Morgunblaðið - 06.01.2018, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
! " #
$ "
% " &'( ) *+ ,- "
.
% /
% 0 1 2
% 0 1
$ 3 $ 0 ( 2 +2
4
5 6-
5
$
(
$ 7 (8 29
-6 : -;6< =
( #
( 4
# (
212
/ ""> 0 ? 2 !
@-@<A;;
Seltjarnarnesbær hefur með
undirritun sáttmála Samein-
uðu þjóðanna, Global Com-
pact, um
samfélags-
ábyrgð
tekið sér
stöðu með-
al fremstu
bæj-
arfélaga í
heimi og er
fyrsta bæj-
arfélagið á
Íslandi til
að und-
irrita slíkan sáttmála. 21 ís-
lenskur aðili hefur nú und-
irritað yfirlýsingu þessa efnis
en Samtök atvinnulífsins eru
tengiliður Íslands við Global
Compact.
Meðvitund um ábyrgð
Stjórnendur Seltjarnarnes-
bæjar hafa á liðnum árum lagt
áherslu á samfélagslega
ábyrgð og hafa ákvarðanir
bæjarstjórnar tekið mið af því,
segir í frétt frá Seltjarn-
arnesbæ. Bæjarstjórn hafi
verið meðvituð um ábyrgð á
umhverfi sínu hvort sem það
varði mannauð eða umhverfi.
Ennfremur vaxi þeim sjón-
armiðum ásmegin á meðal
bæjarbúa að taka beri sam-
félagsábyrgð föstum tökum og
vinna eigi að innleiðingu góðra
stjórnarhátta í þeim anda.
Ábyrg innkaupastefna er eitt
dæmið um slíkt.
„Við stefnum að því að Sel-
tjarnarnes verði í fremstu röð
meðal vistvænna sveitarfélaga
á Íslandi. Siðferðileg rök hníga
að því að sveitarfélögum beri
að græða þau spor sem þau
setja á samfélagið og umhverfi
þess. Samfélagsábyrgð snertir
alla þætti mannlífsins og snýr
að öllum grunninum í starfs-
háttum sveitarfélagsins,“ segir
Ásgerður Halldórsdóttir, bæj-
arstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Félagsleg markmið
Sáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna um samfélagsábyrgð hef-
ur tíu viðmið sem 9.000 fyr-
irtæki og 4.000 félög hafa
heitið að virða. Þar með gefa
þau fyrirheit að þau muni í
stefnumótun sinni og starf-
semi fylgja alþjóðlegum sátt-
málum Sameinuðu þjóðanna
um mannréttindi, vinnuvernd,
sjálfbært umhverfi og heið-
arlega starfshætti. Jafnframt
að þau vinni hvert fyrir sig og í
samstarfi að félagslegum
markmiðum í anda Sameinuðu
þjóðanna.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Seltjarnarnes Áhugaverð málefni í bæjarfélaginu í deiglunni.
Samfélagsábyrgð
á Seltjarnarnesi
Í fremstu röð Global Com-
pact Allir þættir mannlífsins
Ásgerður
Halldórsdóttir
Sendinefnd á vegum Banda-
lags íslenskra skáta er á Ír-
landi þessa dagana til þess að
miðla reynslu sinni af því að
skipu-
leggja al-
þjóðlegt
skátamót.
Í sumar
skipulagði
bandalagið
á Íslandi
5000
manna al-
þjóðlegt
skátamót
fyrir ald-
urshópinn 18-25 ára að Úlf-
ljótsvatni og á 10 öðrum stöð-
um á landinu en
þátttakendur voru frá tæp-
lega 100 löndum. Írar eiga að
halda næsta mót, árið 2021,
og þeir buðu íslensku móts-
stjórninni út til þess að læra
af henni. Þetta kemur fram í
frétt frá Bandalagi íslenskra
skáta
Góðar móttökur
„Okkur hefur verið ein-
staklega vel tekið hér í úti-
lífsmiðstöð skáta í nágrenni
Dublin og Írar vilja nýta sér
okkar reynslu af því að
skipuleggja og halda utan um
jafn stórt mót og það sem var
hér á Úlfljótsvatni og 10 öðr-
um stöðum á landinu“, segir
Hrönn Pétursdóttir, sem var
mótsstjóri og er ein af níu
manns sem nú eru á Írlandi.
Hrönn segir það hafa vakið
mikla athygli hversu um-
fangsmikið sjálfboðastarfið
var í sambandi við fram-
kvæmdina á mótinu og Írar
hafi mikinn áhuga á því að
hafa sama háttinn á. Alls 540
íslenskir sjálfboðaliðar tóku
þátt í undirbúningi og fram-
kvæmd mótsins og 652 er-
lendir sjálfboðaliðar bættust í
hópinn á mótinu sjálfu.
Efldi starfið
Alþjóðlega skátamótið síð-
astliðið sumar er langstærsti
viðburður sem bandalagið
hefur séð um og Marta
Magnúsdóttir, skátahöfðingi
Íslands, segir að vinnan í
tengslum við mótið hafi eflt
allt skátastarf í landinu. Hún
er fullviss um að skátastarfið
í framtíðinni verði öflugra en
nokkru sinni fyrr enda hafi
þetta verkefni sýnt hversu
öflug hreyfingin er og hversu
mikill kraftur er í íslenskum
skátum, að því er fram kem-
ur í tilkynningu. sbs@mbl.is
Skátar miðla reynslu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skátamót Dansað á Skóla-
vörðustígnum sl. sumar.
Hrönn
Pétursdóttir