Morgunblaðið - 13.01.2018, Side 1
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018
ÍÞRÓTTIR
Bikarúrslitaleikir Ævintýri Njarðvíkur heldur áfram en tekst liðinu að sigra Keflavík í úrslitaleiknum í
kvennaflokki? Viðureign KR og Tindastóls í karlaflokki uppskrift að ekta úrslitaleik, segir Finnur Atli 4
Íþróttir
mbl.is
„Við spiluðum góða vörn á þá í
fyrri hálfleik og pressuðum vel á þá
í skotunum. Svíarnir fengu lítinn
tíma með boltann því strákarnir fyr-
ir framan mig voru alltaf í andlitinu
á þeim. Ég fékk tvo skot nánast gef-
inst í upphafi leiks sem var mjög
þægilegt og við þær aðstæður þá
ver maður aðeins meira en venju-
lega. Roland Eradze (markmanns-
þjálfari landsliðsins) var með mér í
stúkunni og var duglegur að öskra á
mig. Það hjálpaði mér. Roland sagði
við mig í gær að ég gæti ekki verið
með kjúklingahjarta í þessum leik.
Ég þyrfti að taka á því og það var
skemmtileg áskorun. Þegar maður
sér að andstæðingarnir eru með tvo
af bestu markvörðum í heimi þá veit
maður að ef við markverðirnir eig-
um ekki góðan leik þá munum við
tapa. Ég þurfti að vinna á móti
markvörslunni hjá Svíunum og það
hef ég ekki gert í síðustu leikjum.
Ég var hræðilegur í vináttuleikj-
unum,“ sagði Björgvin en að hans
mati sýnir það vel hvað býr í lands-
liðsmönnunum að vinna góðan sigur
á Svíum í kjölfarið á tveimur slæm-
um töpum gegn Þjóðverjum í
Þýskalandi á dögunum.
„Við vorum mjög einbeittir og
sýndum karakter með því að vinna
Svíana. Vegna þess að við vorum að
koma úr tveimur leikjum gegn Þjóð-
verjum þar sem okkur var eiginlega
slátrað en okkur tókst að snúa því
yfir í svona frammistöðu á fjórum
dögum og það er geggjað. Það sýnir
hvað býr innra með þessum gaurum
í landsliðinu og hvað þeir geta kallað
fram á stuttum tíma. Við vitum al-
veg að við erum með gott lið og við
fengum smá tíma til að vinna í okkar
leik í rólegheitunum. Við megum
ekki fagna of mikið því eftir tvo
daga mætum við Króötum,“ sagði
Björgvin í samtali við Morgunblaðið.
Ljósmynd/Gordan Lausic
Vel fagnað Björgvin Páll Gústavsson og félagar fagna sigrinum frækna á Svíum í Króatíu í gær þar sem markvörðurinn fór hreinlega á kostum.
Ekki kjúklingahjarta
Roland kveikti í Björgvini sem sagðist hafa verið hræðilegur í vináttuleikj-
unum gegn Þjóðverjum Leik liðsins var snúið við á fjórum dögum
Í SPLIT
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Þetta var rosa fínt,“ sagði mark-
vörðurinn, Björgvin Páll Gúst-
avsson, þegar Morgunblaðið tók
hann tali í Spaladium-höllinni í Split
í gær. Sætur sigur á Svíum 26:24 í
fyrsta leik á EM í Króatíu lá þá fyr-
ir. Björgvin átti stóran þátt í sigr-
inum en hann varði 17 skot í leikn-
um. Í fyrri hálfleik fór hann
hamförum og varði hvað eftir annað
frá Svíum úr opnum færum.
Kristján Andr-
ésson, landsliðs-
þjálfari Svía,
mátti sætta sig
við tap gegn
samlöndum sín-
um í fyrsta leik
á EM í Króatíu í
gær. Kristján
var svekktur
þegar Morg-
unblaðið náði
tali af honum en sagði frammi-
stöðu Björgvins Páls Gústavssonar
hafa skipt sköpum. „Við erum
mjög svekktir yfir því að tapa
leiknum. Íslendingarnir byrjuðu
miklu betur en við. Þeir voru ótrú-
lega áræðnir í sókninni og klókir.
Mér fannst við reyndar einnig fá
góð skotfæri í upphafi leiks en
Bjöggi varði of mikið á þeim
kafla. Þá urðu mínir menn stress-
aðir og það er stóri lærdómurinn
fyrir okkur eftir þennan leik.
Hvernig eigum við að haga okkur
þegar upp kemur stress? Við þurf-
um að geta róað okkur til að fá
meiri hreyfanleika og ná hraða-
upphlaupum. Mér fannst sóknin
vera hæg hjá okkur í fyrri hálf-
leik. Þá skutum við úr færum sem
við erum ekki vanir og þá varði
Bjöggi oft,“ sagði Kristján og
hann segir sína menn ekki hafa
sýnt hvað í þeim býr fyrr en í stór-
tap stefndi.
Slöppuðum loksins af þegar
við vorum komnir 10 undir
„Það var eiginlega ekki fyrr en
leikurinn var nánast tapaður. Þeg-
ar við vorum tíu mörkum undir þá
slöppuðum við af og sýndum hvað
við getum. Við þurftum á því að
halda fyrir okkur sjálfa að sýna að
við séum betri en við höfðum sýnt
framan af leik,“ sagði Kristján í
samtali við Morgunblaðið.
Á morgun bíður hans mik-
ilvægur leikur gegn Serbíu sem
tapaði í gærkvöldi fyrir Króatíu.
Íslendingar mæta þá heimamönn-
um.
„Við erum
mjög svekkt-
ir að tapa“
Kristján
Andrésson
Hvað fannst þeim um frammistöðu íslenska liðsins gegn Svíum á EM karla í handbolta í gær?
„Mér fannst þeir bara frábærir. Liðið var
gríðarlega vel undirbúið og maður heyrði
það í viðtölum fyrir leikinn. Það verður að
hrósa þjálfurunum og þeir nýttu greinilega
vel leikina við Svía frá því fyrir jól. Menn
virtust mæta með mikið sjálfstraust í leikinn
og hafa svör við öllu. Fyrri hálfleikurinn er
með því betra sem við höfum séð síðustu ár,
gjörsamlega geggjaður, sérstaklega í ljósi
þess að Svíar eru með frábært lið og leik-
menn í bestu liðum heims,“ sagði Einar
Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
„Fyrst og fremst var þetta mjög góð liðsheild, en Óli Guð-
munds var frábær í sókn og vörn, og Aron stýrði spilinu mjög
vel og tók af skarið þegar á þurfti að halda. Sóknarleikurinn var
rosalega vel útfærður og Björgvin frábær í markinu. Það skil-
uðu allir sínu,“ sagði Einar. sindris@mbl.is
Fyrri hálfleikur einn besti á síðustu árum
Einar Andri
Einarsson
„Frammistaðan var mjög góð. Þeir byrjuðu
leikinn frábærlega og voru rosalega kraft-
miklir. Björgvin var frábær í markinu og
fyrri hálfleikurinn einn sá besti í langan
tíma. Vissulega dró aðeins af mönnum í
seinni hálfleik en ég horfi ekki mikið í það.
Stigin tvö telja og þetta var virkilega sterk-
ur sigur í fyrsta leik,“ sagði Ingimundur
Ingimundarson, silfurdrengur, og bætti við:
„Það var virkilega gaman að sjá Ólaf
[Guðmundsson] og Rúnar [Kárason] svona
kraftmikla, og ef við fáum þá svona í fleiri
leikjum þá verður mjög gaman að fylgjast með. Þetta er létt-
leikandi lið og um margt öðruvísi en við höfum haft. Ég get ekki
sagt að þetta hafi komið á óvart, en þó kannski það að komast
10 mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þeir bara hleyptu andstæð-
ingnum ekki í betri stöðu en þetta.“ sindris@mbl.is
Gaman að sjá Ólaf og Rúnar svo kraftmikla
Ingimundur
Ingimundarson
„Þeir byrjuðu rosalega vel og það má
kannski segja að þeir hafi fengið besta mót-
herjann til að byrja á. Það vissu allir að þetta
yrði jafn leikur og að við ættum að geta unn-
ið,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, landsliðs-
konan reynda og leikmaður Vals.
„Björgvin var frábær í fyrri hálfleik og
menn ná langt þegar vörn og markvarsla er í
lagi. Þetta datt aðeins niður í seinni hálfleik
enda voru menn þarna eins og Aron sem
spiluðu ansi mikið og þreytan sagði kannski
til sín. En fyrri hálfleikur gaf tóninn og for-
skotið fleytti okkur langt,“ sagði Kristín og bætti við:
„Það er fínt að hafa unnið einn leik en það var mikið stólað á
sömu menn í sókn og vörn, og það þarf að passa upp á þá. Ef að
það er kveikt á öllum erum við með ágætis lið, en þeir geta verið
fljótir að brotna því það eru fáir burðarásar sem byggt er á.“
Þarf að passa upp á burðarásana í liðinu
Kristín
Guðmundsdóttir