Morgunblaðið - 13.01.2018, Qupperneq 3
Ljósmynd/Gordan Lausic
Sleggja Ólafur Guðmundsson átti góðan leik fyrir Ísland, jafnt í vörn sem sókn, og gaf tóninn í upphafi leiks með fyrsta marki Íslands á Evrópumótinu.
num í
óst
ar
stu
ði því
stig
nd-
í leik
rir
köst í
efla-
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018
Íslandsmeistarar UMFK Esju náðu ekki forystunni
gegn stigalausu botnliði SR fyrr en að tæplega korter
var eftir af leik liðanna í Hertz-deild karla í íshokkí í
gærkvöld. Esja fór hins vegar með sigur af hólmi að
lokum, 4:2.
SR-ingar, sem töpuðu rimmu liðanna 9:2 fyrir viku
síðan, mættu af krafti til leiks í gær og voru 2:0 yfir
eftir fyrstu lotu. Bjarki Jóhannesson og Ómar
Söndruson skoruðu mörkin.
Esjumenn náðu að jafna metin á mínútu kafla í
öðrum leikhluta. Konstantyn Sharapov minnkaði
muninn og Jón Andri Óskarsson skoraði jöfn-
unarmarkið strax í kjölfarið.
Það var svo korteri fyrir leikslok sem Aron Knútsson skoraði þriðja
mark Esju, þegar SR-ingar voru manni færri, og sama staða var uppi
þegar Jan Semorád skoraði síðasta mark leiksins.
Esja lengi að komast yfir
Konstantyn
Sharapov
Vegna sigurs Good Angels Kosice á Landes frá Frakk-
landi í Evrópubikarnum í körfuknattleik kvenna verður
bið á að Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfu-
knattleik, snúi heim í herbúðum Hauka. Finnur Atli
Magnússon, sambýlismaður Helenu, staðfesti í samtali
við Morgunblaðið í gær að dvöl Helenu hjá Good Angels
Kosice hefði verið framlengd til 4. febrúar. Ástæðan er
sú að liðið komst í fyrrakvöld í átta liða úrslit Evrópu-
bikarsins og vill þar af leiðandi halda Helenu fram yfir
leikina í keppninni sem fyrirhugaðir eru 25. janúar og 3.
febrúar.
Good Angels vann Landes í 16-liða úrslitum Evrópu-
bikarsins í fyrrakvöld með 19 stiga mun eftir að hafa tapað fyrri viðureign-
inni með 14 stiga mun. Helena gerði skammtímasamning við Good Angels í
lok síðasta árs vegna mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins en hún lék
með liðinu fyrir fáeinum árum við góðan orðstír. iben@mbl.is
Helena áfram hjá Englunum
Helena
Sverrisdóttir
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í
austurríska landsliðinu í handbolta
eiga gífurlega erfitt verkefni fyrir
höndum ætli þeir sér að komast í milli-
riðla á EM karla í Króatíu. Austurríki
tapaði leiknum mikilvæga við Hvíta-
Rússland 27:26 í gær, í fyrstu umferð
B-riðils, og þarf því að ná í stig gegn
heimsmeisturum Frakka eða silfurliði
HM á síðasta ári, Noregi, til að komast
í milliriðla. Frakkar unnu háspennu-
leik við Noreg í gær, 32:31.
Nikola Bilyk fór á kostum fyrir
Austurríki og var valinn maður leiks-
ins þrátt fyrir tapið, með átta mörk.
Hann skoraði fjögur af síðustu fimm
mörkum Austurríkis sem komst þó
aldrei yfir í leiknum en var aldrei langt
undan. Staðan var 25:24 þegar fimm
mínútur voru eftir en þá skoruðu Hvít-
Rússar tvö næstu mörk og það dugði
þeim til sigurs.
Frakkar fram úr í blálokin
Norðmenn höfðu frumkvæðið lengst
af gegn Frökkum í gær en það dugði
skammt. Noregur var marki yfir þegar
fjórar og hálf mínúta lifðu leiks en
Michaël Guigou skoraði sigurmark
Frakka þegar hálf mínúta var eftir.
Norðmenn voru þá manni færri og
fóru illa með lokasókn sína sem stöðv-
uð var af Nikola Karabatic. Kentin
Mahe var markahæstur Frakka með 8
mörk en Kent Robin Tönnesen gerði 9
fyrir Noreg. sindris@mbl.is
Patrekur með
bakið upp við vegg
AFP
Ábending Patrekur Jóhannesson kallar leiðbeiningar til sinna manna í gær.
Uppselt er á síðari vináttulandsleik
Indónesíu og Íslands í knattspyrnu
karla sem fer fram í Jakarta, höf-
uðborg Indónesíu, á morgun klukkan
12 að íslenskum tíma. Leikið er á ein-
um af stærstu leikvöngum heims sem
rúmar 76 þúsund áhorfendur og gríð-
arlegur áhugi er fyrir leiknum. Luis
Milla landsliðsþjálfari Indónesíu valdi
24 manna hóp en enginn þeirra leik-
manna tók þátt í fyrri viðureign þjóð-
anna sem Ísland vann auðveldlega,
6:0. Heimir Hallgrímsson, landsliðs-
þjálfari Íslands, mun einnig tefla fram
nokkuð breyttu liði. Sautján af 23 í
hópnum komu við sögu í fyrri leiknum
og hinir sex munu eflaust allir spila á
morgun.
Ísland mætir Írlandi í vináttulands-
leik 21-árs landsliða karla í knatt-
spyrnu í Dublin fimmtudaginn 22.
mars. Leikurinn verður liður í und-
irbúningi íslenska liðsins fyrir leik
gegn Norður-Írum í undankeppni EM
sem fram fer fjórum dögum síðar.
Guðmundur Helgi Pálsson fram-
lengdi í gær samning sinn við hand-
knattleiksdeild Fram og er nú samn-
ingsbundinn sem þjálfari karlaliðs
félagsins til næstu fimm
ára eða fram á vor
2023. Guðmundur
Helgi þekkir vel til í
Safamýrinni en hann
lék með Fram á árum
1995-2002 ásamt
því að hafa þjálfað
karlalið félagsins
frá 2016.
Eitt
ogannað
KÖRFUKNATTLEIKUR
Maltbikar karla, úrslitaleikur:
Laugardalshöll: KR – Tindastóll...... L13.30
Maltbikar kvenna, úrslitaleikur:
Laugardalsh.: Keflavík – Njarðvík .. L16.30
1. deild karla:
Fagrilundur: Gnúpverjar – Fjölnir .. S14.45
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV..................... S15
Schenker-höllin: Haukar – Fram ..... S17.30
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót karla:
Egilshöll: KR – Leiknir R................. L15.15
Egilshöll: Víkingur R. – Þróttur R .. L17.15
Fótbolti.net mót karla, A-deild:
Akraneshöll: ÍA – ÍBV ........................... L11
Kórinn: Breiðablik – Stjarnan.......... L12.30
Akraneshöll: FH – Grindavík ................ S15
Kjarnafæðismót karla, A-deild:
Boginn: KA – Völsungur........................ L15
Boginn: Leiknir F. – Þór ........................ S14
Reykjavíkurmót kvenna:
Egilshöll: KR – Fjölnir ...................... S16.15
Egilshöll: HK/Víkingur – Valur........ S18.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA Víkingar – Björninn... L16.30
UM HELGINA!
Spánn
B-deild:
Castello – Araberri ............................. 89:88
Ægir Þór Steinarsson skoraði 14 stig
fyrir Castello, tók 5 fráköst og gaf 7 stoð-
sendingar.
NBA-deildin
Philadelphia – Boston ...................... 103:114
Toronto – Cleveland........................... 133:99
Sacramento – LA Clippers .............. 115:121
LA Lakers – San Antonio.................... 93:81
KÖRFUBOLTI