
Reebok fitnes við Ásvallalaug.
Áskorun í nútímanum
Í frétt frá Hafnarfjarðarbæ
segir Rannveig Einarsdóttir,
sviðsstjóri fjölskylduþjónustu,
að ein af áskorunum samfélags
nútímans sé að gefa öllum kost
á að stunda hreyfingu af ein-
hverjum toga. Eigi það ekki
síst við um eldra fólk, sem ella
sé útsett fyrir ýmsum lífsstíls-
sjúkdómum. Einnig geti
hreyfing átt sinn þátt í því að
fólk geti lengur verið í eigin
búsetu, sinnt athöfnum dag-
legs lífs hjálparlaust og haldið
lífsgæðum.
Hver og einn þátttakandi í
þessu verkefni í Hafnarfirði
fær einstaklingsmiðaða æf-
ingadagkrá sem gerð verður í
kjölfar mælinga á þreki, styrk
og líkamlegu ástandi hvers og
eins. Æfingar fara fram í fá-
mennum hópum undir leið-
sögn fagfólks. Auk þol- og
styrktaræfinga verða einnig
fyrirlestrar um hollt mataræði
og lífsstíl.
Þjálfa þol og styrk
Hreyfing í Hafnarfirði
Stjórn fé-
lags um
stofnun
Lýðhá-
skóla á
Flateyri
hefur ráð-
ið Helenu
Jónsdóttur
sálfræðing
sem fram-
kvæmda-
stjóra Lýðháskólans þar í
bæ. Hlutverk Helenu verður
að undirbúa starfsemi skól-
ans en sérstök fagráð hafa
unnið að því að móta náms-
framboð skólans á þremur
sviðum, sjálfbærni og um-
hverfismálum, kvikmynda-
vinnu og tónlistarsköpun.
Framkvæmdastjóri mun
vinna að skipulagi skólans og
útfærslu og þróun náms-
framboðs auk þess að vinna
verkefni fyrir Fræðslu-
miðstöð Vestfjarða um
lýðháskóla almennt sam-
kvæmt samningi við mennta-
málaráðuneytið. Starfsstöð
framkvæmdastjóra er á
Flateyri og mun Helena þeg-
ar hefja störf.
Undanfarin þrú ár hefur
Helena starfað sem verk-
efnastjóri og ráðgjafi á veg-
um samtakanna Læknar án
landamæra í Afganistan,
Suður-Súdan, Egyptalandi
og Líbanon. Áður var hún
m.a. meðeigandi og starfandi
sálfræðingur hjá Kvíða-
meðferðarstöðinni, fram-
kvæmdastjóri hjá Glitni og
framkvæmdastjóri hjá Kaup-
þingi.
Helena
Jónsdóttir
Helena stýrir Lýðháskóla á Flateyri